Þrír létust og tveir eru alvarlega sárir eftir árás karlmanns á fertugsaldri í Noregi. Maðurinn stakk konu og tvo karlmenn í íbúð í bænum Nøtterøy fyrr í dag. Einn af þeim sem var í íbúðinni lést en hinir særðust. Árásarmaðurinn komst undan, og hélt til fjölskyldumeðlima sinna í Sandefjord, þar sem hann drap tvo þeirra. Maðurinn svipti sig svo lífi.