Bresk yfirvöld hafa bannað allar auglýsingar, á óhollum matvælum, í sjónvarpsþáttum sem höfða til barna upp að sextán ára aldri, hvort sem er að nóttu eða degi og á hvaða sjónvarpsrás sem er.
Sett eru mörk um hvað má vera mikið af salt, sykri eða fitu í auglýsingum. Líklega hefur fundist þarna einhver millivegur, því allir eru óánægðir. Heilsufrömuðum þykir ekki hafa verið nógu langt gengið, og auglýsendum þykir að það hafi verið gengið alltof langt.