Simpson segir hvernig hann hefði myrt 16. nóvember 2006 19:00 Ruðningskappinn O. J. Simpson hefur síðustu tólf árin þráfaldlega neitað því að hafa myrt eiginkonu sína og elskhuga hennar með hrottalegum hætti árið 1994. Simpson hefur þó velt því fyrir sér hvernig hann hefði myrt þau og ritað um það bók sem kemur út nú fyrir jólin. Ættingjar fórnarlambanna fordæma útgáfu bókarinnar. Simpson flúði undan lögreglu á hvítum Bronco jeppa sínum þann 17. júní 1994 þegar átti að handtaka hann fyrir morðið á eiginkonu sinni, Nicole, og ástmanni hennar Ronald Goldman. Þau höfðu verið myrt á hrottafenginn hátt tæpri viku áður. Þegar Simpson var loks tekinn höndum upphófust réttarhöld sem vöktu heimsathygli. Sitt sýndist hverjum um sekt eða sakleysi Simpsons. Stjörnum prýtt lögfræðiteymi hans reyndi hvað það gat til að kasta rýrð á málflutning saksóknara og að lokum var ruðningskappinn sýknaður í október 1995. Í febrúar 1997 voru fjölskyldum fórnarlambanna dæmdar rúmar 30 milljónir bandaríkjadala í bætur úr hendi Simpsons. Þá var hann talinn sekur enda sönnunarbyrðin ekki eins mikil í einkamáli og í opinberu refsimáli þar vestra. Nú hefur Simpson ritað bók þar sem hann lýsir því hvernig hann hefði framið morðin sem hann hefur þráfaldlega neitað að hafa framið. Samhliða útgáfu bókarinnar mun Fox fréttastöðin bandaríska birta ítarlegt viðtal við Simpson. Fred Goldman, faðir fórnarlambsins Ronalds Goldman, segir Simpson rekinn áfram af þörf fyrir að troða sér í sviðsljósið. Honum sé sama hvort það sé á jákvæðum eða neikvæðum forsendum. Hann bendir á að ekki sé hægt að rétta á ný yfir Simpson vegna morðana og því geti hann farið eins langt og honum sýnist í átt að því að viðurkenna það að hann hafi framið morðin, án þess þó að gera það beinum orðum. Goldman segist handviss um að Simpson hafi framið morðin og komist upp með þau með hjálp dómskerfisins. Nú sé hann að nú ættingjum fórnarlambanna því um nasir, ekki sýst börnum sínum og Nicole. Hann sé í raun að segja þeim hvernig hann hefði myrt móður þeirra. Erlent Fréttir Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Ruðningskappinn O. J. Simpson hefur síðustu tólf árin þráfaldlega neitað því að hafa myrt eiginkonu sína og elskhuga hennar með hrottalegum hætti árið 1994. Simpson hefur þó velt því fyrir sér hvernig hann hefði myrt þau og ritað um það bók sem kemur út nú fyrir jólin. Ættingjar fórnarlambanna fordæma útgáfu bókarinnar. Simpson flúði undan lögreglu á hvítum Bronco jeppa sínum þann 17. júní 1994 þegar átti að handtaka hann fyrir morðið á eiginkonu sinni, Nicole, og ástmanni hennar Ronald Goldman. Þau höfðu verið myrt á hrottafenginn hátt tæpri viku áður. Þegar Simpson var loks tekinn höndum upphófust réttarhöld sem vöktu heimsathygli. Sitt sýndist hverjum um sekt eða sakleysi Simpsons. Stjörnum prýtt lögfræðiteymi hans reyndi hvað það gat til að kasta rýrð á málflutning saksóknara og að lokum var ruðningskappinn sýknaður í október 1995. Í febrúar 1997 voru fjölskyldum fórnarlambanna dæmdar rúmar 30 milljónir bandaríkjadala í bætur úr hendi Simpsons. Þá var hann talinn sekur enda sönnunarbyrðin ekki eins mikil í einkamáli og í opinberu refsimáli þar vestra. Nú hefur Simpson ritað bók þar sem hann lýsir því hvernig hann hefði framið morðin sem hann hefur þráfaldlega neitað að hafa framið. Samhliða útgáfu bókarinnar mun Fox fréttastöðin bandaríska birta ítarlegt viðtal við Simpson. Fred Goldman, faðir fórnarlambsins Ronalds Goldman, segir Simpson rekinn áfram af þörf fyrir að troða sér í sviðsljósið. Honum sé sama hvort það sé á jákvæðum eða neikvæðum forsendum. Hann bendir á að ekki sé hægt að rétta á ný yfir Simpson vegna morðana og því geti hann farið eins langt og honum sýnist í átt að því að viðurkenna það að hann hafi framið morðin, án þess þó að gera það beinum orðum. Goldman segist handviss um að Simpson hafi framið morðin og komist upp með þau með hjálp dómskerfisins. Nú sé hann að nú ættingjum fórnarlambanna því um nasir, ekki sýst börnum sínum og Nicole. Hann sé í raun að segja þeim hvernig hann hefði myrt móður þeirra.
Erlent Fréttir Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira