Körfubolti

Lakers skellti Phoenix

Lamar Odom skoraði 34 stig í nótt sem er það mesta sem hann hefur skorað fyrir Lakers á ferlinum
Lamar Odom skoraði 34 stig í nótt sem er það mesta sem hann hefur skorað fyrir Lakers á ferlinum NordicPhotos/GettyImages

Los Angeles Lakers vann góðan sigur á Phoenix Suns í síðari leiknum á opnunarkvöldi deildarkeppninnar í nótt 114-106. Lakers var án Kobe Bryant í nótt en það kom ekki að sök þar sem Lamar Odom fór fyrir liðinu með 34 stigum og 13 fráköstum á hrekkjavökukvöldi.

Hinn ungi Andrew Bynum stóð sig frábærlega hjá Lakers og skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst og þá skoraði Maurice Evans 17 stig af bekknum. Hjá Phoenix var Leandro Barbosa sjóðandi heitur og skoraði 30 stig af bekknum, þar af 6 þrista. Steve Nash skoraði 15 stig og gaf 13 stoðsendingar og Shawn Marion skoraði 16 stig og hirti 7 fráköst.

Það var ekkert sem benti til þess að Lakers færi með sigur af hólmi í leiknum í nótt sem sýndur var beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni, eftir að Phoenix náði 41-26. Eftir það var leikurinn þó eign Lakers-liðsins og þessi sigur gefur góð fyrirheit um framhaldið hjá þessu unga og skemmtilega liði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×