Sony innkallar eigin rafhlöður 17. október 2006 09:16 Fartölva af gerðinni Sony Vaio. Mynd/AFP Japanska hátæknifyrirtækið Sony hefur ákveðið að innkalla 90.000 rafhlöður, sem fyrirtækið framleiðir og selur með fartölvum af gerðinni Sony Vaio. Tæknifyrirtækið reiknaði með 43 prósenta minni hagnaði á árinu í júlí. Þá voru innkallanirnar ekki byrjaðar og reikna greiningaraðilar með enn minni hagnaði. Ekki er þó um innköllun á heimsvísu að ræða því tölvurnar voru seldar í Japan og Kína. Gallinn í rafhlöðunum er sá sami og í fyrri tilvikum. Rafhlöðurnar ofhitna og er vitað um 10 tilvik þar sem beinlínis hefur kviknað í fartölvum vegna þessa. Breska dagblaðið The Guardian hefur eftir japanska viðskiptablaðinu Nihon Keizai Shimbun að svo gæti farið að Sony innkalli allt að 300.000 rafhlöður sem seldar voru með Sony Vaio fartölvum. Forsvarsmenn Sony segja hins vegar að innköllunin sé gerð í varúðarskyni og til að róa viðskiptavini fyrirtækisins. Frá og með þessari innköllun hefur Sony ákveðið að innkalla ríflega 8 milljón rafhlöður undir merkjum fyrirtækisins um allan heim. Þá hefur það áhrif á afkomuspá Sony að fyrirtækið lækkaði verðið á nýjustu leikjatölvu fyrirtækisins, PlayStation 3, um heil 20 prósent. Í afkomuspá Sony sem gerð var í júlí síðastliðnum var gert ráð fyrir 130 milljarða jena eða tæplega 40 milljarða króna hagnaði á árinu. Þetta er 43 prósentum minna en í fyrra. Greiningaraðilar telja líkur á að hagnaðurinn verði enn minni þegar innkallanir á ríflega 8 milljónum rafhlaða verði komnar inn í dæmið. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Japanska hátæknifyrirtækið Sony hefur ákveðið að innkalla 90.000 rafhlöður, sem fyrirtækið framleiðir og selur með fartölvum af gerðinni Sony Vaio. Tæknifyrirtækið reiknaði með 43 prósenta minni hagnaði á árinu í júlí. Þá voru innkallanirnar ekki byrjaðar og reikna greiningaraðilar með enn minni hagnaði. Ekki er þó um innköllun á heimsvísu að ræða því tölvurnar voru seldar í Japan og Kína. Gallinn í rafhlöðunum er sá sami og í fyrri tilvikum. Rafhlöðurnar ofhitna og er vitað um 10 tilvik þar sem beinlínis hefur kviknað í fartölvum vegna þessa. Breska dagblaðið The Guardian hefur eftir japanska viðskiptablaðinu Nihon Keizai Shimbun að svo gæti farið að Sony innkalli allt að 300.000 rafhlöður sem seldar voru með Sony Vaio fartölvum. Forsvarsmenn Sony segja hins vegar að innköllunin sé gerð í varúðarskyni og til að róa viðskiptavini fyrirtækisins. Frá og með þessari innköllun hefur Sony ákveðið að innkalla ríflega 8 milljón rafhlöður undir merkjum fyrirtækisins um allan heim. Þá hefur það áhrif á afkomuspá Sony að fyrirtækið lækkaði verðið á nýjustu leikjatölvu fyrirtækisins, PlayStation 3, um heil 20 prósent. Í afkomuspá Sony sem gerð var í júlí síðastliðnum var gert ráð fyrir 130 milljarða jena eða tæplega 40 milljarða króna hagnaði á árinu. Þetta er 43 prósentum minna en í fyrra. Greiningaraðilar telja líkur á að hagnaðurinn verði enn minni þegar innkallanir á ríflega 8 milljónum rafhlaða verði komnar inn í dæmið.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira