Ólíklegt að Venesúela fái sæti í Öryggisráði SÞ 16. október 2006 21:21 Eitthvað af því kynningarefni sem ríki hafa sent frá sér vegna baráttu um sæti í Öryggisráði SÞ næstu 2 árin. MYND/AP Litlar líkur eru taldar á því að Venesúela fái sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til næstu 2 ára eftir að Gvatemala hafði betur í sjöundu leynilegu atkvæðagreiðslunni um sæti í ráðinu í dag. Ríkin tvö berjast um sæti sem ríki Rómönsku-Ameríku á rétt á. Annað ríkið þarf að fá 2/3 atkvæða á Allsherjarþingi samtakanna til að hreppa hnossið. Í sjöttu umferð voru ríkin jöfn en áður hafði Gvatemala vinninginn. Í sjöundu umferð fengu Kúba og Mexíkó eitt atkvæði hvort ríki og fimm þjóðir sátu hjá. Enn þarf því að greiða atkvæði milli ríkjanna og svo gæti farið að samkomulag næðist um að annað ríki fengi sæti í ráðinu sem sátt næðist um. Oft hefur þurft að greiða atkvæði ítrekað um hvernig skipa eigi í ráðið. Ekki hefur þó enn tekist að slá metið frá árinu 1979 þegar valið stóð á milli Kólumbíu og Kúbu. Greidd voru atkvæði 155 sinnum. Að lokuð náðist sátt um að Mexíkó tæki sæti í ráðinu. Francisco Javier Arias, sendifulltrúi Venesúela hjá SÞ, segir bandarísk stjórnvöld hafa reynt að gera þetta að keppni milli Venesúela og ráðamanna í Washington sem vilji gera allt til að koma í veg fyrir að Venesúela fái sæti í ráðinu. Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld, og þá Bush Bandaríkjaforseta sérstaklega, afar harðlega fyrir framgöngu sína í ýmsum málum. Arias sagði ráðamenn í Venesúela hafa sent skýr skilaboð um að þeir vildu ekki gefa eftir sætið fyrr en í fulla hnefana. Fimmtán ríki eiga sæti í Öryggisráðinu. Þau ríki sem eiga fast sæti og fara með neitunarvald eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland. Kosið er um hvaða önnur ríki skipa hin 10 sæti og það er 2 ár í senn. Kosið var um fjögur sæti til viðbótar í dag. Það eru Belgía, Indónesía, Ítalía og Suður-Afríka sem taka við að Danmörku, Grikklandi, Japan og Tansaníu frá 1. janúar á næsta ári. Svo er að sjá hvort Gvatemala, Venesúela eða annað ríki taki við af Argentínu á sama tíma. Þau 5 ríki sem sitja út næsta ár eru Gana, Katar, Perú, Slóvakía og Vestur-Kongó. Ísland hefur lýst yfir framboði til Öryggisráðsins fyrir tímabilið 2009 til 2010. Erlent Fréttir Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Litlar líkur eru taldar á því að Venesúela fái sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til næstu 2 ára eftir að Gvatemala hafði betur í sjöundu leynilegu atkvæðagreiðslunni um sæti í ráðinu í dag. Ríkin tvö berjast um sæti sem ríki Rómönsku-Ameríku á rétt á. Annað ríkið þarf að fá 2/3 atkvæða á Allsherjarþingi samtakanna til að hreppa hnossið. Í sjöttu umferð voru ríkin jöfn en áður hafði Gvatemala vinninginn. Í sjöundu umferð fengu Kúba og Mexíkó eitt atkvæði hvort ríki og fimm þjóðir sátu hjá. Enn þarf því að greiða atkvæði milli ríkjanna og svo gæti farið að samkomulag næðist um að annað ríki fengi sæti í ráðinu sem sátt næðist um. Oft hefur þurft að greiða atkvæði ítrekað um hvernig skipa eigi í ráðið. Ekki hefur þó enn tekist að slá metið frá árinu 1979 þegar valið stóð á milli Kólumbíu og Kúbu. Greidd voru atkvæði 155 sinnum. Að lokuð náðist sátt um að Mexíkó tæki sæti í ráðinu. Francisco Javier Arias, sendifulltrúi Venesúela hjá SÞ, segir bandarísk stjórnvöld hafa reynt að gera þetta að keppni milli Venesúela og ráðamanna í Washington sem vilji gera allt til að koma í veg fyrir að Venesúela fái sæti í ráðinu. Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld, og þá Bush Bandaríkjaforseta sérstaklega, afar harðlega fyrir framgöngu sína í ýmsum málum. Arias sagði ráðamenn í Venesúela hafa sent skýr skilaboð um að þeir vildu ekki gefa eftir sætið fyrr en í fulla hnefana. Fimmtán ríki eiga sæti í Öryggisráðinu. Þau ríki sem eiga fast sæti og fara með neitunarvald eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland. Kosið er um hvaða önnur ríki skipa hin 10 sæti og það er 2 ár í senn. Kosið var um fjögur sæti til viðbótar í dag. Það eru Belgía, Indónesía, Ítalía og Suður-Afríka sem taka við að Danmörku, Grikklandi, Japan og Tansaníu frá 1. janúar á næsta ári. Svo er að sjá hvort Gvatemala, Venesúela eða annað ríki taki við af Argentínu á sama tíma. Þau 5 ríki sem sitja út næsta ár eru Gana, Katar, Perú, Slóvakía og Vestur-Kongó. Ísland hefur lýst yfir framboði til Öryggisráðsins fyrir tímabilið 2009 til 2010.
Erlent Fréttir Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira