Ólíklegt að Venesúela fái sæti í Öryggisráði SÞ 16. október 2006 21:21 Eitthvað af því kynningarefni sem ríki hafa sent frá sér vegna baráttu um sæti í Öryggisráði SÞ næstu 2 árin. MYND/AP Litlar líkur eru taldar á því að Venesúela fái sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til næstu 2 ára eftir að Gvatemala hafði betur í sjöundu leynilegu atkvæðagreiðslunni um sæti í ráðinu í dag. Ríkin tvö berjast um sæti sem ríki Rómönsku-Ameríku á rétt á. Annað ríkið þarf að fá 2/3 atkvæða á Allsherjarþingi samtakanna til að hreppa hnossið. Í sjöttu umferð voru ríkin jöfn en áður hafði Gvatemala vinninginn. Í sjöundu umferð fengu Kúba og Mexíkó eitt atkvæði hvort ríki og fimm þjóðir sátu hjá. Enn þarf því að greiða atkvæði milli ríkjanna og svo gæti farið að samkomulag næðist um að annað ríki fengi sæti í ráðinu sem sátt næðist um. Oft hefur þurft að greiða atkvæði ítrekað um hvernig skipa eigi í ráðið. Ekki hefur þó enn tekist að slá metið frá árinu 1979 þegar valið stóð á milli Kólumbíu og Kúbu. Greidd voru atkvæði 155 sinnum. Að lokuð náðist sátt um að Mexíkó tæki sæti í ráðinu. Francisco Javier Arias, sendifulltrúi Venesúela hjá SÞ, segir bandarísk stjórnvöld hafa reynt að gera þetta að keppni milli Venesúela og ráðamanna í Washington sem vilji gera allt til að koma í veg fyrir að Venesúela fái sæti í ráðinu. Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld, og þá Bush Bandaríkjaforseta sérstaklega, afar harðlega fyrir framgöngu sína í ýmsum málum. Arias sagði ráðamenn í Venesúela hafa sent skýr skilaboð um að þeir vildu ekki gefa eftir sætið fyrr en í fulla hnefana. Fimmtán ríki eiga sæti í Öryggisráðinu. Þau ríki sem eiga fast sæti og fara með neitunarvald eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland. Kosið er um hvaða önnur ríki skipa hin 10 sæti og það er 2 ár í senn. Kosið var um fjögur sæti til viðbótar í dag. Það eru Belgía, Indónesía, Ítalía og Suður-Afríka sem taka við að Danmörku, Grikklandi, Japan og Tansaníu frá 1. janúar á næsta ári. Svo er að sjá hvort Gvatemala, Venesúela eða annað ríki taki við af Argentínu á sama tíma. Þau 5 ríki sem sitja út næsta ár eru Gana, Katar, Perú, Slóvakía og Vestur-Kongó. Ísland hefur lýst yfir framboði til Öryggisráðsins fyrir tímabilið 2009 til 2010. Erlent Fréttir Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Sjá meira
Litlar líkur eru taldar á því að Venesúela fái sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til næstu 2 ára eftir að Gvatemala hafði betur í sjöundu leynilegu atkvæðagreiðslunni um sæti í ráðinu í dag. Ríkin tvö berjast um sæti sem ríki Rómönsku-Ameríku á rétt á. Annað ríkið þarf að fá 2/3 atkvæða á Allsherjarþingi samtakanna til að hreppa hnossið. Í sjöttu umferð voru ríkin jöfn en áður hafði Gvatemala vinninginn. Í sjöundu umferð fengu Kúba og Mexíkó eitt atkvæði hvort ríki og fimm þjóðir sátu hjá. Enn þarf því að greiða atkvæði milli ríkjanna og svo gæti farið að samkomulag næðist um að annað ríki fengi sæti í ráðinu sem sátt næðist um. Oft hefur þurft að greiða atkvæði ítrekað um hvernig skipa eigi í ráðið. Ekki hefur þó enn tekist að slá metið frá árinu 1979 þegar valið stóð á milli Kólumbíu og Kúbu. Greidd voru atkvæði 155 sinnum. Að lokuð náðist sátt um að Mexíkó tæki sæti í ráðinu. Francisco Javier Arias, sendifulltrúi Venesúela hjá SÞ, segir bandarísk stjórnvöld hafa reynt að gera þetta að keppni milli Venesúela og ráðamanna í Washington sem vilji gera allt til að koma í veg fyrir að Venesúela fái sæti í ráðinu. Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld, og þá Bush Bandaríkjaforseta sérstaklega, afar harðlega fyrir framgöngu sína í ýmsum málum. Arias sagði ráðamenn í Venesúela hafa sent skýr skilaboð um að þeir vildu ekki gefa eftir sætið fyrr en í fulla hnefana. Fimmtán ríki eiga sæti í Öryggisráðinu. Þau ríki sem eiga fast sæti og fara með neitunarvald eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland. Kosið er um hvaða önnur ríki skipa hin 10 sæti og það er 2 ár í senn. Kosið var um fjögur sæti til viðbótar í dag. Það eru Belgía, Indónesía, Ítalía og Suður-Afríka sem taka við að Danmörku, Grikklandi, Japan og Tansaníu frá 1. janúar á næsta ári. Svo er að sjá hvort Gvatemala, Venesúela eða annað ríki taki við af Argentínu á sama tíma. Þau 5 ríki sem sitja út næsta ár eru Gana, Katar, Perú, Slóvakía og Vestur-Kongó. Ísland hefur lýst yfir framboði til Öryggisráðsins fyrir tímabilið 2009 til 2010.
Erlent Fréttir Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Sjá meira