Renault á ekki von á bellibrögðum Ferrari 16. október 2006 23:00 Forráðamenn Renault hafa ekki áhyggjur af bellibrögðum frá Ferrari um næstu helgi NordicPhotos/GettyImages Flavio Briatore, liðsstjóri Renault í Formúlu 1, segist ekki eiga von á því að lið Ferrari beiti bellibrögðum í síðustu keppni ársins í Brasilíu um næstu helgi, en þar þarf heimsmeistarinn Fernando Alonso aðeins eitt stig til að verja titilinn. Michael Schumacher hefur oftar en einu sinni "lent í árekstrum" við svipaðar aðstæður og hefur verið sakaður um óþverrabrögð og að tjalda öllu til að sigra. Frægustu atvikin í þessum dúr voru árekstrar hans við Damon Hill árið 1994 og Jacques Villeneuve þremur árum síðar. Liðsstjóri Renault dregur þó úr hrakspám sem þessum. "Michael er mikill atvinnumaður og hefur hvort sem er ekkert að vinna með svona löguðu, því þá tapar hann sjálfur titlinum," sagði Briatore. "Ég þekki Michael mjög vel og á ekki von á neinum bellibrögðum frá honum, það væri frekar að fjölmiðlar gerðu eitthvað mál úr þessu." Alonso vill alls ekki að menn dæmi honum sigur annað árið í röð fyrr en hann tryggir sér endanlega sigur. "Í mínum huga er þetta galopið enn, því allt getur gerst í kappakstri - allt fram á lokahringinn og við tökum engar áhættur," sagði spænski heimsmeistarinn. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Flavio Briatore, liðsstjóri Renault í Formúlu 1, segist ekki eiga von á því að lið Ferrari beiti bellibrögðum í síðustu keppni ársins í Brasilíu um næstu helgi, en þar þarf heimsmeistarinn Fernando Alonso aðeins eitt stig til að verja titilinn. Michael Schumacher hefur oftar en einu sinni "lent í árekstrum" við svipaðar aðstæður og hefur verið sakaður um óþverrabrögð og að tjalda öllu til að sigra. Frægustu atvikin í þessum dúr voru árekstrar hans við Damon Hill árið 1994 og Jacques Villeneuve þremur árum síðar. Liðsstjóri Renault dregur þó úr hrakspám sem þessum. "Michael er mikill atvinnumaður og hefur hvort sem er ekkert að vinna með svona löguðu, því þá tapar hann sjálfur titlinum," sagði Briatore. "Ég þekki Michael mjög vel og á ekki von á neinum bellibrögðum frá honum, það væri frekar að fjölmiðlar gerðu eitthvað mál úr þessu." Alonso vill alls ekki að menn dæmi honum sigur annað árið í röð fyrr en hann tryggir sér endanlega sigur. "Í mínum huga er þetta galopið enn, því allt getur gerst í kappakstri - allt fram á lokahringinn og við tökum engar áhættur," sagði spænski heimsmeistarinn.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira