Viðskipti erlent

Olíuverð hækkaði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um allt að hálfan bandaríkjadal á helstu fjármálamörkuðum í dag. Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, greindu frá því um helgina að þau muni funda í arabaríkinu Katar á fimmtudag til að ákveða hvort dregið verði úr olíuframleiðslu til að minnka olíubirgðir og sporna gegn verðlækkunum á olíu.

Búist er við að samtökin muni ákveða að minnka framleiðsluna um allt að eina milljón olíutunna á dag.

Verð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, hækkaði um 50 sent í rafrænum viðskiptum á markaði í Bandaríkjunum og fór í 59,07 dali á tunnu. Verð á Norðursjávarolíu hækkaði sömuleiðis um 35 sent í Lundúnum í Bretlandi og fór í 59.87 dali á tunnu.67 dali og






Fleiri fréttir

Sjá meira


×