Erlent

Tækjastuldur í herstöðinni

Óprúttnir aðilar hafa farið ránshendi um gömlu herstöðina á Keflavíkurflugvelli. Þar hefur sérhæfðum flugvallarbúnaði verið stolið. Meðal þess sem stolið var er svokallaður töggur eða dráttarbifreið fyrir flugvélar.

Farartækið nær um 20 km. hámarkshraða, þannig að tæpast hefur heyrst mikill dekkjahvinur þegar því var ekið á brott.

Flugmálastjórnir á Keflavíkurflugvelli hafði eignast tækið eftir brotthvarf Varnarliðsins, en þegar sækja átti tækið var það horfið. Dráttarbifreiðin er ekki eina tækið, því einnig hefur rafmagnslyftara verið stolið ásamt hleðslubúnaði. Þá er vitað til þess að miklu magni verkfæra var stolið.

Víkurfréttir segja að lögreglan á Keflavíkurflugvelli fari með rannsókn málsins, og vilji gjarnan heyra frá þeim sem hugsanlega hafi séð þessi tól og tæki.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×