Viðskipti innlent

Mikil veltuaukning í dagvöruverslun

Velta í dagvöruverslun jókst um 8,8 prósent á föstu verðlagi í ágúst miðað við sama tíma í fyrra, samkvæmt útreikningum Rannsóknaseturs verslunarinnar við Bifröst fyrir Samtök verslunar og þjónustu. Sé miðað við hlaupandi verðlag nemur aukningin 22,1 prósenti á milli ára. Áfengi jókst verulega á milli ára eða um 28,3 prósent á hlaupandi verðlagi.

Rannsóknasetrið segir skýringuna á þessari miklu hækkun vísitölunnar ekki bera merki um aukna þenslu heldur þá að verslunarmannahelgin í ár var tiltölulega seint á ferðinni. Hafi fólk keypti inn vegna hennar í ágúst en í fyrra lenti mestur hlutur verslunarinnar vegna helgarinnar hins vegar í júlí. Þá á veðurfar hlut að máli en aukin hlýindi í ágústmánuði eru talin hafa haft þau áhrif að sala jókst á milli mánaða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×