EADS, móðurfélag flugvélaframleiðandans Airbus hefur greint frá því að enn muni dragast að afhenda nýjar A380 farþegaflugvélar frá félaginu. Ýjað var að þessu í gær en félagið vildi þá ekkert láta hafa eftir sér. Sextán flugfélög hafa pantað vélar frá Airbus og er búist við að þau fari fram á skaðabætur vegna þessa.
Ekki hefur verið gefið upp hversu löng töfin verður að þessu sinni.
Stjórn EADS hefur ekki gefið upp um ástæðu þess að tafir verða á afhendingu vélanna en mun greina nánar frá málinu eftir mánuð. Tafir urðu á framleiðsluvélanna í júní síðastliðnum vegna bilana í rafmagnskerfi vélanna og dróst framleiðsluferlið um hálft ár. Fyrirhugað var að afhenda flugfélaginu Singapore Airlines fyrstu flugvélarnar í desemberlok.
A380 farþegaflugvélin er sú stærsta í heimi en farþegarými er á tveimur hæðum og getur hún rúmað rúmlega 800 farþega. Hönnun vélarinnar er sömuleiðis geysistór en hann nemur 12 milljörðum evra eða tæpum 1.100 milljörðum íslenskra króna.