Verð á hráolíu hækkaði lítillega í framvirkum samningum á nokkrum helstu mörkuðum í dag eftir snarpar lækkanir í síðustu viku.
Hráolía, sem afhent verður í október, hækkaði um 6 sent í rafrænum viðskiptum í Síngapúr og fór í 69,24 dali á tunnu. Verðið fór niður um 1,07 dali á föstudag og hafði ekki verið lægra síðan í lok júní.
Þá hækkaði verð á Norðursjávarolíu sömuleiðis um 6 sent á markaði í Lundúnum í Bretlandi og fór í 69,21 dal á tunnu.