Schumacher þénar sem aldrei fyrr 16. ágúst 2006 16:54 Michael Schumacher rakar inn peningum þó sigrunum fækki á kappakstursbrautinni NordicPhotos/GettyImages Þó þýski ökuþórinn Michael Schumacher hafi oft verið í betri málum á kappakstursbrautinni virðist hann enn halda góðum dampi hvað varðar tekjur. Schumacher tekur gott stökk á lista tekjuhæsta fólks úr röðum skemmtikrafta og íþróttamanna á nýútkomnum lista Forbes. Forbes setur Schumacher inn á topp 20 yfir tekjuhæsta "fræga fólkið" í heiminum í ár. Kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg er langhæstur á þessum lista með yfir 330 milljónir dollara í tekjur á árinu. Schumacher er sagður hafa rakað inn um 60 milljónir dollara sem kemur honum í 15. sæti listans. Á listanum yfir "áhrifamesta fólkið" er Schumacher aðeins í 30. sæti, en nær þó 6. sæti þess lista ef aðeins er litið til íþróttamanna - á eftir fólki eins og Muhammed Ali, Tiger Woods og Michael Jordan. Athygli vekur að Michael Schumacher er tekjuhæsti íþróttamaður heims sem ekki hefur íþróttavöruframleiðandann Nike sem styrktaraðila. Ekki er langt síðan bandaríska blaðið Sports Illustrated birti svipaðan lista, en þar voru tekjur Schumacher sagðar mun hærri, eða um 80 milljónir dollara. Þar toppaði þýski ökuþórinn fólk á borð við Ronaldinho, Mariu Sharapovu og David Beckham - á meðan Tiger Woods var langefstur bandarískra íþróttamanna með rétt tæpar 100 milljónir dollara í tekjur. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þó þýski ökuþórinn Michael Schumacher hafi oft verið í betri málum á kappakstursbrautinni virðist hann enn halda góðum dampi hvað varðar tekjur. Schumacher tekur gott stökk á lista tekjuhæsta fólks úr röðum skemmtikrafta og íþróttamanna á nýútkomnum lista Forbes. Forbes setur Schumacher inn á topp 20 yfir tekjuhæsta "fræga fólkið" í heiminum í ár. Kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg er langhæstur á þessum lista með yfir 330 milljónir dollara í tekjur á árinu. Schumacher er sagður hafa rakað inn um 60 milljónir dollara sem kemur honum í 15. sæti listans. Á listanum yfir "áhrifamesta fólkið" er Schumacher aðeins í 30. sæti, en nær þó 6. sæti þess lista ef aðeins er litið til íþróttamanna - á eftir fólki eins og Muhammed Ali, Tiger Woods og Michael Jordan. Athygli vekur að Michael Schumacher er tekjuhæsti íþróttamaður heims sem ekki hefur íþróttavöruframleiðandann Nike sem styrktaraðila. Ekki er langt síðan bandaríska blaðið Sports Illustrated birti svipaðan lista, en þar voru tekjur Schumacher sagðar mun hærri, eða um 80 milljónir dollara. Þar toppaði þýski ökuþórinn fólk á borð við Ronaldinho, Mariu Sharapovu og David Beckham - á meðan Tiger Woods var langefstur bandarískra íþróttamanna með rétt tæpar 100 milljónir dollara í tekjur.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira