Spá harðari lendingu 16. ágúst 2006 12:02 Alþýðusamband Íslands (ASÍ) segir ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti í 13,5 prósent leiða til harðrar lendingar í íslensku efnahagslífi á næsta ári með minni hagvexti, lægri kaupmætti og auknu atvinnuleysi. Þá sé hætta á að stýrivaxtahækkunin nú leiði til þess að gengi krónunnar hækki frekar sem stuðli að því að viðskiptahallinn og ytra ójafnvægi hagkerfisins leiðréttist hægar en ella. Á vef ASÍ segir ennfremur að hlutverk Seðlabankans við núverandi aðstæður sé vandasamt. Annars vegar þurfi bankinn að berjast gegn verðbólgu og hins vegar að hafa í huga væntanlega niðursveiflu efnahagslífsins. „Vandi bankans er ekki síst sá að áhrifin af vaxtaákvörðuninni skilar sér út í hagkerfið á næstu 18 til 24 mánuðum. Grípi bankinn til of harðra aðgerða nú mun það leiða til harkalegrar lendingar í íslensku efnahagslífi strax á næsta ári,“ að sögn ASÍ. „Þrátt fyrir mikla verðbólgu nú eru ýmis teikn á lofti um að hún muni lækka hratt á næstu mánuðum. Gripið hefur verið til aðgerða til að ná niður verðbólgu. Samkomulag á vinnumarkaði frá því í júní eyðir óvissu og dregur úr verðbólguvæntingum og frestun framkvæmda ríkis og sveitarfélaga dregur úr þenslu. Að auki eru margar vísbendingar um að það hægi á í efnahagslífinu. Mikið hefur dregið úr fjölda þinglýstra kaupsamninga og íbúðaverð lækkaði í síðustu mælingu Hagstofunnar. Það hægir á kortaveltu, útlán lánastofnanna dragast saman og nýskráningum bíla hefur fækkað. Stóriðjuframkvæmdir hafa þegar náð hámarki, gengisfall krónunnar hefur stöðvast og krónan styrkst á ný að undanförnu,“ segir ASÍ. Þá er bætt við að líkur séu á því að verðbólgan hafi náð hámarki. Þriggja mánaða verðbólgan hafi lækkað hratt að undanförnu og víst að næsta mæling Hagstofunnar sýni lækkandi verðbólgu. Seðlabankinn virðist lítið tillit taka til þessara atriða, samkvæmt ASÍ. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Alþýðusamband Íslands (ASÍ) segir ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti í 13,5 prósent leiða til harðrar lendingar í íslensku efnahagslífi á næsta ári með minni hagvexti, lægri kaupmætti og auknu atvinnuleysi. Þá sé hætta á að stýrivaxtahækkunin nú leiði til þess að gengi krónunnar hækki frekar sem stuðli að því að viðskiptahallinn og ytra ójafnvægi hagkerfisins leiðréttist hægar en ella. Á vef ASÍ segir ennfremur að hlutverk Seðlabankans við núverandi aðstæður sé vandasamt. Annars vegar þurfi bankinn að berjast gegn verðbólgu og hins vegar að hafa í huga væntanlega niðursveiflu efnahagslífsins. „Vandi bankans er ekki síst sá að áhrifin af vaxtaákvörðuninni skilar sér út í hagkerfið á næstu 18 til 24 mánuðum. Grípi bankinn til of harðra aðgerða nú mun það leiða til harkalegrar lendingar í íslensku efnahagslífi strax á næsta ári,“ að sögn ASÍ. „Þrátt fyrir mikla verðbólgu nú eru ýmis teikn á lofti um að hún muni lækka hratt á næstu mánuðum. Gripið hefur verið til aðgerða til að ná niður verðbólgu. Samkomulag á vinnumarkaði frá því í júní eyðir óvissu og dregur úr verðbólguvæntingum og frestun framkvæmda ríkis og sveitarfélaga dregur úr þenslu. Að auki eru margar vísbendingar um að það hægi á í efnahagslífinu. Mikið hefur dregið úr fjölda þinglýstra kaupsamninga og íbúðaverð lækkaði í síðustu mælingu Hagstofunnar. Það hægir á kortaveltu, útlán lánastofnanna dragast saman og nýskráningum bíla hefur fækkað. Stóriðjuframkvæmdir hafa þegar náð hámarki, gengisfall krónunnar hefur stöðvast og krónan styrkst á ný að undanförnu,“ segir ASÍ. Þá er bætt við að líkur séu á því að verðbólgan hafi náð hámarki. Þriggja mánaða verðbólgan hafi lækkað hratt að undanförnu og víst að næsta mæling Hagstofunnar sýni lækkandi verðbólgu. Seðlabankinn virðist lítið tillit taka til þessara atriða, samkvæmt ASÍ.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira