Viðskipti innlent

Aukin verðbólga innan OECD

Reykjavík.
Reykjavík. Mynd/Hari

Verðbólga í aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, mældist 3,1 prósent í maí. Þetta er 0,4 prósentustiga hækkun frá apríl þegar verðbólgan mældist 2,7 prósent.

Verðbólga hér á landi mældist 7,5 prósent í maí, samkvæmt OECD. Þetta er næstmesta verðbólgan innan aðildarríkja OECD en hún mældist mest í Tyrklandi í maí eða 11,3 prósent. Þá var 2,5 prósenta verðbólga á evrusvæðinu.

Verð á eldsneyti og raforku hækkaði um 16,5 prósent innan OECD á síðstliðnum tólf mánuðum. Hér á landi nemur hækkunin 10,2 prósent á sama tíma. Verð á matvöru hækkaði um 1,2 prósent innan aðildarríkja OECD en um 10,3 prósent hér á landi.

Verð á eldsneyti hækkaði í öllum aðildarríkjum OECD en matvöruverð lækkaði einungis í Tékklandi, Sviss og í Kóreu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×