Viðskipti innlent

Glitnir kaupir sænskt verðbréfafyrirtæki

Glitnir banki.
Glitnir banki.
Glitnir banki hefur lokið kaupum á öllu hlutafé í sænska verðbréfafyrirtækin Fisher Partners Fondkommission. Í tilkynningu Glitnis til Kauphallar Íslands segir að bæði fjármálaeftirlitið hér á landi og í Svíþjóð hafi formlega samþykkt kaupin.

Ennfremur segir að kaupin á Fischer Partners muni styrkja starfsemi Glitnis á norrænum verðbréfamarkaði en Fischer Partners var með 4,4 prósenta markaðshlutdeild á norræna verðbréfamarkaðnum utan Íslands á fyrsta ársfjórðungi 2006 sem gerir fyrirtækið að sjötta stærsta verðbréfafyrirtæki Norðurlanda.

Þá mun Karl Otto Eidem taka að sér að gegna starfi framkvæmdastjóra Fischer Partners en hann starfaði áður sem forstöðumaður greiningardeildar Glitnis í Noregi.

Bjarni Ármannsson, forstjóra Glitnis, segir Glitni og Fischer Partners mynda sterka heild á norrænum verðbréfamarkaði og gefa Glitni tækifæri á frekari vexti á norræna markaðnum. „Við stefnum að því að efla fyrirtækið enn frekar sem leiðandi verðbréfafyrirtæki á Norðurlöndunum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×