Erlent

Réttað yfir Naomi Campbell

Naomi kemur til réttarhaldanna á Manhattan í New York.
Naomi kemur til réttarhaldanna á Manhattan í New York. MYND/AP

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell mætti fyrir rétt á Manhattan í New York í dag, vegna kæru eins aðstoðarmanna hennar á hendur henni. Fjöldi fjölmiðla beið fyrir utan en réttarhöldin fóru fram fyrir luktum dyrum.

Naomi er sökuð um að hafa í bræðiskasti hent farsíma sínum í andlitið á húshjálp sinni þegar gallabuxur sem hún vildi fá fundust ekki. Naomi neitar öllum sakargiftum, þrátt fyrir að húshjálpin hennar hafi þurft aðhlynningu á sjúkrahúsi vegna áverkanna. Ef Naomi verður dæmd sek, gæti hún átt yfir höfði sér allt að sjö ár í fangelsi og brottvísun frá Bandaríkjunum, en hún er breskur ríkisborgari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×