Bakkavör Group kaupir hlut í kínversku salatfyrirtæki 24. mars 2006 10:48 Mynd/Haraldur Jónasson Bakkavör Group hefur keypt 40 prósent hlutafjár í kínverska salatfyrirtækinu Creative Foods í samstarfi við Glitni. Í tengslum við kaupin hafa Bakkavör Asia, dótturfélag Bakkavör Group, og Glitnir stofnað nýtt félag, Bakkavör China. Bakkavör Group á 60 prósent hlutafjár í félaginu og Glitnir prósent. Í tilkynningu til kauphallarinnar segir að hið nýja félag muni einbeita sér að fjárfestingum í Kína og er fjárfestingin í Creative Foods fyrsta verkefni þess. Glitnir veitti ráðgjöf og fjármagnaði kaupin og önnuðust Deloitte og Eversheds fjárhagslega og lagalega áreiðanleikakönnun. Kaupverðið er trúnaðarmál. Bakkavör China á kauprétt að eftirstandandi hlutafé í Creative Foods á föstu verði. Kaupin munu ekki hafa veruleg áhrif á afkomu og efnahag Bakkavarar. Fyrirhugaðar breytingar á skipulagi eignarhalds Creative Foods í tengslum við kaupin eru háðar samþykki kínverskra yfirvalda. Creative Foods ræktar og framleiðir ýmiss konar salöt, eða um 250 vörutegundir í fjórum verksmiðjum og er með um 600 starfsmenn. Gert er ráð fyrir að velta yfirstandandi árs hjá Creative Foods nemi um 923 milljónum króna (13 milljónum dollara). Á meðal helstu viðskiptavina fyrirtækisins er Yum! Brands, sem er ein stærsta veitingahúsakeðja í heimi og rekur meðal annars Kentucky Fried Chicken og Pizza Hut. Aðrir viðskiptavinir eru meðal annars Wal*Mart, Carrefour, Starbucks og Burger King, segir í tilkynningunni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Bakkavör Group hefur keypt 40 prósent hlutafjár í kínverska salatfyrirtækinu Creative Foods í samstarfi við Glitni. Í tengslum við kaupin hafa Bakkavör Asia, dótturfélag Bakkavör Group, og Glitnir stofnað nýtt félag, Bakkavör China. Bakkavör Group á 60 prósent hlutafjár í félaginu og Glitnir prósent. Í tilkynningu til kauphallarinnar segir að hið nýja félag muni einbeita sér að fjárfestingum í Kína og er fjárfestingin í Creative Foods fyrsta verkefni þess. Glitnir veitti ráðgjöf og fjármagnaði kaupin og önnuðust Deloitte og Eversheds fjárhagslega og lagalega áreiðanleikakönnun. Kaupverðið er trúnaðarmál. Bakkavör China á kauprétt að eftirstandandi hlutafé í Creative Foods á föstu verði. Kaupin munu ekki hafa veruleg áhrif á afkomu og efnahag Bakkavarar. Fyrirhugaðar breytingar á skipulagi eignarhalds Creative Foods í tengslum við kaupin eru háðar samþykki kínverskra yfirvalda. Creative Foods ræktar og framleiðir ýmiss konar salöt, eða um 250 vörutegundir í fjórum verksmiðjum og er með um 600 starfsmenn. Gert er ráð fyrir að velta yfirstandandi árs hjá Creative Foods nemi um 923 milljónum króna (13 milljónum dollara). Á meðal helstu viðskiptavina fyrirtækisins er Yum! Brands, sem er ein stærsta veitingahúsakeðja í heimi og rekur meðal annars Kentucky Fried Chicken og Pizza Hut. Aðrir viðskiptavinir eru meðal annars Wal*Mart, Carrefour, Starbucks og Burger King, segir í tilkynningunni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira