Actavis býður í PLIVA 17. mars 2006 11:46 Róbert Wessman, forstjóri Actavis. Actavis Group hefur sent stjórnendum króatíska semheitalyfjafyrirtækisins PLIVA, óformlegt tilboð um kaup á öllu hlutafé félagsins, sem skráð er í kauphöllinni í Króatíu og London. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að tilboðið, sem er með fyrirvara um áreiðanleikakönnun, hafi verið sent PLIVA 13.mars sl. Tilboðið kveður á um að greitt verði HRK 570 fyrir hvern hlut í félaginu, sem er um 35 prósenta yfirverð miðað við meðalgengi hlutabréfa félagsins síðustu þrjá mánuði. Markaðsvirði félagsins, að teknu tilliti til yfirverðs, er sagt vera um 1,6 milljarðar dollara (eða um 110 milljarðar króna). PLIVA var stofnað árið 1921 og sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu samheitalyfja, eftir að hafa selt frá sér frumlyfjastarfsemi sína á síðasta ári. Hjá félaginu starfa rúmlega 6000 manns. Velta félagsins í fyrra nam 1,2 milljörðum dollara. Félagið er sagt hafa góða markaðsstöðu í Króatiu, Póllandi og Rússlandi, auk þess að selja lyf til Þýskalands, Ítalíu, Spánar og Bandaríkjanna. „Við teljum PLIVA vera mjög áhugavert félag og samruni þess við Actavis myndi styrkja stöðu samstæðunnar á lykilmörkuðum í Evrópu og í Bandaríkjunum," segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis. „Sameiginlegt félag væri það þriðja stærsta í heimi, með öflugt sölunet, vöruframboð og þróunarstarf. PLIVA mun þjóna mikilvægu hlutverki í framtíðarvexti samstæðunnar og vonumst við til að hefja formlegar viðræður við stjórn PLIVA um næstu skref." Hann áréttar um leið að viðræður séu ekki formlega hafnar og alls óvíst hvort að af kaupunum verði eða hvort formlegt yfirtökutilboð verði gert til hluthafa félagsins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Actavis Group hefur sent stjórnendum króatíska semheitalyfjafyrirtækisins PLIVA, óformlegt tilboð um kaup á öllu hlutafé félagsins, sem skráð er í kauphöllinni í Króatíu og London. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að tilboðið, sem er með fyrirvara um áreiðanleikakönnun, hafi verið sent PLIVA 13.mars sl. Tilboðið kveður á um að greitt verði HRK 570 fyrir hvern hlut í félaginu, sem er um 35 prósenta yfirverð miðað við meðalgengi hlutabréfa félagsins síðustu þrjá mánuði. Markaðsvirði félagsins, að teknu tilliti til yfirverðs, er sagt vera um 1,6 milljarðar dollara (eða um 110 milljarðar króna). PLIVA var stofnað árið 1921 og sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu samheitalyfja, eftir að hafa selt frá sér frumlyfjastarfsemi sína á síðasta ári. Hjá félaginu starfa rúmlega 6000 manns. Velta félagsins í fyrra nam 1,2 milljörðum dollara. Félagið er sagt hafa góða markaðsstöðu í Króatiu, Póllandi og Rússlandi, auk þess að selja lyf til Þýskalands, Ítalíu, Spánar og Bandaríkjanna. „Við teljum PLIVA vera mjög áhugavert félag og samruni þess við Actavis myndi styrkja stöðu samstæðunnar á lykilmörkuðum í Evrópu og í Bandaríkjunum," segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis. „Sameiginlegt félag væri það þriðja stærsta í heimi, með öflugt sölunet, vöruframboð og þróunarstarf. PLIVA mun þjóna mikilvægu hlutverki í framtíðarvexti samstæðunnar og vonumst við til að hefja formlegar viðræður við stjórn PLIVA um næstu skref." Hann áréttar um leið að viðræður séu ekki formlega hafnar og alls óvíst hvort að af kaupunum verði eða hvort formlegt yfirtökutilboð verði gert til hluthafa félagsins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira