Kosningaslaki rýrir lánshæfismat íslenska ríkisins 23. desember 2006 00:01 Mikill viðsnúningur varð til hins verra á gjaldeyris- og hlutabréfamarkaði í gær eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor"s greindi frá því að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt úr AA- í A+ og fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt í A-1 úr A-1+. S&P lækkaði einnig lánshæfiseinkunnir Íbúðalánasjóðs og Landsvirkjunar. Krónan féll um 2,9 prósent eftir að hafa styrkst um eitt prósent áður en fréttirnar bárust. Fór gengisvísitalan yfir 130 í fyrsta skipti í langan tíma. Hlutabréf lækkuðu einnig í verði; mest bréf í bönkum og fjármálafyrirtækjum. Jafnframt lækkaði S&P lánshæfiseinkunn fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum en einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar var staðfest. Lækkunin skýrist af minnkandi aðhaldi í ríkisfjármálum í aðdraganda þingkosninga sem mun valda þenslu og beinir S&P spjótum sínum að nýlegum lækkunum á matvælaskatti. „Þensluhvetjandi ríkisfjármál og spenna á vinnumarkaði skapa hættu á að verðbólguþrýstingur magnist enn. Þetta gæti leitt til frekari vaxtahækkana, en fyrir vikið yrði aðlögunarkerfið sársaukafyllra," segir í skýrslu S&P. „Óheppilegt og óvænt, sérstaklega í ljósi þess að matsfyrirtækið Moody's gefur okkur hæstu einkunn," segir Geir Haarde forsætisráðherra. „Ég tel að þeir [S&P] séu ekki á réttu róli með þetta mat sitt." Um þau varnaðarorð sem komu fram í síðustu skýrslu S&P í sumar segir Geir: „Það var auðvitað brugðist við þeim. Við gripum hér til sérstakra aðgerða í sumar. Við hægðum á öllum framkvæmdum þar til ljóst var að óhætt var að hleypa þeim af stað á nýjan leik." Geir segir að ekki verið hvikað frá núverandi stefnu. „Krónan er ekki að hrynja." Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir að þessi breyting komi honum örlítið á óvart, enda hafi ríkið ekki verið talið vera í neinni lánsfjárþörf og verið að greiða niður skuldir. Seðlabankinn spáir því ekki að vextir muni hækka frekar, þótt ekkert sé hægt að útiloka í þeim efnum. „Við teljum að það þurfi þá mikil og vaxandi ótíðindi til að vextir hækki frekar." Glitnir er eini bankinn sem er með lánshæfismat frá S & P og var það staðfest. Innlent Viðskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Mikill viðsnúningur varð til hins verra á gjaldeyris- og hlutabréfamarkaði í gær eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor"s greindi frá því að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt úr AA- í A+ og fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt í A-1 úr A-1+. S&P lækkaði einnig lánshæfiseinkunnir Íbúðalánasjóðs og Landsvirkjunar. Krónan féll um 2,9 prósent eftir að hafa styrkst um eitt prósent áður en fréttirnar bárust. Fór gengisvísitalan yfir 130 í fyrsta skipti í langan tíma. Hlutabréf lækkuðu einnig í verði; mest bréf í bönkum og fjármálafyrirtækjum. Jafnframt lækkaði S&P lánshæfiseinkunn fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum en einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar var staðfest. Lækkunin skýrist af minnkandi aðhaldi í ríkisfjármálum í aðdraganda þingkosninga sem mun valda þenslu og beinir S&P spjótum sínum að nýlegum lækkunum á matvælaskatti. „Þensluhvetjandi ríkisfjármál og spenna á vinnumarkaði skapa hættu á að verðbólguþrýstingur magnist enn. Þetta gæti leitt til frekari vaxtahækkana, en fyrir vikið yrði aðlögunarkerfið sársaukafyllra," segir í skýrslu S&P. „Óheppilegt og óvænt, sérstaklega í ljósi þess að matsfyrirtækið Moody's gefur okkur hæstu einkunn," segir Geir Haarde forsætisráðherra. „Ég tel að þeir [S&P] séu ekki á réttu róli með þetta mat sitt." Um þau varnaðarorð sem komu fram í síðustu skýrslu S&P í sumar segir Geir: „Það var auðvitað brugðist við þeim. Við gripum hér til sérstakra aðgerða í sumar. Við hægðum á öllum framkvæmdum þar til ljóst var að óhætt var að hleypa þeim af stað á nýjan leik." Geir segir að ekki verið hvikað frá núverandi stefnu. „Krónan er ekki að hrynja." Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir að þessi breyting komi honum örlítið á óvart, enda hafi ríkið ekki verið talið vera í neinni lánsfjárþörf og verið að greiða niður skuldir. Seðlabankinn spáir því ekki að vextir muni hækka frekar, þótt ekkert sé hægt að útiloka í þeim efnum. „Við teljum að það þurfi þá mikil og vaxandi ótíðindi til að vextir hækki frekar." Glitnir er eini bankinn sem er með lánshæfismat frá S & P og var það staðfest.
Innlent Viðskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira