Kosningaslaki rýrir lánshæfismat íslenska ríkisins 23. desember 2006 00:01 Mikill viðsnúningur varð til hins verra á gjaldeyris- og hlutabréfamarkaði í gær eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor"s greindi frá því að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt úr AA- í A+ og fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt í A-1 úr A-1+. S&P lækkaði einnig lánshæfiseinkunnir Íbúðalánasjóðs og Landsvirkjunar. Krónan féll um 2,9 prósent eftir að hafa styrkst um eitt prósent áður en fréttirnar bárust. Fór gengisvísitalan yfir 130 í fyrsta skipti í langan tíma. Hlutabréf lækkuðu einnig í verði; mest bréf í bönkum og fjármálafyrirtækjum. Jafnframt lækkaði S&P lánshæfiseinkunn fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum en einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar var staðfest. Lækkunin skýrist af minnkandi aðhaldi í ríkisfjármálum í aðdraganda þingkosninga sem mun valda þenslu og beinir S&P spjótum sínum að nýlegum lækkunum á matvælaskatti. „Þensluhvetjandi ríkisfjármál og spenna á vinnumarkaði skapa hættu á að verðbólguþrýstingur magnist enn. Þetta gæti leitt til frekari vaxtahækkana, en fyrir vikið yrði aðlögunarkerfið sársaukafyllra," segir í skýrslu S&P. „Óheppilegt og óvænt, sérstaklega í ljósi þess að matsfyrirtækið Moody's gefur okkur hæstu einkunn," segir Geir Haarde forsætisráðherra. „Ég tel að þeir [S&P] séu ekki á réttu róli með þetta mat sitt." Um þau varnaðarorð sem komu fram í síðustu skýrslu S&P í sumar segir Geir: „Það var auðvitað brugðist við þeim. Við gripum hér til sérstakra aðgerða í sumar. Við hægðum á öllum framkvæmdum þar til ljóst var að óhætt var að hleypa þeim af stað á nýjan leik." Geir segir að ekki verið hvikað frá núverandi stefnu. „Krónan er ekki að hrynja." Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir að þessi breyting komi honum örlítið á óvart, enda hafi ríkið ekki verið talið vera í neinni lánsfjárþörf og verið að greiða niður skuldir. Seðlabankinn spáir því ekki að vextir muni hækka frekar, þótt ekkert sé hægt að útiloka í þeim efnum. „Við teljum að það þurfi þá mikil og vaxandi ótíðindi til að vextir hækki frekar." Glitnir er eini bankinn sem er með lánshæfismat frá S & P og var það staðfest. Innlent Viðskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Mikill viðsnúningur varð til hins verra á gjaldeyris- og hlutabréfamarkaði í gær eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor"s greindi frá því að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt úr AA- í A+ og fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt í A-1 úr A-1+. S&P lækkaði einnig lánshæfiseinkunnir Íbúðalánasjóðs og Landsvirkjunar. Krónan féll um 2,9 prósent eftir að hafa styrkst um eitt prósent áður en fréttirnar bárust. Fór gengisvísitalan yfir 130 í fyrsta skipti í langan tíma. Hlutabréf lækkuðu einnig í verði; mest bréf í bönkum og fjármálafyrirtækjum. Jafnframt lækkaði S&P lánshæfiseinkunn fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum en einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar var staðfest. Lækkunin skýrist af minnkandi aðhaldi í ríkisfjármálum í aðdraganda þingkosninga sem mun valda þenslu og beinir S&P spjótum sínum að nýlegum lækkunum á matvælaskatti. „Þensluhvetjandi ríkisfjármál og spenna á vinnumarkaði skapa hættu á að verðbólguþrýstingur magnist enn. Þetta gæti leitt til frekari vaxtahækkana, en fyrir vikið yrði aðlögunarkerfið sársaukafyllra," segir í skýrslu S&P. „Óheppilegt og óvænt, sérstaklega í ljósi þess að matsfyrirtækið Moody's gefur okkur hæstu einkunn," segir Geir Haarde forsætisráðherra. „Ég tel að þeir [S&P] séu ekki á réttu róli með þetta mat sitt." Um þau varnaðarorð sem komu fram í síðustu skýrslu S&P í sumar segir Geir: „Það var auðvitað brugðist við þeim. Við gripum hér til sérstakra aðgerða í sumar. Við hægðum á öllum framkvæmdum þar til ljóst var að óhætt var að hleypa þeim af stað á nýjan leik." Geir segir að ekki verið hvikað frá núverandi stefnu. „Krónan er ekki að hrynja." Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir að þessi breyting komi honum örlítið á óvart, enda hafi ríkið ekki verið talið vera í neinni lánsfjárþörf og verið að greiða niður skuldir. Seðlabankinn spáir því ekki að vextir muni hækka frekar, þótt ekkert sé hægt að útiloka í þeim efnum. „Við teljum að það þurfi þá mikil og vaxandi ótíðindi til að vextir hækki frekar." Glitnir er eini bankinn sem er með lánshæfismat frá S & P og var það staðfest.
Innlent Viðskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira