Fjármagna nágrannana 20. desember 2006 00:01 Ég er búinn að kaupa jólagjafirnar fyrir gróðann af 365 og svo bakaði ég smákökur á sunnudaginn. Hef ekki klikkað á því svo árum skiptir, enda tekur maður því alltaf fremur rólega í desember og lætur aurana vinna fyrir sig. Desember og jólin eru tími sem maður á að nota til hugleiðinga. Ekki bara um inntak og tilgang lífsins, heldur til þess að velta fyrir sér hvað næsta ár beri í skauti sér. Næsta ár verður fjörugt hjá þeim stóru. Bankarnir verða á fullri ferð, en á innanlandsmarkaði verður leiðinlegra. Nokkur gjaldþrot og almenn svartsýni gæti farið að birtast í spilunum þegar líða tekur á árið. Ég ætla að vera með fullt af peningum á skammtímavöxtum Seðlabankans framan af ári. 14 prósent stýrivextir og nánast engin verðbólga eru ekki slæm kjör. Maður fær varla betri vexti annars staðar. Til hvers líka að vera að fjármagna uppbyggingu fyrirtækja landsins þegar maður fær betri kjör og minni óvissu með því göfuga hlutverki að fjármagna yfirdráttinn hjá nágrönnunum. Jæja, maður er nú það mikill „player“ í sér að maður lætur nú sennilega ekki allt á peningamarkaðsreikninginn. Maður verður að vera með. Þá er náttúrlega að velja hvaða félög eiga eftir að gera spennandi hluti á árinu. Bankarnir eru fyrsta val. Kaupþing fer örugglega á fullt á næsta ári. FL er með gríðarlega fjárfestingagetu og ekki spurning að það verður mikið að gerast í kringum þá á næstunni. Glitnir tekur örugglega nokkar stóra díla með þann hluthafahóp sem þeir eru komnir með og auk þess sem forvitnilegt verður að fylgjast með uppbyggingu langtímamarkmiða í syllubisnessnum þeirra. Lansinn er farinn að njóta tengsla við verðbréfasjoppurnar sínar og svo gengur honum ótrúlega vel að ná til sín breskum sparifjáreigendum. Svo er það Straumur. Ég held að Straumur verði spennandi þegar líða tekur á árið. Ég held að innan bankans sé verið að vinna spennandi plan sem á eftir að líta dagsins ljós þegar líða tekur á seinnihluta næsta árs. Það er friður í Straumi núna og lendingin var eins góð og hugsast gat eftir átökin í sumar. FL og Bjöggi sáttir við niðurstöðuna og allir í stuði. Bjöggi er klárlega með „game-plan“ fyrir Straum. Hann er alltaf með „game-plan“ og ég held að það verði talsverðra tíðinda að vænta á árinu og breytingar verði á strúktúrnum hjá bankanum og hröð uppbygging á Norðurlöndum. Þetta er mín áramótaspá og þó ég sé ekki skyggn, þá er ég heldur ekki glámskyggn. Hverjir giftast, skilja eða eignast börn er ekki í mínum kaffibolla og ég læt völvu Vikunnar um það. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Ég er búinn að kaupa jólagjafirnar fyrir gróðann af 365 og svo bakaði ég smákökur á sunnudaginn. Hef ekki klikkað á því svo árum skiptir, enda tekur maður því alltaf fremur rólega í desember og lætur aurana vinna fyrir sig. Desember og jólin eru tími sem maður á að nota til hugleiðinga. Ekki bara um inntak og tilgang lífsins, heldur til þess að velta fyrir sér hvað næsta ár beri í skauti sér. Næsta ár verður fjörugt hjá þeim stóru. Bankarnir verða á fullri ferð, en á innanlandsmarkaði verður leiðinlegra. Nokkur gjaldþrot og almenn svartsýni gæti farið að birtast í spilunum þegar líða tekur á árið. Ég ætla að vera með fullt af peningum á skammtímavöxtum Seðlabankans framan af ári. 14 prósent stýrivextir og nánast engin verðbólga eru ekki slæm kjör. Maður fær varla betri vexti annars staðar. Til hvers líka að vera að fjármagna uppbyggingu fyrirtækja landsins þegar maður fær betri kjör og minni óvissu með því göfuga hlutverki að fjármagna yfirdráttinn hjá nágrönnunum. Jæja, maður er nú það mikill „player“ í sér að maður lætur nú sennilega ekki allt á peningamarkaðsreikninginn. Maður verður að vera með. Þá er náttúrlega að velja hvaða félög eiga eftir að gera spennandi hluti á árinu. Bankarnir eru fyrsta val. Kaupþing fer örugglega á fullt á næsta ári. FL er með gríðarlega fjárfestingagetu og ekki spurning að það verður mikið að gerast í kringum þá á næstunni. Glitnir tekur örugglega nokkar stóra díla með þann hluthafahóp sem þeir eru komnir með og auk þess sem forvitnilegt verður að fylgjast með uppbyggingu langtímamarkmiða í syllubisnessnum þeirra. Lansinn er farinn að njóta tengsla við verðbréfasjoppurnar sínar og svo gengur honum ótrúlega vel að ná til sín breskum sparifjáreigendum. Svo er það Straumur. Ég held að Straumur verði spennandi þegar líða tekur á árið. Ég held að innan bankans sé verið að vinna spennandi plan sem á eftir að líta dagsins ljós þegar líða tekur á seinnihluta næsta árs. Það er friður í Straumi núna og lendingin var eins góð og hugsast gat eftir átökin í sumar. FL og Bjöggi sáttir við niðurstöðuna og allir í stuði. Bjöggi er klárlega með „game-plan“ fyrir Straum. Hann er alltaf með „game-plan“ og ég held að það verði talsverðra tíðinda að vænta á árinu og breytingar verði á strúktúrnum hjá bankanum og hröð uppbygging á Norðurlöndum. Þetta er mín áramótaspá og þó ég sé ekki skyggn, þá er ég heldur ekki glámskyggn. Hverjir giftast, skilja eða eignast börn er ekki í mínum kaffibolla og ég læt völvu Vikunnar um það. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira