Kapítalismi og ójöfnuður 15. desember 2006 05:00 Eftir að Karl Marx valt af stalli, hefur Samfylkingin fundið sér nýjan spámann. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nefnir hann með velþóknun í ræðum, og þingmannsefnin Kristrún Heimisdóttir og Björgvin Sigurðsson segjast bæði á heimasíðum sínum hafa orðið fyrir áhrifum af honum. Þetta er bandaríski heimspekingurinn John Rawls, sem lést fyrir fjórum árum. Hann var prófessor í stjórnmálaheimspeki í Harvard-háskóla og höfundur umtalaðs verks, Kenningar um réttlæti. Þetta er vel valið. Rawls eflir frjálslynda og öfundlausa jafnaðarstefnu að rökum. Rawls biður okkur að velta því fyrir okkur, hvers konar skipulag við myndum velja, ef við vissum ekkert um, hvernig okkur myndi sjálfum reiða af. Þetta kallar hann að skríða undir fávísisfeld. Í flókinni rökfærslu kemst Rawls að þeirri niðurstöðu, að við myndum undir fávísisfeldinum ákveða að fara leið minnstu áhættu um, hvað teldist réttlát tekjuskipting. Við myndum reyna að verja okkur gegn versta kostinum, sem væri að lenda í hópi hinna verst settu. Við myndum velja skipulag, þar sem hagur hinna verst settu yrði eins góður og hann gæti framast orðið. Þar væri lágmarkið hámarkað. Tekjumunur manna helgaðist af því einu, að hinir verst settu græddu á honum. Kenning Rawls hefur sætt margvíslegum andmælum. Hann gerir ráð fyrir, að menn eigi ekki að njóta sérstakra hæfileika sinna, því að þeir séu í sameign. En hafa menn ekki tilkall til eigin hæfileika? Hann skilgreinir ekki heldur, hverjir hinir verst settu eru: Eru þeir 1%, 5% eða 10% fátækasta fólksins? Hann leiðir hjá sér, hvers vegna þeir eru verst settir. Eiga menn ekki að bera einhverja ábyrgð á eigin hlutskipti? Einnig má spyrja, hvort frjálst val einstaklinga muni ekki ætíð raska „réttlátri" tekjuskiptingu. Stórsöngvari heldur tónleika. Fimm þúsund manns greiða aðgangseyrinn, fimm þúsund krónur. Eftir þetta eru fimm þúsund manns hver fimm þúsund krónum fátækari og einn maður tveimur og hálfri milljón krónum ríkari. Tekjuskiptingin er orðin ójafnari. En erfitt er að koma auga á ranglætið. Hvað sem slíkum andmælum líður, bendir Rawls á verðugt umhugsunarefni. Hvar vegnar lítilmagnanum best? Rawls setur tekjujöfnun skorður: Hún á aðeins að miða að því, að kjör hinna verst settu batni. Hún er ekki markmið í sjálfri sér. Ef velja þarf á milli tekjujöfnunar og bætts hags lítilmagnans, þá víkur tekjujöfnunin. Sönnum jafnaðarmönnum hlýtur að þykja þetta eðlilegt. Þeir bera umhyggju fyrir lítilmagnanum, en eru öfundlausir um efnafólk. Þess vegna hljóta þeir að samþykkja þann tekjumun, sem er beinlínis í hag hinum bágstöddustu. Skynsamlegt mat á því, hvar lítilmagnanum vegnar best, hlýtur síðan að miðast við raunhæfa kosti, ekki fjarlæg draumalönd. Jafnframt verður það að miðast við tegundir af löndum, því að ætíð má deila um aðstæður í einstökum löndum. Er Lúxemborg til dæmis stór svefnbær frekar en sjálfbær eining? Geta Norðmenn haldið uppi víðtækri velferðaraðstoð í krafti olíuauðsins? Við skulum þess vegna umorða spurningu Rawls: Við hvers konar skipulag, sem við þekkjum hér á jörðu niðri, er hagur lítilmagnans bestur? Undanfarna tvo áratugi hefur hópur hagfræðinga smíðað svonefnda vísitölu atvinnufrelsis (sem lesa má nánar um á heimasíðunni www.freetheworld.com). Komið hefur í ljós afar sterkt samband á milli atvinnufrelsis og hagsældar, eins og hún mælist í vergri landsframleiðslu á mann. Í þeim fjórðungi landa, þar sem atvinnufrelsi er mest, er framleiðslan á mann áttföld á við það, sem hún er í ófrjálsasta fjórðungnum. Frá sjónarmiði jafnaðarmanna er enn athyglisverðara, að hagur hinna 10% tekjulægstu er bestur í frjálsustu löndunum, við kapítalisma. Í ófrjálsasta fjórðungnum er hlutur þessa hóps af heildartekjum 2,2%, en í frjálsasta fjórðungnum 2,5%. Þetta virðist ef til vill lítill munur. En stærð sneiðar ræðst af stærð kökunnar: Í ófrjálsasta fjórðungnum eru tekjur þessa tekjulægsta hóps að meðaltali 826 Bandaríkjadalir á ári, í næst-ófrjálsasta fjórðungnum 1.186 dalir, í næstfrjálsasta fjórðungnum 2.322 dalir, en í frjálsasta fjórðungnum 6.518 dalir. Kapítalisminn stenst prófstein Rawls með glæsibrag. Þar vegnar lítilmagnanum best, jafnframt því sem ójöfnuður er minni en í ófrjálsustu löndunum. Við tökum Samfylkingarfólk á orðinu. Frá sjónarmiði jafnaðarmanna er enn athyglisverðara, að hagur hinna 10% tekjulægstu er bestur í frjálsustu löndunum, við kapítalisma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun
Eftir að Karl Marx valt af stalli, hefur Samfylkingin fundið sér nýjan spámann. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nefnir hann með velþóknun í ræðum, og þingmannsefnin Kristrún Heimisdóttir og Björgvin Sigurðsson segjast bæði á heimasíðum sínum hafa orðið fyrir áhrifum af honum. Þetta er bandaríski heimspekingurinn John Rawls, sem lést fyrir fjórum árum. Hann var prófessor í stjórnmálaheimspeki í Harvard-háskóla og höfundur umtalaðs verks, Kenningar um réttlæti. Þetta er vel valið. Rawls eflir frjálslynda og öfundlausa jafnaðarstefnu að rökum. Rawls biður okkur að velta því fyrir okkur, hvers konar skipulag við myndum velja, ef við vissum ekkert um, hvernig okkur myndi sjálfum reiða af. Þetta kallar hann að skríða undir fávísisfeld. Í flókinni rökfærslu kemst Rawls að þeirri niðurstöðu, að við myndum undir fávísisfeldinum ákveða að fara leið minnstu áhættu um, hvað teldist réttlát tekjuskipting. Við myndum reyna að verja okkur gegn versta kostinum, sem væri að lenda í hópi hinna verst settu. Við myndum velja skipulag, þar sem hagur hinna verst settu yrði eins góður og hann gæti framast orðið. Þar væri lágmarkið hámarkað. Tekjumunur manna helgaðist af því einu, að hinir verst settu græddu á honum. Kenning Rawls hefur sætt margvíslegum andmælum. Hann gerir ráð fyrir, að menn eigi ekki að njóta sérstakra hæfileika sinna, því að þeir séu í sameign. En hafa menn ekki tilkall til eigin hæfileika? Hann skilgreinir ekki heldur, hverjir hinir verst settu eru: Eru þeir 1%, 5% eða 10% fátækasta fólksins? Hann leiðir hjá sér, hvers vegna þeir eru verst settir. Eiga menn ekki að bera einhverja ábyrgð á eigin hlutskipti? Einnig má spyrja, hvort frjálst val einstaklinga muni ekki ætíð raska „réttlátri" tekjuskiptingu. Stórsöngvari heldur tónleika. Fimm þúsund manns greiða aðgangseyrinn, fimm þúsund krónur. Eftir þetta eru fimm þúsund manns hver fimm þúsund krónum fátækari og einn maður tveimur og hálfri milljón krónum ríkari. Tekjuskiptingin er orðin ójafnari. En erfitt er að koma auga á ranglætið. Hvað sem slíkum andmælum líður, bendir Rawls á verðugt umhugsunarefni. Hvar vegnar lítilmagnanum best? Rawls setur tekjujöfnun skorður: Hún á aðeins að miða að því, að kjör hinna verst settu batni. Hún er ekki markmið í sjálfri sér. Ef velja þarf á milli tekjujöfnunar og bætts hags lítilmagnans, þá víkur tekjujöfnunin. Sönnum jafnaðarmönnum hlýtur að þykja þetta eðlilegt. Þeir bera umhyggju fyrir lítilmagnanum, en eru öfundlausir um efnafólk. Þess vegna hljóta þeir að samþykkja þann tekjumun, sem er beinlínis í hag hinum bágstöddustu. Skynsamlegt mat á því, hvar lítilmagnanum vegnar best, hlýtur síðan að miðast við raunhæfa kosti, ekki fjarlæg draumalönd. Jafnframt verður það að miðast við tegundir af löndum, því að ætíð má deila um aðstæður í einstökum löndum. Er Lúxemborg til dæmis stór svefnbær frekar en sjálfbær eining? Geta Norðmenn haldið uppi víðtækri velferðaraðstoð í krafti olíuauðsins? Við skulum þess vegna umorða spurningu Rawls: Við hvers konar skipulag, sem við þekkjum hér á jörðu niðri, er hagur lítilmagnans bestur? Undanfarna tvo áratugi hefur hópur hagfræðinga smíðað svonefnda vísitölu atvinnufrelsis (sem lesa má nánar um á heimasíðunni www.freetheworld.com). Komið hefur í ljós afar sterkt samband á milli atvinnufrelsis og hagsældar, eins og hún mælist í vergri landsframleiðslu á mann. Í þeim fjórðungi landa, þar sem atvinnufrelsi er mest, er framleiðslan á mann áttföld á við það, sem hún er í ófrjálsasta fjórðungnum. Frá sjónarmiði jafnaðarmanna er enn athyglisverðara, að hagur hinna 10% tekjulægstu er bestur í frjálsustu löndunum, við kapítalisma. Í ófrjálsasta fjórðungnum er hlutur þessa hóps af heildartekjum 2,2%, en í frjálsasta fjórðungnum 2,5%. Þetta virðist ef til vill lítill munur. En stærð sneiðar ræðst af stærð kökunnar: Í ófrjálsasta fjórðungnum eru tekjur þessa tekjulægsta hóps að meðaltali 826 Bandaríkjadalir á ári, í næst-ófrjálsasta fjórðungnum 1.186 dalir, í næstfrjálsasta fjórðungnum 2.322 dalir, en í frjálsasta fjórðungnum 6.518 dalir. Kapítalisminn stenst prófstein Rawls með glæsibrag. Þar vegnar lítilmagnanum best, jafnframt því sem ójöfnuður er minni en í ófrjálsustu löndunum. Við tökum Samfylkingarfólk á orðinu. Frá sjónarmiði jafnaðarmanna er enn athyglisverðara, að hagur hinna 10% tekjulægstu er bestur í frjálsustu löndunum, við kapítalisma.