Vilji kvenna 6. desember 2006 00:01 Forval Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi kom lítið á óvart og hefði helst lifað í minningunni vegna dræmrar þátttöku kjósenda, ef ekki hefði komið til athyglisvert útspil Gests Svavarssonar þegar niðurstöður lágu fyrir. Gestur tók sig sem sagt til og afþakkaði pent en skorinort að vera lyft upp um sæti á framboðslista á kostnað konu, svo hægt verði að uppfylla skilyrði forvalsins um að jafnmargir frambjóðendur af hvoru kyni skipi efstu sæti vinstri grænna fyrir næstu alþingiskosningar. Færði Gestur þau rök fyrir afstöðu sinni að ekki veiti af að styrkja stöðu kvenna, ekki síst í ljósi útkomu þeirra í öðrum prófkjörum og uppstillingum annarra flokka. Erfitt er að leggja út af afstöðu Gests á annan hátt en að hún sé fyllilega eðlileg því lítill vafi leikur á því að reglur VG um fléttulista voru ekki settar til að jafna stöðu kynjanna á framboðslistum flokksins heldur beinlínis til að tryggja að ekki halli þar á konur. Yfirlýsing Gests er engu að síður ansi röggsöm því með henni hafnar hann sæti sem myndi væntanlega duga til að fleyta honum inn á Alþingi í vor. Það er alltaf gaman að sjá þegar menn láta ekki persónulegan metnað í pólitík flækjast fyrir sér þegar kemur að prinsippmálum og mættu margir á þeim vettvangi taka Gest sér til fyrirmyndar í þeim efnum. Hann mun örugglega uppskera síðar. En það er líka önnur hlið á útspili Gests. Það þarf ekki að rýna mikið í skoðanakannanir til að sjá að konur halla sér frekar að flokkum þar sem kynsystur þeirra eru í áberandi hlutverkum. Sömu heimildir gefa líka vísbendingar um að konur kjósi á öðrum forsendum en karlar. Konum er almennt meira umhugað um umhverfisvernd, málefni fjölskyldunnar og að jafnvægi ríki milli heimilis og vinnu. Reynslan sýnir að þessi svokölluðu mjúku mál fá aukna vigt þegar efnahagsástand er gott og lítil óvissa framundan. Ekki er því óvarlegt að ætla að úrslit kosninganna ráðist að stórum hluta af því hvernig flokkunum tekst að höfða til kvenna. Yfirlýsing Gests er því klókt mál fyrir vinstri græn svo lengi sem hún verður til að fjölga konum í framvarðasveit flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Forval Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi kom lítið á óvart og hefði helst lifað í minningunni vegna dræmrar þátttöku kjósenda, ef ekki hefði komið til athyglisvert útspil Gests Svavarssonar þegar niðurstöður lágu fyrir. Gestur tók sig sem sagt til og afþakkaði pent en skorinort að vera lyft upp um sæti á framboðslista á kostnað konu, svo hægt verði að uppfylla skilyrði forvalsins um að jafnmargir frambjóðendur af hvoru kyni skipi efstu sæti vinstri grænna fyrir næstu alþingiskosningar. Færði Gestur þau rök fyrir afstöðu sinni að ekki veiti af að styrkja stöðu kvenna, ekki síst í ljósi útkomu þeirra í öðrum prófkjörum og uppstillingum annarra flokka. Erfitt er að leggja út af afstöðu Gests á annan hátt en að hún sé fyllilega eðlileg því lítill vafi leikur á því að reglur VG um fléttulista voru ekki settar til að jafna stöðu kynjanna á framboðslistum flokksins heldur beinlínis til að tryggja að ekki halli þar á konur. Yfirlýsing Gests er engu að síður ansi röggsöm því með henni hafnar hann sæti sem myndi væntanlega duga til að fleyta honum inn á Alþingi í vor. Það er alltaf gaman að sjá þegar menn láta ekki persónulegan metnað í pólitík flækjast fyrir sér þegar kemur að prinsippmálum og mættu margir á þeim vettvangi taka Gest sér til fyrirmyndar í þeim efnum. Hann mun örugglega uppskera síðar. En það er líka önnur hlið á útspili Gests. Það þarf ekki að rýna mikið í skoðanakannanir til að sjá að konur halla sér frekar að flokkum þar sem kynsystur þeirra eru í áberandi hlutverkum. Sömu heimildir gefa líka vísbendingar um að konur kjósi á öðrum forsendum en karlar. Konum er almennt meira umhugað um umhverfisvernd, málefni fjölskyldunnar og að jafnvægi ríki milli heimilis og vinnu. Reynslan sýnir að þessi svokölluðu mjúku mál fá aukna vigt þegar efnahagsástand er gott og lítil óvissa framundan. Ekki er því óvarlegt að ætla að úrslit kosninganna ráðist að stórum hluta af því hvernig flokkunum tekst að höfða til kvenna. Yfirlýsing Gests er því klókt mál fyrir vinstri græn svo lengi sem hún verður til að fjölga konum í framvarðasveit flokksins.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun