Niðurlæging íslensks popps 1. desember 2006 13:15 Staðreyndin sem blasir við íslenska poppheiminum í dag er einfaldlega sú að hann er gjörsamlega staðnaður og hefur hljómað nær alveg eins í rúm tíu ár. Þetta er sorgleg staðreynd en engu að síður sönn. Ef einhver getur bent mér á íslenska popphljómsveit sem komið hefur fram á síðustu tíu árum og breytt íslensku tónlistarlandslagi þá má sá og hinn sami endilega gera það. Þessari gagnrýni vil ég sérstaklega beina að Senu, gömlu Skífunni, sem er langstærsti útgefandi íslenskrar tónlistar. Sena fær hins vegar lof fyrir eitt, útgáfan er alltaf gríðarlega stór og í raun ótrúlegt hvað kemur mikið út af íslenskri tónlist á ári hverju. Hins vegar hefur Sena með þessari stóru útgáfu sinni náð að kæfa aðra aðila á markaðnum og íhaldssemin sem ríkir á þeim bænum er til háborinnar skammar. Hugmyndafátæktin er algjör og ekkert virðist í kortunum sem bendir til þess að eitthvað sé að fara að breytast. Hvenær ætla menn til dæmis að hætta að gefa út tónlist þar sem textarnir fjalla um „ástir í djúpum dölum" og fólk sem „sakna andlits þíns á kodda mínum"? Fáir nýliðar hafa komið inn í bransann en í staðinn hefur verið leitað til eldri jaxla á borð við Stebba Hilmars, Jóns Ólafs, Gunna Þórðar og Sigurðar Bjólu svo fáeinir séu nefndir. Spurning hvort við fáum ekki að heyra gullmola aftur á borð við „Síðan liðu árin hratt/ Það kom bleiuþvottur, kvöldvinna og Kiwanis/ Og Parket á gólf" sem hljómuðu á plötu Sléttuúlfanna, Undir bláum mána. Nýliðaleysið má að mestu eða öllu leyti skýra út frá þeirri staðreynd að hæfileikaríkir tónlistarmenn á Íslandi hafa einfaldlega ekki áhuga á að skapa tónlist eins og þá sem hefur verið fjöldaframleidd undanfarin ár. Um það á tónlistarbransinn einmitt að snúast, sköpun, en ekki að græða peninga. Idol-, ábreiðu- og safnplötur fyrir „miðaldra fólk á öllum aldri" (eins og var sagt í nýlegum plötudómi) eru hreinlegar orðnar þreyttar og íslensk popptónlist er einfaldlega orðin alltof einsleit. Eitthvað þarf að aðhafast í þessum málum. Við getum ekki sífellt verið að gorta okkur af því að hér sé eitt gróskumesta tónlistarlíf heimsins og neita þessum tónlistarmönnum um færi á að njóta sín til fulls í stað þess að hjakka alltaf í sama farinu.Steinþór Helgi Arnsteinsson Menning Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Staðreyndin sem blasir við íslenska poppheiminum í dag er einfaldlega sú að hann er gjörsamlega staðnaður og hefur hljómað nær alveg eins í rúm tíu ár. Þetta er sorgleg staðreynd en engu að síður sönn. Ef einhver getur bent mér á íslenska popphljómsveit sem komið hefur fram á síðustu tíu árum og breytt íslensku tónlistarlandslagi þá má sá og hinn sami endilega gera það. Þessari gagnrýni vil ég sérstaklega beina að Senu, gömlu Skífunni, sem er langstærsti útgefandi íslenskrar tónlistar. Sena fær hins vegar lof fyrir eitt, útgáfan er alltaf gríðarlega stór og í raun ótrúlegt hvað kemur mikið út af íslenskri tónlist á ári hverju. Hins vegar hefur Sena með þessari stóru útgáfu sinni náð að kæfa aðra aðila á markaðnum og íhaldssemin sem ríkir á þeim bænum er til háborinnar skammar. Hugmyndafátæktin er algjör og ekkert virðist í kortunum sem bendir til þess að eitthvað sé að fara að breytast. Hvenær ætla menn til dæmis að hætta að gefa út tónlist þar sem textarnir fjalla um „ástir í djúpum dölum" og fólk sem „sakna andlits þíns á kodda mínum"? Fáir nýliðar hafa komið inn í bransann en í staðinn hefur verið leitað til eldri jaxla á borð við Stebba Hilmars, Jóns Ólafs, Gunna Þórðar og Sigurðar Bjólu svo fáeinir séu nefndir. Spurning hvort við fáum ekki að heyra gullmola aftur á borð við „Síðan liðu árin hratt/ Það kom bleiuþvottur, kvöldvinna og Kiwanis/ Og Parket á gólf" sem hljómuðu á plötu Sléttuúlfanna, Undir bláum mána. Nýliðaleysið má að mestu eða öllu leyti skýra út frá þeirri staðreynd að hæfileikaríkir tónlistarmenn á Íslandi hafa einfaldlega ekki áhuga á að skapa tónlist eins og þá sem hefur verið fjöldaframleidd undanfarin ár. Um það á tónlistarbransinn einmitt að snúast, sköpun, en ekki að græða peninga. Idol-, ábreiðu- og safnplötur fyrir „miðaldra fólk á öllum aldri" (eins og var sagt í nýlegum plötudómi) eru hreinlegar orðnar þreyttar og íslensk popptónlist er einfaldlega orðin alltof einsleit. Eitthvað þarf að aðhafast í þessum málum. Við getum ekki sífellt verið að gorta okkur af því að hér sé eitt gróskumesta tónlistarlíf heimsins og neita þessum tónlistarmönnum um færi á að njóta sín til fulls í stað þess að hjakka alltaf í sama farinu.Steinþór Helgi Arnsteinsson
Menning Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira