Tvískinnungur: Maó og Hitler 1. desember 2006 06:00 Háskóli Íslands hýsti fyrir skömmu ráðstefnu um Maó formann, sem vinir Kínverska alþýðulýðveldisins höfðu skipulagt. Einn þeirra, Arnþór Helgason, sagði í viðtali við Morgunblaðið 10. nóvember, að „hlutlæg umræða" um Maó væri nauðsynleg. „Í því samhengi er svo mikilvægt að forðast að fordæma hvaðeina sem fyrir augu og eyru ber. Því okkar er ekki að fordæma þar sem við getum ekki sett okkur almennilega í spor þeirra sem bæði urðu fyrir hremmingum á þessu tímabili og þeirra sem stjórnuðu þeim." Meðal annars voru á ráðstefnunni fluttar íslenskar þýðingar á ljóðum Maós. Í ráðstefnulok bauð kínverska sendiráðið til hófs. Samkvæmt heimsmetabók Guinness er Maó afkastamesti fjöldamorðingi sögunnar. Lesa má um illvirki hans í nýlegri ævisögu þeirra Jons Hallidays og Jung Chang, sem bönnuð er í Kínaveldi, en ég hef sagt frá því stórfróðlega riti hér í blaðinu. Margir Íslendingar hafa lesið aðra ágæta bók eftir Jung Chang, Villta svani, sem kom út á íslensku 1995. Ég hef beðið eftir viðbrögðum við þessari ráðstefnu, en þau hafa engin verið (að undantekinni stuttri hugleiðingu Guðmundar Magnússonar sagnfræðings á netsíðu sinni), svo að ég legg hér orð í belg. Hvað hefði verið sagt, ef svipuð ráðstefna hefði verið haldin um Adolf Hitler? Forsvarsmaður hennar hefði sagt opinberlega, að „hlutlæg umræða" um Hitler væri nauðsynleg; við mættum ekki fordæma hann, þar sem við gætum hvorki sett okkur í spor hans né þeirra, sem orðið hefðu fyrir „hremmingum" í stjórnartíð hans; kunnur listgagnrýnandi hefði flutt vinsamlegt erindi um vatnslitamyndir Hitlers og vinsæll leikari lesið upp valda kafla úr Mein Kampf eftir einræðisherrann þýska í íslenskri þýðingu. Þótt ég sé lítill spámaður, er ég viss um, að Háskóli Íslands hefði aldrei komið nálægt slíkri ráðstefnu, en fjölmiðlar farið hamförum gegn skipuleggjendum hennar. Maó var þó að minnsta kosti jafnmikil ófreskja í mannsmynd og Hitler. Munurinn er sá, að eftir seinni heimsstyrjöld var gert rækilega upp við Hitler. Hinar hræðilegu myndir úr útrýmingarbúðum nasista hafa verið lagðar á minni mannkynsins, ekki aðeins í dagblöðum frá 1945, heldur líka í ótal kvikmyndum, heimildaþáttum og kennslubókum. Gyðingar hafa gætt þess vandlega, að helförin gleymdist ekki. Ekkert sambærilegt uppgjör hefur farið fram við kommúnista. Fáar myndir eru til úr þrælakistum þeirra. Dauflegt orðalag er notað í kennslubókum um ógnarstjórn þeirra. Hverfandi áhugi er á kvikmyndum og heimildaþáttum um ódæði þeirra. Engir öflugir hópar sjá sér hag í því að halda uppi minningunni um þær 100 milljónir manna, sem féllu á tuttugustu öld af völdum kommúnisma. Þetta skýrir tvískinnunginn, þótt það afsaki hann ekki. Ég tel óeðlilegt að banna áróður fyrir nasisma, eins og gert er víða í Norðurálfunni, þótt ég skilji vel hina sáru reynslu ýmissa þjóða af þeirri stefnu. Á sama hátt tel ég óeðlilegt að banna áróður fyrir kommúnisma. Ég er hins vegar ósammála Arnþóri Helgasyni um það, að við getum ekki fordæmt hryðjuverk Maós og annarra kommúnista, um leið og ég virði auðvitað rétt hans til að halda fram því sjónarmiði. Hitt er hæpnara, að Háskóli Íslands skyldi gerast aðili að þessari ráðstefnu, þótt ég þekki suma íslenska þátttakendur í henni að góðu einu og telji víst, að þeir séu annarrar skoðunar um Maó en Arnþór. Þessa tvískinnungs um kommúnisma gætir víða. Milton heitinn Friedman hélt fyrirlestra um hagstjórn í Chile 1975 og hitti yfirvöld þar að máli. Hann gaf þeim það ráð að auka atvinnufrelsi. Farið var eftir því, og er Chile eina landið í Rómönsku-Ameríku, sem nálgast hefur Bandaríkin í landsframleiðslu á íbúa. Pinochet einræðisherra fór frá völdum 1989, eftir að hann hafði tapað kosningum. Friedman var óspart skammaður fyrir Chileför sína. En hann hélt líka fyrirlestra um hagstjórn í Kínaveldi 1980, hitti yfirvöld þar að máli og gaf þeim sama ráð. Þar var líka farið eftir því, og hefur hagvöxtur síðan verið ör í Kínaveldi. Enginn hallaði orði á Friedman fyrir Kínaför hans. Þar eystra situr enn blóðug einræðisstjórn og þaggar tafarlaust niður gagnrýnisraddir. Hér vestra heyrast slíkar raddir hins vegar varla fyrir veisluglaumnum eftir ráðstefnur eins og þá í Háskólanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skoðanir Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun
Háskóli Íslands hýsti fyrir skömmu ráðstefnu um Maó formann, sem vinir Kínverska alþýðulýðveldisins höfðu skipulagt. Einn þeirra, Arnþór Helgason, sagði í viðtali við Morgunblaðið 10. nóvember, að „hlutlæg umræða" um Maó væri nauðsynleg. „Í því samhengi er svo mikilvægt að forðast að fordæma hvaðeina sem fyrir augu og eyru ber. Því okkar er ekki að fordæma þar sem við getum ekki sett okkur almennilega í spor þeirra sem bæði urðu fyrir hremmingum á þessu tímabili og þeirra sem stjórnuðu þeim." Meðal annars voru á ráðstefnunni fluttar íslenskar þýðingar á ljóðum Maós. Í ráðstefnulok bauð kínverska sendiráðið til hófs. Samkvæmt heimsmetabók Guinness er Maó afkastamesti fjöldamorðingi sögunnar. Lesa má um illvirki hans í nýlegri ævisögu þeirra Jons Hallidays og Jung Chang, sem bönnuð er í Kínaveldi, en ég hef sagt frá því stórfróðlega riti hér í blaðinu. Margir Íslendingar hafa lesið aðra ágæta bók eftir Jung Chang, Villta svani, sem kom út á íslensku 1995. Ég hef beðið eftir viðbrögðum við þessari ráðstefnu, en þau hafa engin verið (að undantekinni stuttri hugleiðingu Guðmundar Magnússonar sagnfræðings á netsíðu sinni), svo að ég legg hér orð í belg. Hvað hefði verið sagt, ef svipuð ráðstefna hefði verið haldin um Adolf Hitler? Forsvarsmaður hennar hefði sagt opinberlega, að „hlutlæg umræða" um Hitler væri nauðsynleg; við mættum ekki fordæma hann, þar sem við gætum hvorki sett okkur í spor hans né þeirra, sem orðið hefðu fyrir „hremmingum" í stjórnartíð hans; kunnur listgagnrýnandi hefði flutt vinsamlegt erindi um vatnslitamyndir Hitlers og vinsæll leikari lesið upp valda kafla úr Mein Kampf eftir einræðisherrann þýska í íslenskri þýðingu. Þótt ég sé lítill spámaður, er ég viss um, að Háskóli Íslands hefði aldrei komið nálægt slíkri ráðstefnu, en fjölmiðlar farið hamförum gegn skipuleggjendum hennar. Maó var þó að minnsta kosti jafnmikil ófreskja í mannsmynd og Hitler. Munurinn er sá, að eftir seinni heimsstyrjöld var gert rækilega upp við Hitler. Hinar hræðilegu myndir úr útrýmingarbúðum nasista hafa verið lagðar á minni mannkynsins, ekki aðeins í dagblöðum frá 1945, heldur líka í ótal kvikmyndum, heimildaþáttum og kennslubókum. Gyðingar hafa gætt þess vandlega, að helförin gleymdist ekki. Ekkert sambærilegt uppgjör hefur farið fram við kommúnista. Fáar myndir eru til úr þrælakistum þeirra. Dauflegt orðalag er notað í kennslubókum um ógnarstjórn þeirra. Hverfandi áhugi er á kvikmyndum og heimildaþáttum um ódæði þeirra. Engir öflugir hópar sjá sér hag í því að halda uppi minningunni um þær 100 milljónir manna, sem féllu á tuttugustu öld af völdum kommúnisma. Þetta skýrir tvískinnunginn, þótt það afsaki hann ekki. Ég tel óeðlilegt að banna áróður fyrir nasisma, eins og gert er víða í Norðurálfunni, þótt ég skilji vel hina sáru reynslu ýmissa þjóða af þeirri stefnu. Á sama hátt tel ég óeðlilegt að banna áróður fyrir kommúnisma. Ég er hins vegar ósammála Arnþóri Helgasyni um það, að við getum ekki fordæmt hryðjuverk Maós og annarra kommúnista, um leið og ég virði auðvitað rétt hans til að halda fram því sjónarmiði. Hitt er hæpnara, að Háskóli Íslands skyldi gerast aðili að þessari ráðstefnu, þótt ég þekki suma íslenska þátttakendur í henni að góðu einu og telji víst, að þeir séu annarrar skoðunar um Maó en Arnþór. Þessa tvískinnungs um kommúnisma gætir víða. Milton heitinn Friedman hélt fyrirlestra um hagstjórn í Chile 1975 og hitti yfirvöld þar að máli. Hann gaf þeim það ráð að auka atvinnufrelsi. Farið var eftir því, og er Chile eina landið í Rómönsku-Ameríku, sem nálgast hefur Bandaríkin í landsframleiðslu á íbúa. Pinochet einræðisherra fór frá völdum 1989, eftir að hann hafði tapað kosningum. Friedman var óspart skammaður fyrir Chileför sína. En hann hélt líka fyrirlestra um hagstjórn í Kínaveldi 1980, hitti yfirvöld þar að máli og gaf þeim sama ráð. Þar var líka farið eftir því, og hefur hagvöxtur síðan verið ör í Kínaveldi. Enginn hallaði orði á Friedman fyrir Kínaför hans. Þar eystra situr enn blóðug einræðisstjórn og þaggar tafarlaust niður gagnrýnisraddir. Hér vestra heyrast slíkar raddir hins vegar varla fyrir veisluglaumnum eftir ráðstefnur eins og þá í Háskólanum.