Pólitísk pattstaða í Hollandi 24. nóvember 2006 03:15 Forsætisráðherrann fagnar sigri MYND/AP Kosningaúrslitin í Hollandi þykja staðfesting á því hve þjóðin er klofin í afstöðu sinni til innflytjenda og velferðarríkisins. Tíu flokkar náðu manni á þing en enginn augljós þingmeirihluti blasir við til stjórnarmyndunar. Flest þingsætin komu í hlut Kristilegra demókrata, sem hafa farið með stjórn landsins undanfarin ár. Jan Peter Balkanende, leiðtogi flokksins, verður því væntanlega áfram forsætisráðherra. Flokkurinn hlaut ekki nema 41 af alls 150 þingsætum, sem að vísu er níu þingsætum meira en Verkamannaflokkurinn hefur, en nægir þó hvergi til þess að mynda meirihlutastjórn með Frjálslynda flokknum, sem hlaut 22 þingsæti en sat fram að þessum kosningum í minnihlutastjórn með Kristilegum demókrötum. Allir þessir flokkar töpuðu þingsætum. Kristilegir demókratar töpuðu þremur, Verkamannaflokkurinn tíu, og Frjálslyndir sex, en stærsta sigurinn vann Sósíalistaflokkurinn, sem bætti við sig 17 þingsætum, hlaut 26 þingsæti og er þar með orðinn þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Margir stjórnmálaskýrendur segja að eini starfhæfi meirihlutinn væri fenginn með því að Kristilegir demókratar og Verkamannaflokkurinn tækju saman höndum og myndi „stóra samsteypustjórn“. Erlent Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Kosningaúrslitin í Hollandi þykja staðfesting á því hve þjóðin er klofin í afstöðu sinni til innflytjenda og velferðarríkisins. Tíu flokkar náðu manni á þing en enginn augljós þingmeirihluti blasir við til stjórnarmyndunar. Flest þingsætin komu í hlut Kristilegra demókrata, sem hafa farið með stjórn landsins undanfarin ár. Jan Peter Balkanende, leiðtogi flokksins, verður því væntanlega áfram forsætisráðherra. Flokkurinn hlaut ekki nema 41 af alls 150 þingsætum, sem að vísu er níu þingsætum meira en Verkamannaflokkurinn hefur, en nægir þó hvergi til þess að mynda meirihlutastjórn með Frjálslynda flokknum, sem hlaut 22 þingsæti en sat fram að þessum kosningum í minnihlutastjórn með Kristilegum demókrötum. Allir þessir flokkar töpuðu þingsætum. Kristilegir demókratar töpuðu þremur, Verkamannaflokkurinn tíu, og Frjálslyndir sex, en stærsta sigurinn vann Sósíalistaflokkurinn, sem bætti við sig 17 þingsætum, hlaut 26 þingsæti og er þar með orðinn þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Margir stjórnmálaskýrendur segja að eini starfhæfi meirihlutinn væri fenginn með því að Kristilegir demókratar og Verkamannaflokkurinn tækju saman höndum og myndi „stóra samsteypustjórn“.
Erlent Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira