Bush lætur ekkert uppi um Íraksmálið 15. nóvember 2006 06:45 Lausnararnir Nokkrir af fulltrúum Íraksnefndarinnar koma af fundi með Bush í Hvíta húsinu á mánudaginn. Þeir eru frá vinstri: Leon Panetta, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, William J. Perry, fyrrverandi varnarmálaráðherra, Edwin Meese, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Charles Rob, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður, Philip Zelikov framkvæmdastjóri og Sandra Day O‘Connor, fyrrverandi hæstaréttardómari. fréttablaðið/AP MYND/AP Einhverjar vonir eru bundnar við það að Íraksnefndin, sem George W. Bush Bandaríkjaforseti átti fund með á mánudaginn, skili af sér niðurstöðum sem gætu auðveldað Bush forseta og þingmeirihluta demókrata að ná sáttum um breytta stefnu gagnvart Írak. Nefndin ræddi einnig í gær við Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem nú vill koma í framkvæmd „heildrænni stefnu“ gagnvart Mið-Austurlöndum þar sem athyglinni er ekki eingöngu beint að Írak. Íraksnefndin hefur frá því síðastliðið vor unnið að því að safna saman upplýsingum um Íraksstríðið, kanna hvað hefur farið úrskeiðis og leita lausna á vandræðunum. Ljóst er þó að nefndin mun ekki birta niðurstöður sínar fyrr en í fyrsta lagi seint í þessum mánuði, og hugsanlega aldrei. Bush forseti hafnaði á mánudaginn hugmyndum demókrata um að byrjað verði að kalla bandaríska herinn heim frá Írak innan hálfs árs. Bush hafði í sumar hafnað sambærilegum tillögum frá demókrötum. Alveg fram að þingkosningunum í síðustu viku talaði Bush um mikilvægi þess að Bandaríkjamenn þrauki þar til sigur vinnst í Írak, en demókratar hafa lagt áherslu á að bandaríski herinn sé kominn í þvílíkar ógöngur í Írak að það verði að kalla hann heim sem fyrst. Tveir menn veita nefndinni forystu, þeir James A. Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem er repúblikani, og Lee Hamilton, fyrrverandi þingmaður, sem er demókrati. Íraksnefndin er skipuð jafnt demókrötum sem repúblikönum, og Robert Gates, verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti sæti í nefndinni allt þar til í síðustu viku. Auk demókrata hafa einnig sumir repúblikanar á þinginu þrýst verulega á forsetann um að breyta um stefnu í Írak. Bush forseti sagði hins vegar ekki margt þegar hann kom af fundi sínum með Íraksnefndinni á mánudaginn. Hann sagðist hafa átt „góðar viðræður“ með nefndinni og að hann hlakki til að sjá „áhugaverðar hugmyndir“. James A. Baker, annar tveggja formanna nefndarinnar, hefur talað opinskátt um að hann telji að Bandaríkin verði að fá bæði Írana og Sýrlendinga til liðs við sig til þess að draga úr átökum innan Íraks. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tók í sama streng í ræðu sinni um utanríkismál á mánudaginn. Bush hefur hins vegar ekkert gefið út á þessar hugmyndir, og ekkert viljað gefa til kynna um hugsanlega stefnubreytingu í Írak, að öðru leyti en því að hann fékk Gates til þess að verða næsti utanríkisráðherra í staðinn fyrir Donald Rumsfeld. Bush hefur hins vegar jafnan lagt áherslu á að Bandaríkjamenn verði að undirbúa Íraka til þess að taka sjálfir við öryggismálum í eigin landi. Erlent Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Einhverjar vonir eru bundnar við það að Íraksnefndin, sem George W. Bush Bandaríkjaforseti átti fund með á mánudaginn, skili af sér niðurstöðum sem gætu auðveldað Bush forseta og þingmeirihluta demókrata að ná sáttum um breytta stefnu gagnvart Írak. Nefndin ræddi einnig í gær við Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem nú vill koma í framkvæmd „heildrænni stefnu“ gagnvart Mið-Austurlöndum þar sem athyglinni er ekki eingöngu beint að Írak. Íraksnefndin hefur frá því síðastliðið vor unnið að því að safna saman upplýsingum um Íraksstríðið, kanna hvað hefur farið úrskeiðis og leita lausna á vandræðunum. Ljóst er þó að nefndin mun ekki birta niðurstöður sínar fyrr en í fyrsta lagi seint í þessum mánuði, og hugsanlega aldrei. Bush forseti hafnaði á mánudaginn hugmyndum demókrata um að byrjað verði að kalla bandaríska herinn heim frá Írak innan hálfs árs. Bush hafði í sumar hafnað sambærilegum tillögum frá demókrötum. Alveg fram að þingkosningunum í síðustu viku talaði Bush um mikilvægi þess að Bandaríkjamenn þrauki þar til sigur vinnst í Írak, en demókratar hafa lagt áherslu á að bandaríski herinn sé kominn í þvílíkar ógöngur í Írak að það verði að kalla hann heim sem fyrst. Tveir menn veita nefndinni forystu, þeir James A. Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem er repúblikani, og Lee Hamilton, fyrrverandi þingmaður, sem er demókrati. Íraksnefndin er skipuð jafnt demókrötum sem repúblikönum, og Robert Gates, verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti sæti í nefndinni allt þar til í síðustu viku. Auk demókrata hafa einnig sumir repúblikanar á þinginu þrýst verulega á forsetann um að breyta um stefnu í Írak. Bush forseti sagði hins vegar ekki margt þegar hann kom af fundi sínum með Íraksnefndinni á mánudaginn. Hann sagðist hafa átt „góðar viðræður“ með nefndinni og að hann hlakki til að sjá „áhugaverðar hugmyndir“. James A. Baker, annar tveggja formanna nefndarinnar, hefur talað opinskátt um að hann telji að Bandaríkin verði að fá bæði Írana og Sýrlendinga til liðs við sig til þess að draga úr átökum innan Íraks. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tók í sama streng í ræðu sinni um utanríkismál á mánudaginn. Bush hefur hins vegar ekkert gefið út á þessar hugmyndir, og ekkert viljað gefa til kynna um hugsanlega stefnubreytingu í Írak, að öðru leyti en því að hann fékk Gates til þess að verða næsti utanríkisráðherra í staðinn fyrir Donald Rumsfeld. Bush hefur hins vegar jafnan lagt áherslu á að Bandaríkjamenn verði að undirbúa Íraka til þess að taka sjálfir við öryggismálum í eigin landi.
Erlent Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira