Viðskipti innlent

Vinnslustöðin úr tapi í hagnað

Sigurgeir B. Kristgeirsson hjá vinnslustöðinni Félagið fór úr tapi á fyrri hluta ársins í hagnað á þriðja ársfjórðungi.
Sigurgeir B. Kristgeirsson hjá vinnslustöðinni Félagið fór úr tapi á fyrri hluta ársins í hagnað á þriðja ársfjórðungi.

Hagnaður Vinnslustöðvarinnar nam 87 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 480 milljónum króna. Þetta jafngildir 82 prósenta samdætti á milli ára.

Hagnaðurinn á þriðja ársfjórðungi nam 455 milljónum króna sem er 40 milljónum meira en greiningardeild Kaupþings gerði ráð fyrir. Deildin segir uppgjör félagsins á þriðja ársfjórðungi mjög gott og langt yfir væntingum. Þá nam velta Vinnslustöðvarinnar á þriðja ársfjórðungi rúmum 1,1 milljarði króna.

Framlegð (hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði) var sú hæsta í fimm ár en hún nam tæpum 1,2 milljörðum og jókst um 66,6 prósent. Framlegðin á þriðja ársfjórðungi nam svo 266 milljónum samanborið við spá Kaupþings um 134 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×