Ísland í sviðljósinu hjá MTV 7. nóvember 2006 09:30 Eli Roth er mikill Íslandsvinur og hefur í hyggju að eignast hér húsnæði. Hryllingsmyndaleikstjórinn Eli Roth er staddur hér á landi til að taka upp nokkur atriði fyrir mynd sína Hostel II. Eli lýsti því yfir í Fréttablaðinu að ferðalag hans hingað væri bara léleg afsökun fyrir að komast á hestbak á Ingólfshvoli þar sem leikstjórinn á hest. Starfsfólk frá kvikmyndafyrirtækinu Lionsgate og Sony, sem sjá um framleiðslu og dreifingu á Hostel-myndinni, gerðu sér einnig ferð til Íslands og fylgdust með gangi mála og sjónvarpsstöðin MTV slóst einnig með í hópinn og tók upp mikið af efni sem væntanlega verður sýnt á stöðinni eftir áramót. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mæltist dvölin svo vel fyrir hjá starfsfólki myndarinnar að stærstur hluti þess ákvað að framlengja dvöl sinni hér fram yfir helgi. Hersingin gerði sér síðan ferð niður í miðbæ Reykjavíkur þar sem Eli fékk óskipta athygli íslensku kvenþjóðarinnar en hann er nú sagður vera íhuga það alvarlega að festa kaup á íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Eli fékk hins vegar harða samkeppni frá Danny Masterson sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur ættu að kannast við úr sjónvarpsþáttunum That 70`s Show þar sem hann leikur hinn kærulausa Steven Hyde. Masterson kom hingað með unnustu sinni Bijou Philips sem leikur eitt aðalhlutverkanna í Hostel II. Búlgarski leikarinn Stanislav Ianevski fékk hins vegar hvað mestu athyglina í Bláa lóninu. Þegar leikarinn tók sundsprett könnuðust ferðamenn frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi við kauða úr kvikmyndinni Harry Potter og eldbikarinn þar sem Ianevski lék Victor Krum. Hópuðust þeir um hann og var Stanislav hinn almennilegasti samkvæmt sjónarvottum. Íslandsvinir Menning Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Hryllingsmyndaleikstjórinn Eli Roth er staddur hér á landi til að taka upp nokkur atriði fyrir mynd sína Hostel II. Eli lýsti því yfir í Fréttablaðinu að ferðalag hans hingað væri bara léleg afsökun fyrir að komast á hestbak á Ingólfshvoli þar sem leikstjórinn á hest. Starfsfólk frá kvikmyndafyrirtækinu Lionsgate og Sony, sem sjá um framleiðslu og dreifingu á Hostel-myndinni, gerðu sér einnig ferð til Íslands og fylgdust með gangi mála og sjónvarpsstöðin MTV slóst einnig með í hópinn og tók upp mikið af efni sem væntanlega verður sýnt á stöðinni eftir áramót. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mæltist dvölin svo vel fyrir hjá starfsfólki myndarinnar að stærstur hluti þess ákvað að framlengja dvöl sinni hér fram yfir helgi. Hersingin gerði sér síðan ferð niður í miðbæ Reykjavíkur þar sem Eli fékk óskipta athygli íslensku kvenþjóðarinnar en hann er nú sagður vera íhuga það alvarlega að festa kaup á íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Eli fékk hins vegar harða samkeppni frá Danny Masterson sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur ættu að kannast við úr sjónvarpsþáttunum That 70`s Show þar sem hann leikur hinn kærulausa Steven Hyde. Masterson kom hingað með unnustu sinni Bijou Philips sem leikur eitt aðalhlutverkanna í Hostel II. Búlgarski leikarinn Stanislav Ianevski fékk hins vegar hvað mestu athyglina í Bláa lóninu. Þegar leikarinn tók sundsprett könnuðust ferðamenn frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi við kauða úr kvikmyndinni Harry Potter og eldbikarinn þar sem Ianevski lék Victor Krum. Hópuðust þeir um hann og var Stanislav hinn almennilegasti samkvæmt sjónarvottum.
Íslandsvinir Menning Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira