Ísland í sviðljósinu hjá MTV 7. nóvember 2006 09:30 Eli Roth er mikill Íslandsvinur og hefur í hyggju að eignast hér húsnæði. Hryllingsmyndaleikstjórinn Eli Roth er staddur hér á landi til að taka upp nokkur atriði fyrir mynd sína Hostel II. Eli lýsti því yfir í Fréttablaðinu að ferðalag hans hingað væri bara léleg afsökun fyrir að komast á hestbak á Ingólfshvoli þar sem leikstjórinn á hest. Starfsfólk frá kvikmyndafyrirtækinu Lionsgate og Sony, sem sjá um framleiðslu og dreifingu á Hostel-myndinni, gerðu sér einnig ferð til Íslands og fylgdust með gangi mála og sjónvarpsstöðin MTV slóst einnig með í hópinn og tók upp mikið af efni sem væntanlega verður sýnt á stöðinni eftir áramót. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mæltist dvölin svo vel fyrir hjá starfsfólki myndarinnar að stærstur hluti þess ákvað að framlengja dvöl sinni hér fram yfir helgi. Hersingin gerði sér síðan ferð niður í miðbæ Reykjavíkur þar sem Eli fékk óskipta athygli íslensku kvenþjóðarinnar en hann er nú sagður vera íhuga það alvarlega að festa kaup á íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Eli fékk hins vegar harða samkeppni frá Danny Masterson sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur ættu að kannast við úr sjónvarpsþáttunum That 70`s Show þar sem hann leikur hinn kærulausa Steven Hyde. Masterson kom hingað með unnustu sinni Bijou Philips sem leikur eitt aðalhlutverkanna í Hostel II. Búlgarski leikarinn Stanislav Ianevski fékk hins vegar hvað mestu athyglina í Bláa lóninu. Þegar leikarinn tók sundsprett könnuðust ferðamenn frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi við kauða úr kvikmyndinni Harry Potter og eldbikarinn þar sem Ianevski lék Victor Krum. Hópuðust þeir um hann og var Stanislav hinn almennilegasti samkvæmt sjónarvottum. Íslandsvinir Menning Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Hryllingsmyndaleikstjórinn Eli Roth er staddur hér á landi til að taka upp nokkur atriði fyrir mynd sína Hostel II. Eli lýsti því yfir í Fréttablaðinu að ferðalag hans hingað væri bara léleg afsökun fyrir að komast á hestbak á Ingólfshvoli þar sem leikstjórinn á hest. Starfsfólk frá kvikmyndafyrirtækinu Lionsgate og Sony, sem sjá um framleiðslu og dreifingu á Hostel-myndinni, gerðu sér einnig ferð til Íslands og fylgdust með gangi mála og sjónvarpsstöðin MTV slóst einnig með í hópinn og tók upp mikið af efni sem væntanlega verður sýnt á stöðinni eftir áramót. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mæltist dvölin svo vel fyrir hjá starfsfólki myndarinnar að stærstur hluti þess ákvað að framlengja dvöl sinni hér fram yfir helgi. Hersingin gerði sér síðan ferð niður í miðbæ Reykjavíkur þar sem Eli fékk óskipta athygli íslensku kvenþjóðarinnar en hann er nú sagður vera íhuga það alvarlega að festa kaup á íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Eli fékk hins vegar harða samkeppni frá Danny Masterson sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur ættu að kannast við úr sjónvarpsþáttunum That 70`s Show þar sem hann leikur hinn kærulausa Steven Hyde. Masterson kom hingað með unnustu sinni Bijou Philips sem leikur eitt aðalhlutverkanna í Hostel II. Búlgarski leikarinn Stanislav Ianevski fékk hins vegar hvað mestu athyglina í Bláa lóninu. Þegar leikarinn tók sundsprett könnuðust ferðamenn frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi við kauða úr kvikmyndinni Harry Potter og eldbikarinn þar sem Ianevski lék Victor Krum. Hópuðust þeir um hann og var Stanislav hinn almennilegasti samkvæmt sjónarvottum.
Íslandsvinir Menning Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira