Að þekkja takmörk sín 7. nóvember 2006 00:01 Í upphafi þessa pistils vil ég taka skýrt fram að ég tel það smánarblett hvernig búið er að gömlu veiku fólki í okkar annars ágæta landi. Fyrir nokkru sagði ég á þessum stað frá gamalli starfssystur minni sem hafði annast níutíu og fimm ára veika móður sína í nokkra mánuði og þegar hún leitaði eftir hjúkrunarrými fyrir hana var hún spurð hvort hún þekkti ekki einhvern úti á landi. Það fólst í svarinu að gamla konan gæti fengið skjól úti á landi, sem um leið þýddi að hún yrði þar meira og minna ein með ókunnum alla daga. Hennar nánasta fjölskylda gæti hugsanlega litið til hennar um helgar. Síðar staðfestu þeir sem reka hjúkrunarheimili hér í borg að þetta væri hreint ekki einsdæmi. Ráðamenn mega hins vegar ekki nota ófremdarástand sem þetta sér til framdráttar, slíkt er óþolandi. Þegar kosningar nálgast verða ráðamenn að þekkja takmörk sín, þeir geta ekki og mega ekki lofa því sem þeir hafa engin völd og ekkert leyfi til að lofa. Löng valdaseta og kannski vilji til að blekkja fólk hefur leitt til þess að ráðherrar rugla oftar en ekki sjálfum sér og embættum sínum saman. Þetta kristallaðist nú síðast rétt fyrir helgina þegar Siv Friðleifsdóttir, sem nú gegnir embætti heilbrigðisráðherra, gaf loforð um að byggð yrðu 174 hjúkrunarrými. Í fréttunum var sagt að heilbrigðisráðherrann hefði ákveðið þetta og þar með var slegið ryki í augun á venjulegu fólki, því þar er ekki á valdi heilbrigðisráðherrans, hvað þá Sivjar að gefa slík loforð. Þegar nánar var að gáð á 1,3 milljarðar að renna til framkvæmdanna af fjárlögum árin 2008 - 2009. Hvaða fjárlög sem það nú eru, því fjárlög eru bara til eins árs í senn. Ekkert á að renna til framkvæmdanna á fjárlögum ársins 2007, þau fjárlög eru nú til umræðu í þinginu. Ekki verður annað ályktað en ríkisstjórnin - stjórnarflokkarnir - hafi hafnað því að setja peninga í verkefnið, í síðasta sinn sem þeir hafa tækifæri til að samþykkja fjárlög. Annars hefðu þeir sett einhverja peninga í þetta áríðandi verkefni. Siv Friðleifsdóttir, sem nú gegnir embætti heilbrigðisráðherra, virðist halda að hún geti ráðstafað peningum af fjárlögum mörg ár fram í tímann því auk peninganna sem eiga að renna til framkvæmdanna á að auka framlög til rekstrar í smá skömmtum og mest árið 2010 þá um 1.060 milljónir króna. Ég er illa svikin ef varaformaður fjárlaganefndar Alþingis hefur ekki eitthvað við málflutning af þessu tagi að athuga. Ég hef alloft heyrt hann leggja áherslu á að útgjöld ríkisins eru ákveðin með fjárlögum sem Alþingi samþykkir. Og nú er Siv Friðleifsdóttir búin að lofa fullt af peningum af fjárlögum sem samþykkja á næsta vetur og veturna þar á eftir - og ekki einu sinni víst að hún verði á þingi, því það verða kosningar í vor. Þar með er ekki öll sagan af afrekum Sivjar sögð. Því hún er líka búin að ákveða hvar hjúkrunarrýmin 174 eiga að vera og það er aldeilis mikil og heppileg tilviljun að 100 - hundrað - eða 57,5 % þeirra eiga einmitt að vera í Suðvesturkjördæmi. Og þetta allt saman ákvað Siv sama dag hún var valin í 1. sæti framboðslista Framsóknarflokksins einmitt í Suðvesturkjördæmi. Já, þær eru margar tilviljanirnar, segi ég nú ekki annað. Aftur ítreka ég að ég tel fulla þörf á að fjölga hjúkrunarrýmum en ég geri athugasemdir við að ráðherrar skreyti sig falsfjöðrum af þessu tagi. Það var vægast sagt umdeilanlegt þegar ríkisstjórnin tók Símasölupeningana út fyrir sviga og ráðstafaði þeim mörg ár fram í tímann. En það er alveg kristalklárt og -tært að ráðherrar hafa engin völd og ekkert leyfi til að ráðstafa fjárlögum fram í tímann, hvorki til góðra né vondra mála. Fjárveitingavaldið er hjá Alþingi í umboði þjóðarinnar. Það er ljóst að þetta fólk er búið að vera svo lengi við völd að það hefur misst sjónar á þjónustuhlutverki sínu og tilgangi laga og stjórnsýslu, hafi þess háttar einhvern tímann verið því ljóst! Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Í upphafi þessa pistils vil ég taka skýrt fram að ég tel það smánarblett hvernig búið er að gömlu veiku fólki í okkar annars ágæta landi. Fyrir nokkru sagði ég á þessum stað frá gamalli starfssystur minni sem hafði annast níutíu og fimm ára veika móður sína í nokkra mánuði og þegar hún leitaði eftir hjúkrunarrými fyrir hana var hún spurð hvort hún þekkti ekki einhvern úti á landi. Það fólst í svarinu að gamla konan gæti fengið skjól úti á landi, sem um leið þýddi að hún yrði þar meira og minna ein með ókunnum alla daga. Hennar nánasta fjölskylda gæti hugsanlega litið til hennar um helgar. Síðar staðfestu þeir sem reka hjúkrunarheimili hér í borg að þetta væri hreint ekki einsdæmi. Ráðamenn mega hins vegar ekki nota ófremdarástand sem þetta sér til framdráttar, slíkt er óþolandi. Þegar kosningar nálgast verða ráðamenn að þekkja takmörk sín, þeir geta ekki og mega ekki lofa því sem þeir hafa engin völd og ekkert leyfi til að lofa. Löng valdaseta og kannski vilji til að blekkja fólk hefur leitt til þess að ráðherrar rugla oftar en ekki sjálfum sér og embættum sínum saman. Þetta kristallaðist nú síðast rétt fyrir helgina þegar Siv Friðleifsdóttir, sem nú gegnir embætti heilbrigðisráðherra, gaf loforð um að byggð yrðu 174 hjúkrunarrými. Í fréttunum var sagt að heilbrigðisráðherrann hefði ákveðið þetta og þar með var slegið ryki í augun á venjulegu fólki, því þar er ekki á valdi heilbrigðisráðherrans, hvað þá Sivjar að gefa slík loforð. Þegar nánar var að gáð á 1,3 milljarðar að renna til framkvæmdanna af fjárlögum árin 2008 - 2009. Hvaða fjárlög sem það nú eru, því fjárlög eru bara til eins árs í senn. Ekkert á að renna til framkvæmdanna á fjárlögum ársins 2007, þau fjárlög eru nú til umræðu í þinginu. Ekki verður annað ályktað en ríkisstjórnin - stjórnarflokkarnir - hafi hafnað því að setja peninga í verkefnið, í síðasta sinn sem þeir hafa tækifæri til að samþykkja fjárlög. Annars hefðu þeir sett einhverja peninga í þetta áríðandi verkefni. Siv Friðleifsdóttir, sem nú gegnir embætti heilbrigðisráðherra, virðist halda að hún geti ráðstafað peningum af fjárlögum mörg ár fram í tímann því auk peninganna sem eiga að renna til framkvæmdanna á að auka framlög til rekstrar í smá skömmtum og mest árið 2010 þá um 1.060 milljónir króna. Ég er illa svikin ef varaformaður fjárlaganefndar Alþingis hefur ekki eitthvað við málflutning af þessu tagi að athuga. Ég hef alloft heyrt hann leggja áherslu á að útgjöld ríkisins eru ákveðin með fjárlögum sem Alþingi samþykkir. Og nú er Siv Friðleifsdóttir búin að lofa fullt af peningum af fjárlögum sem samþykkja á næsta vetur og veturna þar á eftir - og ekki einu sinni víst að hún verði á þingi, því það verða kosningar í vor. Þar með er ekki öll sagan af afrekum Sivjar sögð. Því hún er líka búin að ákveða hvar hjúkrunarrýmin 174 eiga að vera og það er aldeilis mikil og heppileg tilviljun að 100 - hundrað - eða 57,5 % þeirra eiga einmitt að vera í Suðvesturkjördæmi. Og þetta allt saman ákvað Siv sama dag hún var valin í 1. sæti framboðslista Framsóknarflokksins einmitt í Suðvesturkjördæmi. Já, þær eru margar tilviljanirnar, segi ég nú ekki annað. Aftur ítreka ég að ég tel fulla þörf á að fjölga hjúkrunarrýmum en ég geri athugasemdir við að ráðherrar skreyti sig falsfjöðrum af þessu tagi. Það var vægast sagt umdeilanlegt þegar ríkisstjórnin tók Símasölupeningana út fyrir sviga og ráðstafaði þeim mörg ár fram í tímann. En það er alveg kristalklárt og -tært að ráðherrar hafa engin völd og ekkert leyfi til að ráðstafa fjárlögum fram í tímann, hvorki til góðra né vondra mála. Fjárveitingavaldið er hjá Alþingi í umboði þjóðarinnar. Það er ljóst að þetta fólk er búið að vera svo lengi við völd að það hefur misst sjónar á þjónustuhlutverki sínu og tilgangi laga og stjórnsýslu, hafi þess háttar einhvern tímann verið því ljóst! Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun