Leikið á langspil og saltara 4. nóvember 2006 13:30 Fyrstu opinberu tónleikarnir á kirkjulofti. Dómkirkjunnar Tónlistarmenn flytja forna íslenska músík og leika undir á viðeigandi hljóðfæri. MYND/Vilhelm Rangt var farið með tímasetningu tónleika í Dómkirkjunni í Fréttablaðinu í gær. Tónleikar á kirkjuloftinu voru sagðir fara fram í dag en hið rétta er að þeir verða ekki fyrr en á morgun, sunnudag. Eru lesendur blaðsins beðnir velvirðingar á mistökunum. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Okkur til gleði og Guði til dýrðar“ en á efnisskránni er tónlist frá 16. og 17. öld úr handritum og útgáfum frá Hólum í Hjaltadal og einnig þjóðlög úr safni séra Bjarna Þorsteinssonar. Bæði er um að ræða sálma og guðsorð en einnig veraldlegan kveðskap og danslög. Þar eru Hólabækurnar 1589 og 1619 veigamestar, en einnig eru lög tekin úr Grallaranum. Nokkur lög fyrirfinnast eingöngu í Melódía-handritinu frá um 1650 en önnur eru til í nokkrum útgáfum Má segja með nokkurri vissu að mörg þessara laga séu aftur úr kaþólskum sið. Undir sönginn verður leikið á forn hljóðfæri sem notuð voru hér á landi á miðöldum og síðar. Þar er veigamest langspilið en einnig verður leikið á symfón, saltara og trommu. Flytjendur eru þau Marta Guðrún Halldórsdóttir, Sigursveinn Magnússon og Örn Magnússon. Að sögn flytjenda telja þeir sig vera komnir niður á það krydd sem hæfi þessum lögum hvað best, en það er bundið í hljómi áðurnefndra hljóðfæra. Tónleikarnir hefjast kl. 17 á morgun. Menning Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Rangt var farið með tímasetningu tónleika í Dómkirkjunni í Fréttablaðinu í gær. Tónleikar á kirkjuloftinu voru sagðir fara fram í dag en hið rétta er að þeir verða ekki fyrr en á morgun, sunnudag. Eru lesendur blaðsins beðnir velvirðingar á mistökunum. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Okkur til gleði og Guði til dýrðar“ en á efnisskránni er tónlist frá 16. og 17. öld úr handritum og útgáfum frá Hólum í Hjaltadal og einnig þjóðlög úr safni séra Bjarna Þorsteinssonar. Bæði er um að ræða sálma og guðsorð en einnig veraldlegan kveðskap og danslög. Þar eru Hólabækurnar 1589 og 1619 veigamestar, en einnig eru lög tekin úr Grallaranum. Nokkur lög fyrirfinnast eingöngu í Melódía-handritinu frá um 1650 en önnur eru til í nokkrum útgáfum Má segja með nokkurri vissu að mörg þessara laga séu aftur úr kaþólskum sið. Undir sönginn verður leikið á forn hljóðfæri sem notuð voru hér á landi á miðöldum og síðar. Þar er veigamest langspilið en einnig verður leikið á symfón, saltara og trommu. Flytjendur eru þau Marta Guðrún Halldórsdóttir, Sigursveinn Magnússon og Örn Magnússon. Að sögn flytjenda telja þeir sig vera komnir niður á það krydd sem hæfi þessum lögum hvað best, en það er bundið í hljómi áðurnefndra hljóðfæra. Tónleikarnir hefjast kl. 17 á morgun.
Menning Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira