Íslenskt ekki endilega aðalmálið 25. október 2006 00:01 Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar Ég held að þetta íþróttatungumál eigi ekki við í viðskiptum. Við Íslendingar erum ekkert endilega betri en aðrir þótt við séum alveg örugglega jafngóðir. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, var staddur í bíl sínum í Kaliforníu í brakandi þurrki og sóls þegar hann var truflaður við aksturinn. Var hann beðinn um að lýsa því hvaða þátt hann teldi stjórnun íslenskra fyrirtækja eiga í því hversu greiðlega hefur gengið hjá þeim á erlendri grundu. Sagðist hann í reynd ekki telja að íslenskum fyrirtækjum sé á nokkurn hátt stjórnað öðruvísi en öðrum fyrirtækjum í hinum engilsaxneska eða skandinavíska heimi. Það sem þó hefur örugglega komið íslenskum fyrirtækjum hraðar áfram en öðrum, hvað varðar stjórnun, er hve margir íslenskir stjórnendur hafa dvalið langdvölum erlendis við vinnu og ekki síst við nám. Ég held að það sé alveg vert að athuga hvort Lánasjóður íslenskra námsmannna hafi ekki bara skipt gríðarlega miklu máli fyrir útrásina, segir Jón og bætir við að frá upphafi Össurar hafi stjórnendur fyrirtækisins alltaf átt það sameiginlegt að hafa stundað nám eða vinnu í útlöndum. Á þeim tíma þegar Össur var lítið fyrirtæki höfðum við ekki efni á að kaupa alþjóðlega stjórnendur. Ef ég hefði þá borið okkur saman við tvö hundruð manna fyrirtæki annars staðar í Evrópu, hefði það hlutfall starfsfólks sem hefði lært í útlöndum verið mun hærra hjá Össuri. Ég held að þetta sé mikill styrkleiki fyrir minni íslensk fyrirtæki. Össur í Bandaríkjunum Ein af sex starfsstöðvum Össurar í Bandaríkjunum. Jón telur að það þurfi að fara varlega með það að halda því fram að Íslendingar séu óvenjugóðir í stjórnun, eða öðru ef því er að skipta. Ég held að þetta íþróttatungumál eigi ekki við í viðskiptum. Við Íslendingar erum ekkert endilega betri en aðrir þótt við séum alveg örugglega jafngóðir. Jón segir ýmislegt greinilega hafa ýtt undir útrásina, eins og mikill vilji íslenskra fjárfesta til að leggja til fé. Þar að auki stuðli aldurssamsetning þjóðarinnar og gott lífeyriskerfi að því að fjármagn streymi fram og því þurfi að finna farveg. Það að íslenskt stjórnkerfi sé ekki mjög þungt í vöfum hafi einnig sitt að segja þar sem auðveldar og hraðar reynist að ýta hindrunum úr vegi en annars staðar. Ég er alls ekki að gera lítið úr íslenskum stjórnendum með þessum orðum, íslenska útrásin virðist að mörgu leyti vera að heppnast mjög vel. Ég er mjög stoltur af Össuri og við höfum náð frábærum árangri en ég held að það sé ekki út af því, fyrst og fremst, að við erum íslenskt fyrirtæki. Það væri mjög mikil einföldun að segja það. Úttekt Viðskipti Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, var staddur í bíl sínum í Kaliforníu í brakandi þurrki og sóls þegar hann var truflaður við aksturinn. Var hann beðinn um að lýsa því hvaða þátt hann teldi stjórnun íslenskra fyrirtækja eiga í því hversu greiðlega hefur gengið hjá þeim á erlendri grundu. Sagðist hann í reynd ekki telja að íslenskum fyrirtækjum sé á nokkurn hátt stjórnað öðruvísi en öðrum fyrirtækjum í hinum engilsaxneska eða skandinavíska heimi. Það sem þó hefur örugglega komið íslenskum fyrirtækjum hraðar áfram en öðrum, hvað varðar stjórnun, er hve margir íslenskir stjórnendur hafa dvalið langdvölum erlendis við vinnu og ekki síst við nám. Ég held að það sé alveg vert að athuga hvort Lánasjóður íslenskra námsmannna hafi ekki bara skipt gríðarlega miklu máli fyrir útrásina, segir Jón og bætir við að frá upphafi Össurar hafi stjórnendur fyrirtækisins alltaf átt það sameiginlegt að hafa stundað nám eða vinnu í útlöndum. Á þeim tíma þegar Össur var lítið fyrirtæki höfðum við ekki efni á að kaupa alþjóðlega stjórnendur. Ef ég hefði þá borið okkur saman við tvö hundruð manna fyrirtæki annars staðar í Evrópu, hefði það hlutfall starfsfólks sem hefði lært í útlöndum verið mun hærra hjá Össuri. Ég held að þetta sé mikill styrkleiki fyrir minni íslensk fyrirtæki. Össur í Bandaríkjunum Ein af sex starfsstöðvum Össurar í Bandaríkjunum. Jón telur að það þurfi að fara varlega með það að halda því fram að Íslendingar séu óvenjugóðir í stjórnun, eða öðru ef því er að skipta. Ég held að þetta íþróttatungumál eigi ekki við í viðskiptum. Við Íslendingar erum ekkert endilega betri en aðrir þótt við séum alveg örugglega jafngóðir. Jón segir ýmislegt greinilega hafa ýtt undir útrásina, eins og mikill vilji íslenskra fjárfesta til að leggja til fé. Þar að auki stuðli aldurssamsetning þjóðarinnar og gott lífeyriskerfi að því að fjármagn streymi fram og því þurfi að finna farveg. Það að íslenskt stjórnkerfi sé ekki mjög þungt í vöfum hafi einnig sitt að segja þar sem auðveldar og hraðar reynist að ýta hindrunum úr vegi en annars staðar. Ég er alls ekki að gera lítið úr íslenskum stjórnendum með þessum orðum, íslenska útrásin virðist að mörgu leyti vera að heppnast mjög vel. Ég er mjög stoltur af Össuri og við höfum náð frábærum árangri en ég held að það sé ekki út af því, fyrst og fremst, að við erum íslenskt fyrirtæki. Það væri mjög mikil einföldun að segja það.
Úttekt Viðskipti Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira