Spurning um virka tvíkeppni eða samhæfða fákeppni 25. október 2006 00:01 Axel Hall aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík Axel segir að til staðar þurfi að vera ákveðin skilyrði á markaði til þess að fyrirtæki sem á honum starfa geti talist fara saman með markaðsráðandi stöðu. MYND/GVA "Að einhver komist í einkasöluaðstöðu er til þess fallið að hækka verð og bæta afkomuna hjá viðkomandi. Þegar tveir aðilar selja á markaði hafa þeir ákveðinn hvata til samkeppni, en þeir hafa líka við vissar aðstæður hvata til að stunda þögula samhæfingu án beinna samskipta," segir Axel Hall, hagfræðingur og aðjúnkt við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Axel segir að í meginatriðum liggi nokkur skilyrði til grundvallar tilvist sameiginlegrar markaðsráðandi stöðu tveggja eða fleiri á markaði. Varan eða þjónustan sem seld er þarf að vera einsleit, fyrirtækin geta fylgst vel hvert með öðru og verið svipuð að gerð og stærð. Þá þurfa þau að starfa á markaði með aðgangshindrunum þar sem til staðar er fælingarmáttur sem heldur þeim við niðurstöðu hinnar sameiginlegu markaðsráðandi stöðu. "Þetta er kölluð þögul samhæfing og getur þá birst í að verð verður hærra en það hefði orðið ef til staðar væri virk samkeppni. Um þetta snerist þessi staðfesting á sameiginlega markaðsráðandi stöðu í grófum dráttum," segir hann. Sú staða getur komið upp að fleiri en tvö fyrirtæki séu talin fara saman með markaðsráðandi stöðu með þögulli samhæfingu. "Það hefur gerst í evrópskum samkeppnisrétti," segir Axel. "Til hefur komið að þrír og jafnvel fleiri aðilar væru taldir stunda þögula samhæfingu. Til dæmis er nýtt mál í Evrópu sem varðar fyrirtæki sem gefa út geisladiska. Þar var um að ræða samruna sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafði hleypt í gegn en undirréttur sambandsins vísaði frá og horfði til þess að mögulega væri að myndast sameiginlega markaðsráðandi staða. Þó voru fyrir á markaði nokkrir stórir aðilar." Axel segir því ekkert nýtt við það að litið sé svo á að fleiri en eitt fyrirtæki geti farið saman með markaðsráðandi stöðu, enda dæmin mörg frá Evrópu, þótt mál Lyfjavers og Lyfja og heilsu sé bara annað í röðinni hér. Fyrsta málið af þessu tagi sem kom til kasta samkeppnisyfirvalda hér snerist um samruna fóðurfyrirtækja árið 2001. Fréttaskýringar Viðskipti Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
"Að einhver komist í einkasöluaðstöðu er til þess fallið að hækka verð og bæta afkomuna hjá viðkomandi. Þegar tveir aðilar selja á markaði hafa þeir ákveðinn hvata til samkeppni, en þeir hafa líka við vissar aðstæður hvata til að stunda þögula samhæfingu án beinna samskipta," segir Axel Hall, hagfræðingur og aðjúnkt við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Axel segir að í meginatriðum liggi nokkur skilyrði til grundvallar tilvist sameiginlegrar markaðsráðandi stöðu tveggja eða fleiri á markaði. Varan eða þjónustan sem seld er þarf að vera einsleit, fyrirtækin geta fylgst vel hvert með öðru og verið svipuð að gerð og stærð. Þá þurfa þau að starfa á markaði með aðgangshindrunum þar sem til staðar er fælingarmáttur sem heldur þeim við niðurstöðu hinnar sameiginlegu markaðsráðandi stöðu. "Þetta er kölluð þögul samhæfing og getur þá birst í að verð verður hærra en það hefði orðið ef til staðar væri virk samkeppni. Um þetta snerist þessi staðfesting á sameiginlega markaðsráðandi stöðu í grófum dráttum," segir hann. Sú staða getur komið upp að fleiri en tvö fyrirtæki séu talin fara saman með markaðsráðandi stöðu með þögulli samhæfingu. "Það hefur gerst í evrópskum samkeppnisrétti," segir Axel. "Til hefur komið að þrír og jafnvel fleiri aðilar væru taldir stunda þögula samhæfingu. Til dæmis er nýtt mál í Evrópu sem varðar fyrirtæki sem gefa út geisladiska. Þar var um að ræða samruna sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafði hleypt í gegn en undirréttur sambandsins vísaði frá og horfði til þess að mögulega væri að myndast sameiginlega markaðsráðandi staða. Þó voru fyrir á markaði nokkrir stórir aðilar." Axel segir því ekkert nýtt við það að litið sé svo á að fleiri en eitt fyrirtæki geti farið saman með markaðsráðandi stöðu, enda dæmin mörg frá Evrópu, þótt mál Lyfjavers og Lyfja og heilsu sé bara annað í röðinni hér. Fyrsta málið af þessu tagi sem kom til kasta samkeppnisyfirvalda hér snerist um samruna fóðurfyrirtækja árið 2001.
Fréttaskýringar Viðskipti Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira