Kauphöll Íslands og OMX einu skrefi nær samruna 20. október 2006 07:00 Frá Kauphöll OMX í Kaupmannahöfn Skráð félög í Kauphöll Íslands munu hefja þátttöku á norrænum lista OMX hinn 1. janúar 2007. Formleg undirritun samkomulags um kaup OMX á Kauphöll Íslands fór fram í gær. Umsvif OMX aukast og jókst hagnaður félagsins um þrettán prósent milli ársfjórðunga. Eignarhaldsfélagið Verðbréfaþing ehf., eigandi Kauphallar Íslands, og OMX skrifuðu í gær undir samning um að Kauphöllin gangi til liðs við OMX Nordic Exchange. Skrifað var undir viljayfirlýsingu þess efnis fyrir um mánuði síðan. Nú hefur verið gengið frá öllum aðalatriðum samningsins og munu viðskiptin endanlega ganga í gegn í lok nóvember. Stefnt er að því að hinn 1. janúar 2007 verði svo skráð félög í Kauphöll Íslands hluti af Norræna listanum. Hluthafar í EV munu fá 2.067.560 hluti í OMX í skiptum fyrir hlut sinn. Er það 1,7 prósent af heildarfjölda útistandandi bréfa í OMX. Það jafngildir um 2.500 milljónum íslenskra króna. Þar að auki mun OMX greiða í peningum fyrir handbært fé og verðbréf í eigu EV. Helga Björk Eiríksdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Kauphallar Íslands, segir að ekki hafi endanlega verið tekin ákvörðun um hve há sú upphæð verður en hún verði á bilinu 500 og 600 milljónir króna. OMX hefur unnið að því að samþætta rekstur kauphallanna á Norðurlöndunum að undanförnu og jukust umsvif félagsins, sem meðal annars rekur kauphallirnar í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Eistlandi, Litháen og Lettlandi, töluvert á þriðja ársfjórðungi. Auk samningsins um kaupin á Kauphöll Íslands keypti félagið nýverið tíu prósenta hlut í kauphöllinni í Ósló. Eftir kaup OMX á Kauphöll Íslands verður sú kauphöll sú eina á Norðurlöndunum sem er ekki í meirihlutaeigu OMX. Hagnaður OMX félagsins jókst um þrettán prósent milli fjórðunga og nam á þriðja ársfjórðungi 18,46 milljónum króna. Það jafngildir um 1,58 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Formleg undirritun samkomulags um kaup OMX á Kauphöll Íslands fór fram í gær. Umsvif OMX aukast og jókst hagnaður félagsins um þrettán prósent milli ársfjórðunga. Eignarhaldsfélagið Verðbréfaþing ehf., eigandi Kauphallar Íslands, og OMX skrifuðu í gær undir samning um að Kauphöllin gangi til liðs við OMX Nordic Exchange. Skrifað var undir viljayfirlýsingu þess efnis fyrir um mánuði síðan. Nú hefur verið gengið frá öllum aðalatriðum samningsins og munu viðskiptin endanlega ganga í gegn í lok nóvember. Stefnt er að því að hinn 1. janúar 2007 verði svo skráð félög í Kauphöll Íslands hluti af Norræna listanum. Hluthafar í EV munu fá 2.067.560 hluti í OMX í skiptum fyrir hlut sinn. Er það 1,7 prósent af heildarfjölda útistandandi bréfa í OMX. Það jafngildir um 2.500 milljónum íslenskra króna. Þar að auki mun OMX greiða í peningum fyrir handbært fé og verðbréf í eigu EV. Helga Björk Eiríksdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Kauphallar Íslands, segir að ekki hafi endanlega verið tekin ákvörðun um hve há sú upphæð verður en hún verði á bilinu 500 og 600 milljónir króna. OMX hefur unnið að því að samþætta rekstur kauphallanna á Norðurlöndunum að undanförnu og jukust umsvif félagsins, sem meðal annars rekur kauphallirnar í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Eistlandi, Litháen og Lettlandi, töluvert á þriðja ársfjórðungi. Auk samningsins um kaupin á Kauphöll Íslands keypti félagið nýverið tíu prósenta hlut í kauphöllinni í Ósló. Eftir kaup OMX á Kauphöll Íslands verður sú kauphöll sú eina á Norðurlöndunum sem er ekki í meirihlutaeigu OMX. Hagnaður OMX félagsins jókst um þrettán prósent milli fjórðunga og nam á þriðja ársfjórðungi 18,46 milljónum króna. Það jafngildir um 1,58 milljörðum íslenskra króna.
Viðskipti Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira