Clint ánægður með Ísland 18. október 2006 12:00 Fáninn reistur Hér má sjá hvar hinir sex reisa fánann, reyndar ekki í Japan heldur á Reykjanesi. Rúmt ár er síðan Sandvík var hertekin af kvikmyndagerðarfólki frá Hollywood og Clint Eastwood fyrir kvikmyndina Flags of Our Fathers. Óðum styttist í að Íslendingar fái að sjá afraksturinn af þessum rúmlega mánaðartökum á Reykjanesi. Veftímaritið About.com ræddi stuttlega við Clint Eastwood um dvölina hér á landi og hvernig þær hefðu gengið fyrir sig. Flags of Our Fathers fjallar um innrás Bandaríkjahers á Iwo Jima en í kjölfarið á henni tók Joe Rosenthal eina frægustu ljósmynd síðari heimsstyrjaldarinar þar sem sést hvar sex hermenn reisa bandaríska fánann á eyjunni til merkis um sigur. Leikstjórinn aldni sagðist hafa notið þess að vera hér á landi og hrósaði landsmönnum fyrir samstarfsvilja sinn. Þegar fyrst var stungið upp á Íslandi gat ég ómögulega skilið hvernig það gæti gengið, segir Eastwood við about.com. En þegar ég skoðaði málið enn frekar varð mér ljóst að Sandvík á sumrin er alls ekki svo ólík Iwo Jima að vetrarlagi, útskýrir leikstjórinn. Flags of Our Fathers þykir koma sterklega til greina þegar Óskarsakademían sest niður og ákveður hvaða myndir hljóta tilnefningu til virtustu verðlauna bandarískrar kvikmyndagerðar. Eastwood viðurkennir hins vegar að margt sé ólíkt með Sandvík og Iwo Jima en hinar svörtu strendur hafi gert útslagið. Við leituðum út um allan heima að svona svörtum ströndum fórum til Hawaii og athuguðum hvort svona strendur væru ekki að finna í grennd við lúxushótelið 4 Seasons, segir Eastwood og hlær. Að endingu varð ákvörðunin sú að fara til Íslands, segir hann. Leikstjórinn útskýrir jafnframt hvers vegna ekki var farið til Iwo Jima. Strendurnar þar eru helgur staður og Japanar stunda engan ferðamannaiðnað þar, sagði Eastwood. Enginn fær að fara þangað án leyfis frá ríkisstjórninni enda er talið að þar liggi um tólf þúsund hermenn, bætir Eastwood við og segir að sökum þessa hafi þeir ekki getað endurskapað þær bardagasenur með tilheyrandi sprengingum sem þá langaði. Íslendingar voru samstarfsfúsir og þess vegna fórum við þangað, segir Eastwood. Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Rúmt ár er síðan Sandvík var hertekin af kvikmyndagerðarfólki frá Hollywood og Clint Eastwood fyrir kvikmyndina Flags of Our Fathers. Óðum styttist í að Íslendingar fái að sjá afraksturinn af þessum rúmlega mánaðartökum á Reykjanesi. Veftímaritið About.com ræddi stuttlega við Clint Eastwood um dvölina hér á landi og hvernig þær hefðu gengið fyrir sig. Flags of Our Fathers fjallar um innrás Bandaríkjahers á Iwo Jima en í kjölfarið á henni tók Joe Rosenthal eina frægustu ljósmynd síðari heimsstyrjaldarinar þar sem sést hvar sex hermenn reisa bandaríska fánann á eyjunni til merkis um sigur. Leikstjórinn aldni sagðist hafa notið þess að vera hér á landi og hrósaði landsmönnum fyrir samstarfsvilja sinn. Þegar fyrst var stungið upp á Íslandi gat ég ómögulega skilið hvernig það gæti gengið, segir Eastwood við about.com. En þegar ég skoðaði málið enn frekar varð mér ljóst að Sandvík á sumrin er alls ekki svo ólík Iwo Jima að vetrarlagi, útskýrir leikstjórinn. Flags of Our Fathers þykir koma sterklega til greina þegar Óskarsakademían sest niður og ákveður hvaða myndir hljóta tilnefningu til virtustu verðlauna bandarískrar kvikmyndagerðar. Eastwood viðurkennir hins vegar að margt sé ólíkt með Sandvík og Iwo Jima en hinar svörtu strendur hafi gert útslagið. Við leituðum út um allan heima að svona svörtum ströndum fórum til Hawaii og athuguðum hvort svona strendur væru ekki að finna í grennd við lúxushótelið 4 Seasons, segir Eastwood og hlær. Að endingu varð ákvörðunin sú að fara til Íslands, segir hann. Leikstjórinn útskýrir jafnframt hvers vegna ekki var farið til Iwo Jima. Strendurnar þar eru helgur staður og Japanar stunda engan ferðamannaiðnað þar, sagði Eastwood. Enginn fær að fara þangað án leyfis frá ríkisstjórninni enda er talið að þar liggi um tólf þúsund hermenn, bætir Eastwood við og segir að sökum þessa hafi þeir ekki getað endurskapað þær bardagasenur með tilheyrandi sprengingum sem þá langaði. Íslendingar voru samstarfsfúsir og þess vegna fórum við þangað, segir Eastwood.
Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira