Clint ánægður með Ísland 18. október 2006 12:00 Fáninn reistur Hér má sjá hvar hinir sex reisa fánann, reyndar ekki í Japan heldur á Reykjanesi. Rúmt ár er síðan Sandvík var hertekin af kvikmyndagerðarfólki frá Hollywood og Clint Eastwood fyrir kvikmyndina Flags of Our Fathers. Óðum styttist í að Íslendingar fái að sjá afraksturinn af þessum rúmlega mánaðartökum á Reykjanesi. Veftímaritið About.com ræddi stuttlega við Clint Eastwood um dvölina hér á landi og hvernig þær hefðu gengið fyrir sig. Flags of Our Fathers fjallar um innrás Bandaríkjahers á Iwo Jima en í kjölfarið á henni tók Joe Rosenthal eina frægustu ljósmynd síðari heimsstyrjaldarinar þar sem sést hvar sex hermenn reisa bandaríska fánann á eyjunni til merkis um sigur. Leikstjórinn aldni sagðist hafa notið þess að vera hér á landi og hrósaði landsmönnum fyrir samstarfsvilja sinn. Þegar fyrst var stungið upp á Íslandi gat ég ómögulega skilið hvernig það gæti gengið, segir Eastwood við about.com. En þegar ég skoðaði málið enn frekar varð mér ljóst að Sandvík á sumrin er alls ekki svo ólík Iwo Jima að vetrarlagi, útskýrir leikstjórinn. Flags of Our Fathers þykir koma sterklega til greina þegar Óskarsakademían sest niður og ákveður hvaða myndir hljóta tilnefningu til virtustu verðlauna bandarískrar kvikmyndagerðar. Eastwood viðurkennir hins vegar að margt sé ólíkt með Sandvík og Iwo Jima en hinar svörtu strendur hafi gert útslagið. Við leituðum út um allan heima að svona svörtum ströndum fórum til Hawaii og athuguðum hvort svona strendur væru ekki að finna í grennd við lúxushótelið 4 Seasons, segir Eastwood og hlær. Að endingu varð ákvörðunin sú að fara til Íslands, segir hann. Leikstjórinn útskýrir jafnframt hvers vegna ekki var farið til Iwo Jima. Strendurnar þar eru helgur staður og Japanar stunda engan ferðamannaiðnað þar, sagði Eastwood. Enginn fær að fara þangað án leyfis frá ríkisstjórninni enda er talið að þar liggi um tólf þúsund hermenn, bætir Eastwood við og segir að sökum þessa hafi þeir ekki getað endurskapað þær bardagasenur með tilheyrandi sprengingum sem þá langaði. Íslendingar voru samstarfsfúsir og þess vegna fórum við þangað, segir Eastwood. Menning Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Rúmt ár er síðan Sandvík var hertekin af kvikmyndagerðarfólki frá Hollywood og Clint Eastwood fyrir kvikmyndina Flags of Our Fathers. Óðum styttist í að Íslendingar fái að sjá afraksturinn af þessum rúmlega mánaðartökum á Reykjanesi. Veftímaritið About.com ræddi stuttlega við Clint Eastwood um dvölina hér á landi og hvernig þær hefðu gengið fyrir sig. Flags of Our Fathers fjallar um innrás Bandaríkjahers á Iwo Jima en í kjölfarið á henni tók Joe Rosenthal eina frægustu ljósmynd síðari heimsstyrjaldarinar þar sem sést hvar sex hermenn reisa bandaríska fánann á eyjunni til merkis um sigur. Leikstjórinn aldni sagðist hafa notið þess að vera hér á landi og hrósaði landsmönnum fyrir samstarfsvilja sinn. Þegar fyrst var stungið upp á Íslandi gat ég ómögulega skilið hvernig það gæti gengið, segir Eastwood við about.com. En þegar ég skoðaði málið enn frekar varð mér ljóst að Sandvík á sumrin er alls ekki svo ólík Iwo Jima að vetrarlagi, útskýrir leikstjórinn. Flags of Our Fathers þykir koma sterklega til greina þegar Óskarsakademían sest niður og ákveður hvaða myndir hljóta tilnefningu til virtustu verðlauna bandarískrar kvikmyndagerðar. Eastwood viðurkennir hins vegar að margt sé ólíkt með Sandvík og Iwo Jima en hinar svörtu strendur hafi gert útslagið. Við leituðum út um allan heima að svona svörtum ströndum fórum til Hawaii og athuguðum hvort svona strendur væru ekki að finna í grennd við lúxushótelið 4 Seasons, segir Eastwood og hlær. Að endingu varð ákvörðunin sú að fara til Íslands, segir hann. Leikstjórinn útskýrir jafnframt hvers vegna ekki var farið til Iwo Jima. Strendurnar þar eru helgur staður og Japanar stunda engan ferðamannaiðnað þar, sagði Eastwood. Enginn fær að fara þangað án leyfis frá ríkisstjórninni enda er talið að þar liggi um tólf þúsund hermenn, bætir Eastwood við og segir að sökum þessa hafi þeir ekki getað endurskapað þær bardagasenur með tilheyrandi sprengingum sem þá langaði. Íslendingar voru samstarfsfúsir og þess vegna fórum við þangað, segir Eastwood.
Menning Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira