Varasamt er að fagna of snemma Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. október 2006 06:00 Virkjað land á Hellisheiði. Hagkerfið þarf ráðrúm til að jafna sig áður en kemur að frekari stórframkvæmdum í ætt við virkjanir eða ný álver að mati sérfræðinga. Þá þykir varhugavert að gefa undir fótinn væntingum um miklar framkvæmdir eða aukin útgjöld hins opinbera á næsta ári því slíkt ýti undir þenslu og grafi undan trúverðugleika hagstjórnarinnar. MYND/GVA Í þjóðhagsspám bankanna og fjármálaráðuneytisins sem gefnar hafa verið út síðustu daga og vikur er gert ráð fyrir snörpum viðsnúningi í viðskiptahalla við útlönd, samdrætti í efnahagslífinu á næsta ári með minni spennu og lokum stóriðjuframkvæmda á Austurlandi og svo vaxandi hagvexti frá og með árinu 2008. Atburðir síðustu daga kunna þó að setja eitthvert strik í síðustu spár, enda boða stjórnvöld að lagt verði í framkvæmdir á vegum hins opinbera auk þess sem aðgerðir til lækkunar matvælaverðs taka gildi í mars. Áherslumunur í spámEdda Rós Karlsdóttir. Við viljum fulla atvinnu, lága verðbólgu, litla vexti, stöðugt gengi og mikinn vöxt, segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands og bendir á að stefnan samrýmist ekki endilega kröfum um stöðugleika. MYND/GVASpárnar eru ekki alveg samhljóða og í þeim nokkur áherslumunur. Fjármálaráðuneytið spáir 4,2 prósenta hagvexti á þessu ári, einu prósenti á því næsta og svo 2,6 prósenta hagvexti árið 2008. Ekki er gert ráð fyrir frekari stóriðjuframkvæmdum í spá ráðuneytisins enda ekki búið að negla neitt slíkt niður. Greiningardeild Glitnis er samhljóma ráðuneytinu um hagvöxt þessa árs en gerir ráð fyrir heldur meiri niðursveiflu á því næsta, eða 0,3 prósenta hagvexti. Síðan taki hagkerfið við sér á ný árið 2008 með 2,3 prósenta hagvexti. Kaupþing spáir heldur snarpari samdrætti strax á þessu ári, 3,5 prósenta hagvöxtur nú, neikvæður hagvöxtur um 0,2 prósent á næsta ári, en svo viðsnúningur árið 2008 með 3,1 prósents hagvexti. Landsbankinn sker sig svo nokkuð úr í þessari talnaleikfimi og tekur dálítið annan pól í hæðina, spáir minni hagvexti á þessu ári en hinir, 3,2 prósentum, svo 1,3 prósenta hagvexti á næsta ári og svo uppgangi með nýjum stóriðjuframkvæmdum og 6,0 prósenta hagvexti árið 2008. Greiningardeild Landsbankans er ein um að gera ráð fyrir frekari slíkum framkvæmdum í spá sinni, en uppi eru fyrirætlanir um slíkt þótt ekkert hafi verið fastsett enn. Bankinn spáir reyndar ámóta hagsveiflu og nú hefur átt sér stað með stóriðjuframkvæmdunum næstu sem standi til ársins 2010 þegar aftur verði samdráttur og gengisfall krónunnar, líkt og á þessu ári. Óvissuþættir eru nokkrir í spám bankanna, enda hefur engum tekist að spá nákvæmlega fyrir um gengisþróun, en hún er jú lykilatriði þegar kemur að þróun verðbólgu og viðskiptahalla. Allir eru þó sammála um í spám sínum að dragi úr þenslu á næstu misserum. Framkvæmt á nýju áriIngólfur H. Bender. Ingólfur, sem er yfir greiningu Glitnis, telur að á næsta ári sé þörf á aðhaldi í fjármálum ríkisins til að ná hagkerfinu í jafnvægi og mynda grundvöll fyrir hjöðnun verðbólgunnar. MYND/GVAÍ stefnuræðu sinni á Alþingi í byrjun mánaðarins fjallaði Geir H. Haarde forsætisráðherra um þróunina í efnahagsmálum. Hann segir helsta verkefni ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans að undanförnu hafa verið að ná niður verðbólgu og útlit sé fyrir að hún verði komin niður að 2,5 prósentum, verðbólgumarkmiði Seðlabankans, um eða fyrir mitt næsta ár. Þá segir Geir að heildareftirspurn í hagkerfinu muni minnka þegar dregur úr einkaneyslu og framkvæmdum við virkjanir og stóriðju fyrir austan ljúki. Hann segir því ljóst að þenslan sé á undanhaldi. Af þessum sökum er nú óhætt að fella úr gildi fyrri ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að setja ekki af stað um ótiltekinn tíma ný útboð á framkvæmdum. Þar með verður haldið áfram með þær samgöngubætur sem hafa verið undirbúnar að undanförnu, sem og aðrar framkvæmdir, sagði hann í ræðu sinni og kvað munu verða lagt til við Alþingi að þegar í stað yrði ráðist í sérstakt átak til úrbóta á umferðaræðum út frá höfuðborginni. Að auki koma til framkvæmda eftir áramót skattalækkanir og í byrjun vikunnar upplýsti ríkisstjórnin svo um aðgerðir til að lækka matvælaverð, en þær felast í lækkun virðisaukaskattsprósentu um helming, í 7,0 prósent, auk lækkunar á tollum og vörugjaldi. Allar ýta þessar aðgerðir fremur undir þenslu. Aðhalds er enn þörfÁsgeir Jónsson. Ásgeir, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir aðlögun í hagkerfinu sem komið hafi fram á þessu ári að stórum hluta skýrast af viðsnúningi í væntingum við fall krónunnar og erfiðrar umræðu um efnahagslífið. MYND/GVAKaupþing telur þó að lækkun virðisaukaskattsins muni flýta fyrir verðbólguhjöðnun til skamms tíma. Ef miðað er við að vísitala lækki um 2,7 prósent á fyrri hluta næsta árs líkt og útreikningar forsætisráðuneytisins gera ráð fyrir mun það leiða til þess að verðbólga verður að meðaltali 3,5 prósent árið 2007 samkvæmt spá greiningardeildar í stað 5,4 prósenta. Auk þess sem Seðlabanki Íslands nær verðbólgumarkmiði undir lok árs 2007 í stað þess að ná því um mitt ár 2008 samkvæmt spá greiningardeildar. Hins vegar gæti þetta leitt til meiri verðbólgu árið 2008 vegna aukinnar einkaneyslu landans, segir greiningardeildin. Landsbankinn tekur í sama streng og segir aukinn kaupmátt heimilanna á næsta ári hljóta að leiða til þess að líkur á minnkandi einkaneyslu séu nú minni en áður og að samdráttur þjóðarútgjalda verði hægari en áður var reiknað með. Bankinn segir því ljóst að verðbólguþrýstingur verði meiri, sérstaklega þegar frá líður. Að okkar mati er líklegast að Seðlabankinn bregðist við þessu með hægari lækkun stýrivaxta en áður var útlit fyrir. Ingólfur H. Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, segir ljóst að enn sé talsverð spenna í hagkerfinu og fylgikvillar hennar meðal annars sýnilegir í verðbólgu og viðskiptahalla. Viðskiptahallinn var um 23 prósent af landsframleiðslu á fyrri hluta þessa árs og verðbólgan stendur í 7,6 prósentum. Hagkerfið er þannig langt frá því að vera í jafnvægi og því fullsnemmt að fagna sigri í baráttunni við þensluna, segir hann og telur að við ríkjandi aðstæður sé nauðsynlegt að bæði ríkið og Seðlabankinn beiti aðhaldi. Það gildir bæði í orði og á borði. Það eitt að boða á næsta ári lækkun skatta og auknar fjárfestingar og þar með minna aðhald í ríkisfjármálum er til þess fallið að auka á spennuna í hagkerfinu í ár sem og á næsta ári. Því er ekki heppilegt að boða slíkar aðgerðir við núverandi aðstæður þó svo að hagspár segi að talsvert muni draga úr spennunni á næsta ári. Aðgerðirnar auka neysluFramkvæmdir á mótum Suðurlands- og Vesturlandsvegar. Forsætisráðherra boðaði nýverið í stefnuræðu sinni á Alþingi að opnað yrði á ný fyrir útboð á vegum hins opinbera og meðal annars yrði ráðist í langþráðar vegabætur við höfuðborgina. Sérfræðingar í efnahagsmálum vara við að ríkið fari of skarpt af stað í útgjöldum. MYND/GVAIngólfur segir eina hættuna við að fara út í ótímabærar aðgerðir til lækkunar skatta og auknar framkvæmda hins opinbera vera að með því sé grafið undan því trausti sem stöðugleikinn hvíli á að stórum hluta. Mikið hefur verið lagt í það á undanförnum mánuðum að sýna, ekki síst erlendum aðilum, fram á að hér á landi sé hagstjórnin skynsöm og laus við taumleysi. Nokkuð hefur áunnist í því og ber gengisþróun undanfarinna vikna ásamt viðsnúningi á hlutabréfamarkaði og lánskjörum bankanna erlendis meðal annars merki um það. Með því að gefa lausan tauminn nú er verið að bjóða heim hættunni á að fórna að minnsta kosti hluta þess ávinnings sem unnist hefur. Meðal annars er þarna ógnað stöðu krónunnar. Boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar segir Ingólfur til þess fallnar að auka kaupmátt almennings í bráð. Þær auka því neyslu og koma þau áhrif fram bæði í ár og á næsta ári þó svo að bæði skattalækkanirnar og þær aðgerðir í framkvæmdum sem um hefur verið rætt komi ekki til fyrr en á næsta ári. Þetta mun gera það að verkum að hægar og minna mun vinda ofan af þeirri spennu sem nú er í hagkerfinu, segir hann og telur að undirliggjandi stærðir sem lýsi ójafnvæginu í hagkerfinu, svo sem viðskiptahalli og verðbólga, komi til með að vara lengur en ella. Þó að hratt dragi úr innlendri eftirspurn á næstunni samhliða því að úr stóriðjuframkvæmdum dregur telur Ingólfur þann samdrátt í innlendri eftirspurn ekki verða nægan til að vinda alfarið ofan af þenslunni sem sé í hagkerfinu. Aðhalds í fjármálum ríkissjóðs er því þörf á næsta ári til að ná hagkerfinu í jafnvægi og mynda grundvöll fyrir hjöðnun verðbólgunnar, viðunandi viðskiptahalla og lækkun stýrivaxta Seðlabankans. Hann segir áhrif af mögulegum frekari stóriðjuframkvæmdum svo alfarið fara eftir tímasetningum þeirra og umfangi. Ljóst er að ekki er rými fyrir frekari framkvæmdir í bráð. Hagkerfið þarf einfaldlega tíma til að ná sér eftir hið mikla framkvæmdaskeið sem verð hefur undanfarið. Frekari framkvæmdir verður síðan að skoða í ljósi reynslunnar sem við nú höfum. Miklar framkvæmdir á skömmum tíma eru ekki heppilegar fyrir svona lítið hagkerfi. Þær valda mikilli röskun í framleiðsluskilyrðum, á eignaverði og gera mikla kröfu til hagstjórnarinnar. Ingólfur segir betra að dreifa framkvæmdunum yfir lengri tíma og færast minna í fang. Heildarmyndina vantar stundumEdda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands, segir ljóst að ákveðin aðlögun þurfi að fá að eiga sér stað í hagkerfinu, en væntingar um rýmri kjör og þensluhvetjandi aðgerðir hægi á þeirri aðlögun. Þarna skiptir máli hvort við erum að fara inn í stóriðjuframkvæmdir eða ekki. Ef við erum líka að fara inn í þær þá gæti þetta verið mjög óheppilegt, en ef ekki þá er skaðinn ekki sá sami. Stundum er eins og heildarmyndina vanti, en hún er gríðarlega mikilvæg inni í svona litlu hagkerfi þar sem allar aðgerðir vega svo þungt. Edda Rós segir Landsbankann hafa metið það svo að líklegra væri en ekki að ráðist verði í stóriðjuframkvæmdir strax á þarnæsta ári. Við lögðum í töluverða vinnu við þetta mat á aðstæðum, töluðum við stjórnmálamenn úr öllum flokkum, við ál- og orkufyrirtækin. Við reyndum að átta okkur á hvernig leyfismálum væri háttað og þar fram eftir götunum. Niðurstaða okkar var því að eðlilegra væri að gera ráð fyrir þessu en ekki, segir hún en áréttar um leið að í spá greiningardeildar bankans sé þó gert ráð fyrir mun minni framkvæmdum en til dæmis Kaupþing hafi spáð. Þannig segir Edda Rós ljóst að fari þær framkvæmdir í gang sem greiningardeildin geri ráð fyrir sé ekki skynsamlegt að þenja kerfið mikið meira. En auðvitað er þarna óvissa á öllum stöðum og svo sem ekki hlutverk bankanna að segja mönnum til heldur fremur að átta sig á afleiðingum ákvarðananna fyrir fjárfesta. Við erum ekki í hagstjórn. Hún segir svo virðast að sú ályktun bankans, að hvorki ríkisstjórn né sveitarfélögin verði virk í að tempra þenslu í hagkerfinu fari þjóðin inn í annað þensluskeið, ætli að ganga eftir og því hvíli það líklega aftur á herðum Seðlabankans og peningastefnunnar að vera á bremsunni. Styrking krónu skekkir jólinÞað er meðal annars út af þessu sem við í spá okkar gerum ráð fyrir að í lok næstu hagsveiflu fari þetta ekkert óskaplega vel. Við gerum bæði ráð fyrir verðbólguskoti og falli krónunnar. Þannig segir Edda Rós að þróun mála sé í takt við væntingar bankans sem geri ekki ráð fyrir því, hver sem væri við völd, að pólitískur vilji verði til aðhalds. Við viljum fulla atvinnu, lága verðbólgu, litla vexti, stöðugt gengi og mikinn vöxt. Við viljum vera í svakalegum fjárfestingum þrátt fyrir að hér sé full atvinna og viljum að stjórnvöld greiði fyrir slíkum fjárfestingum. Meðal annars viljum við tryggja vinnu um landið þó að full atvinna sé á landsvísu. Svona eru hlutirnir bara og eitthvað verður undan að láta. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir sömuleiðis að of snemmt sé að hrósa sigri í slagnum við þensluna. Hann segir þá aðlögun í hagkerfinu sem komið hafi fram á þessu ári að stórum hluta skýrast af viðsnúningi í væntingum við gengisfall krónunnar og umræðu sem farið hafi í gang um efnahagslífið. Áhrifin voru þá mjög jákvæð á einkaneysluna. En við viljum sjá aðlögun og við viljum sjá einkaneysluna ganga niður, segir hann, en bendir um leið á að burtséð frá öðru sé ljóst að gríðarleg þörf sé á fjárfestingum í umferðarmannvirkjum í kring um Reykjavík. Þær framkvæmdir eru ábyggilega gríðarlega arðsamar. Svo er líka ljóst að á einhverjum tímapunkti þurfum við líka á þessum framkvæmdum að halda til að halda stöðugleikanum. En síðan, ef stóriðjan kæmi til skjalanna, þá myndi það náttúrulega þýða að ríkið þyrfti að fresta framkvæmdum enn frekar. Ásgeir segir að í síðustu hagspá sé ekki gert ráð fyrir stóriðju strax heldur að ríkið verði virkt í framkvæmdum á árinu 2008. Ásgeir segir vandamálin hins vegar felast í því að hagkerfið sé í raun samsafn af væntingum þar sem einkaneysla vegi þyngst og sé langstærsti hlutinn í landsframleiðslunni. Það er aldrei hægt að sjá nákvæmlega fyrir hvernig hún muni þróast. Það er nú samt miðað við stöðuna nú frekar líklegt að þrengst hafi um lántökumöguleika með hærri vöxtum. Þannig er varla hægt fyrir fólk að halda mikið lengur áfram í skuldsettri neyslu, en maður veit það þó aldrei nákvæmlega. Einkaneysla gæti eins dregist hraðar saman en við gerum ráð fyrir. Hann segir þó ákveðnar blikur á lofti í því að gengi krónunnar hafi styrkst nokkuð að undanförnu. Það er ekki sérstaklega heppilegt. Helst hefðum við viljað hafa gengisvísitöluna þar sem hún var, í kring um 125, hvorki veikari né sterkari. Ef gengið styrkist þá þýðir það að innflutningur verður ódýrari og jólin gætu orðið meiri neyslupakki en ráð er gert fyrir. Ég held því að veturinn verði tiltölulega viðburðaríkur, segir Ásgeir og ekki ólíklegt að þar verði hann sannspár. Úttekt Viðskipti Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Í þjóðhagsspám bankanna og fjármálaráðuneytisins sem gefnar hafa verið út síðustu daga og vikur er gert ráð fyrir snörpum viðsnúningi í viðskiptahalla við útlönd, samdrætti í efnahagslífinu á næsta ári með minni spennu og lokum stóriðjuframkvæmda á Austurlandi og svo vaxandi hagvexti frá og með árinu 2008. Atburðir síðustu daga kunna þó að setja eitthvert strik í síðustu spár, enda boða stjórnvöld að lagt verði í framkvæmdir á vegum hins opinbera auk þess sem aðgerðir til lækkunar matvælaverðs taka gildi í mars. Áherslumunur í spámEdda Rós Karlsdóttir. Við viljum fulla atvinnu, lága verðbólgu, litla vexti, stöðugt gengi og mikinn vöxt, segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands og bendir á að stefnan samrýmist ekki endilega kröfum um stöðugleika. MYND/GVASpárnar eru ekki alveg samhljóða og í þeim nokkur áherslumunur. Fjármálaráðuneytið spáir 4,2 prósenta hagvexti á þessu ári, einu prósenti á því næsta og svo 2,6 prósenta hagvexti árið 2008. Ekki er gert ráð fyrir frekari stóriðjuframkvæmdum í spá ráðuneytisins enda ekki búið að negla neitt slíkt niður. Greiningardeild Glitnis er samhljóma ráðuneytinu um hagvöxt þessa árs en gerir ráð fyrir heldur meiri niðursveiflu á því næsta, eða 0,3 prósenta hagvexti. Síðan taki hagkerfið við sér á ný árið 2008 með 2,3 prósenta hagvexti. Kaupþing spáir heldur snarpari samdrætti strax á þessu ári, 3,5 prósenta hagvöxtur nú, neikvæður hagvöxtur um 0,2 prósent á næsta ári, en svo viðsnúningur árið 2008 með 3,1 prósents hagvexti. Landsbankinn sker sig svo nokkuð úr í þessari talnaleikfimi og tekur dálítið annan pól í hæðina, spáir minni hagvexti á þessu ári en hinir, 3,2 prósentum, svo 1,3 prósenta hagvexti á næsta ári og svo uppgangi með nýjum stóriðjuframkvæmdum og 6,0 prósenta hagvexti árið 2008. Greiningardeild Landsbankans er ein um að gera ráð fyrir frekari slíkum framkvæmdum í spá sinni, en uppi eru fyrirætlanir um slíkt þótt ekkert hafi verið fastsett enn. Bankinn spáir reyndar ámóta hagsveiflu og nú hefur átt sér stað með stóriðjuframkvæmdunum næstu sem standi til ársins 2010 þegar aftur verði samdráttur og gengisfall krónunnar, líkt og á þessu ári. Óvissuþættir eru nokkrir í spám bankanna, enda hefur engum tekist að spá nákvæmlega fyrir um gengisþróun, en hún er jú lykilatriði þegar kemur að þróun verðbólgu og viðskiptahalla. Allir eru þó sammála um í spám sínum að dragi úr þenslu á næstu misserum. Framkvæmt á nýju áriIngólfur H. Bender. Ingólfur, sem er yfir greiningu Glitnis, telur að á næsta ári sé þörf á aðhaldi í fjármálum ríkisins til að ná hagkerfinu í jafnvægi og mynda grundvöll fyrir hjöðnun verðbólgunnar. MYND/GVAÍ stefnuræðu sinni á Alþingi í byrjun mánaðarins fjallaði Geir H. Haarde forsætisráðherra um þróunina í efnahagsmálum. Hann segir helsta verkefni ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans að undanförnu hafa verið að ná niður verðbólgu og útlit sé fyrir að hún verði komin niður að 2,5 prósentum, verðbólgumarkmiði Seðlabankans, um eða fyrir mitt næsta ár. Þá segir Geir að heildareftirspurn í hagkerfinu muni minnka þegar dregur úr einkaneyslu og framkvæmdum við virkjanir og stóriðju fyrir austan ljúki. Hann segir því ljóst að þenslan sé á undanhaldi. Af þessum sökum er nú óhætt að fella úr gildi fyrri ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að setja ekki af stað um ótiltekinn tíma ný útboð á framkvæmdum. Þar með verður haldið áfram með þær samgöngubætur sem hafa verið undirbúnar að undanförnu, sem og aðrar framkvæmdir, sagði hann í ræðu sinni og kvað munu verða lagt til við Alþingi að þegar í stað yrði ráðist í sérstakt átak til úrbóta á umferðaræðum út frá höfuðborginni. Að auki koma til framkvæmda eftir áramót skattalækkanir og í byrjun vikunnar upplýsti ríkisstjórnin svo um aðgerðir til að lækka matvælaverð, en þær felast í lækkun virðisaukaskattsprósentu um helming, í 7,0 prósent, auk lækkunar á tollum og vörugjaldi. Allar ýta þessar aðgerðir fremur undir þenslu. Aðhalds er enn þörfÁsgeir Jónsson. Ásgeir, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir aðlögun í hagkerfinu sem komið hafi fram á þessu ári að stórum hluta skýrast af viðsnúningi í væntingum við fall krónunnar og erfiðrar umræðu um efnahagslífið. MYND/GVAKaupþing telur þó að lækkun virðisaukaskattsins muni flýta fyrir verðbólguhjöðnun til skamms tíma. Ef miðað er við að vísitala lækki um 2,7 prósent á fyrri hluta næsta árs líkt og útreikningar forsætisráðuneytisins gera ráð fyrir mun það leiða til þess að verðbólga verður að meðaltali 3,5 prósent árið 2007 samkvæmt spá greiningardeildar í stað 5,4 prósenta. Auk þess sem Seðlabanki Íslands nær verðbólgumarkmiði undir lok árs 2007 í stað þess að ná því um mitt ár 2008 samkvæmt spá greiningardeildar. Hins vegar gæti þetta leitt til meiri verðbólgu árið 2008 vegna aukinnar einkaneyslu landans, segir greiningardeildin. Landsbankinn tekur í sama streng og segir aukinn kaupmátt heimilanna á næsta ári hljóta að leiða til þess að líkur á minnkandi einkaneyslu séu nú minni en áður og að samdráttur þjóðarútgjalda verði hægari en áður var reiknað með. Bankinn segir því ljóst að verðbólguþrýstingur verði meiri, sérstaklega þegar frá líður. Að okkar mati er líklegast að Seðlabankinn bregðist við þessu með hægari lækkun stýrivaxta en áður var útlit fyrir. Ingólfur H. Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, segir ljóst að enn sé talsverð spenna í hagkerfinu og fylgikvillar hennar meðal annars sýnilegir í verðbólgu og viðskiptahalla. Viðskiptahallinn var um 23 prósent af landsframleiðslu á fyrri hluta þessa árs og verðbólgan stendur í 7,6 prósentum. Hagkerfið er þannig langt frá því að vera í jafnvægi og því fullsnemmt að fagna sigri í baráttunni við þensluna, segir hann og telur að við ríkjandi aðstæður sé nauðsynlegt að bæði ríkið og Seðlabankinn beiti aðhaldi. Það gildir bæði í orði og á borði. Það eitt að boða á næsta ári lækkun skatta og auknar fjárfestingar og þar með minna aðhald í ríkisfjármálum er til þess fallið að auka á spennuna í hagkerfinu í ár sem og á næsta ári. Því er ekki heppilegt að boða slíkar aðgerðir við núverandi aðstæður þó svo að hagspár segi að talsvert muni draga úr spennunni á næsta ári. Aðgerðirnar auka neysluFramkvæmdir á mótum Suðurlands- og Vesturlandsvegar. Forsætisráðherra boðaði nýverið í stefnuræðu sinni á Alþingi að opnað yrði á ný fyrir útboð á vegum hins opinbera og meðal annars yrði ráðist í langþráðar vegabætur við höfuðborgina. Sérfræðingar í efnahagsmálum vara við að ríkið fari of skarpt af stað í útgjöldum. MYND/GVAIngólfur segir eina hættuna við að fara út í ótímabærar aðgerðir til lækkunar skatta og auknar framkvæmda hins opinbera vera að með því sé grafið undan því trausti sem stöðugleikinn hvíli á að stórum hluta. Mikið hefur verið lagt í það á undanförnum mánuðum að sýna, ekki síst erlendum aðilum, fram á að hér á landi sé hagstjórnin skynsöm og laus við taumleysi. Nokkuð hefur áunnist í því og ber gengisþróun undanfarinna vikna ásamt viðsnúningi á hlutabréfamarkaði og lánskjörum bankanna erlendis meðal annars merki um það. Með því að gefa lausan tauminn nú er verið að bjóða heim hættunni á að fórna að minnsta kosti hluta þess ávinnings sem unnist hefur. Meðal annars er þarna ógnað stöðu krónunnar. Boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar segir Ingólfur til þess fallnar að auka kaupmátt almennings í bráð. Þær auka því neyslu og koma þau áhrif fram bæði í ár og á næsta ári þó svo að bæði skattalækkanirnar og þær aðgerðir í framkvæmdum sem um hefur verið rætt komi ekki til fyrr en á næsta ári. Þetta mun gera það að verkum að hægar og minna mun vinda ofan af þeirri spennu sem nú er í hagkerfinu, segir hann og telur að undirliggjandi stærðir sem lýsi ójafnvæginu í hagkerfinu, svo sem viðskiptahalli og verðbólga, komi til með að vara lengur en ella. Þó að hratt dragi úr innlendri eftirspurn á næstunni samhliða því að úr stóriðjuframkvæmdum dregur telur Ingólfur þann samdrátt í innlendri eftirspurn ekki verða nægan til að vinda alfarið ofan af þenslunni sem sé í hagkerfinu. Aðhalds í fjármálum ríkissjóðs er því þörf á næsta ári til að ná hagkerfinu í jafnvægi og mynda grundvöll fyrir hjöðnun verðbólgunnar, viðunandi viðskiptahalla og lækkun stýrivaxta Seðlabankans. Hann segir áhrif af mögulegum frekari stóriðjuframkvæmdum svo alfarið fara eftir tímasetningum þeirra og umfangi. Ljóst er að ekki er rými fyrir frekari framkvæmdir í bráð. Hagkerfið þarf einfaldlega tíma til að ná sér eftir hið mikla framkvæmdaskeið sem verð hefur undanfarið. Frekari framkvæmdir verður síðan að skoða í ljósi reynslunnar sem við nú höfum. Miklar framkvæmdir á skömmum tíma eru ekki heppilegar fyrir svona lítið hagkerfi. Þær valda mikilli röskun í framleiðsluskilyrðum, á eignaverði og gera mikla kröfu til hagstjórnarinnar. Ingólfur segir betra að dreifa framkvæmdunum yfir lengri tíma og færast minna í fang. Heildarmyndina vantar stundumEdda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands, segir ljóst að ákveðin aðlögun þurfi að fá að eiga sér stað í hagkerfinu, en væntingar um rýmri kjör og þensluhvetjandi aðgerðir hægi á þeirri aðlögun. Þarna skiptir máli hvort við erum að fara inn í stóriðjuframkvæmdir eða ekki. Ef við erum líka að fara inn í þær þá gæti þetta verið mjög óheppilegt, en ef ekki þá er skaðinn ekki sá sami. Stundum er eins og heildarmyndina vanti, en hún er gríðarlega mikilvæg inni í svona litlu hagkerfi þar sem allar aðgerðir vega svo þungt. Edda Rós segir Landsbankann hafa metið það svo að líklegra væri en ekki að ráðist verði í stóriðjuframkvæmdir strax á þarnæsta ári. Við lögðum í töluverða vinnu við þetta mat á aðstæðum, töluðum við stjórnmálamenn úr öllum flokkum, við ál- og orkufyrirtækin. Við reyndum að átta okkur á hvernig leyfismálum væri háttað og þar fram eftir götunum. Niðurstaða okkar var því að eðlilegra væri að gera ráð fyrir þessu en ekki, segir hún en áréttar um leið að í spá greiningardeildar bankans sé þó gert ráð fyrir mun minni framkvæmdum en til dæmis Kaupþing hafi spáð. Þannig segir Edda Rós ljóst að fari þær framkvæmdir í gang sem greiningardeildin geri ráð fyrir sé ekki skynsamlegt að þenja kerfið mikið meira. En auðvitað er þarna óvissa á öllum stöðum og svo sem ekki hlutverk bankanna að segja mönnum til heldur fremur að átta sig á afleiðingum ákvarðananna fyrir fjárfesta. Við erum ekki í hagstjórn. Hún segir svo virðast að sú ályktun bankans, að hvorki ríkisstjórn né sveitarfélögin verði virk í að tempra þenslu í hagkerfinu fari þjóðin inn í annað þensluskeið, ætli að ganga eftir og því hvíli það líklega aftur á herðum Seðlabankans og peningastefnunnar að vera á bremsunni. Styrking krónu skekkir jólinÞað er meðal annars út af þessu sem við í spá okkar gerum ráð fyrir að í lok næstu hagsveiflu fari þetta ekkert óskaplega vel. Við gerum bæði ráð fyrir verðbólguskoti og falli krónunnar. Þannig segir Edda Rós að þróun mála sé í takt við væntingar bankans sem geri ekki ráð fyrir því, hver sem væri við völd, að pólitískur vilji verði til aðhalds. Við viljum fulla atvinnu, lága verðbólgu, litla vexti, stöðugt gengi og mikinn vöxt. Við viljum vera í svakalegum fjárfestingum þrátt fyrir að hér sé full atvinna og viljum að stjórnvöld greiði fyrir slíkum fjárfestingum. Meðal annars viljum við tryggja vinnu um landið þó að full atvinna sé á landsvísu. Svona eru hlutirnir bara og eitthvað verður undan að láta. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir sömuleiðis að of snemmt sé að hrósa sigri í slagnum við þensluna. Hann segir þá aðlögun í hagkerfinu sem komið hafi fram á þessu ári að stórum hluta skýrast af viðsnúningi í væntingum við gengisfall krónunnar og umræðu sem farið hafi í gang um efnahagslífið. Áhrifin voru þá mjög jákvæð á einkaneysluna. En við viljum sjá aðlögun og við viljum sjá einkaneysluna ganga niður, segir hann, en bendir um leið á að burtséð frá öðru sé ljóst að gríðarleg þörf sé á fjárfestingum í umferðarmannvirkjum í kring um Reykjavík. Þær framkvæmdir eru ábyggilega gríðarlega arðsamar. Svo er líka ljóst að á einhverjum tímapunkti þurfum við líka á þessum framkvæmdum að halda til að halda stöðugleikanum. En síðan, ef stóriðjan kæmi til skjalanna, þá myndi það náttúrulega þýða að ríkið þyrfti að fresta framkvæmdum enn frekar. Ásgeir segir að í síðustu hagspá sé ekki gert ráð fyrir stóriðju strax heldur að ríkið verði virkt í framkvæmdum á árinu 2008. Ásgeir segir vandamálin hins vegar felast í því að hagkerfið sé í raun samsafn af væntingum þar sem einkaneysla vegi þyngst og sé langstærsti hlutinn í landsframleiðslunni. Það er aldrei hægt að sjá nákvæmlega fyrir hvernig hún muni þróast. Það er nú samt miðað við stöðuna nú frekar líklegt að þrengst hafi um lántökumöguleika með hærri vöxtum. Þannig er varla hægt fyrir fólk að halda mikið lengur áfram í skuldsettri neyslu, en maður veit það þó aldrei nákvæmlega. Einkaneysla gæti eins dregist hraðar saman en við gerum ráð fyrir. Hann segir þó ákveðnar blikur á lofti í því að gengi krónunnar hafi styrkst nokkuð að undanförnu. Það er ekki sérstaklega heppilegt. Helst hefðum við viljað hafa gengisvísitöluna þar sem hún var, í kring um 125, hvorki veikari né sterkari. Ef gengið styrkist þá þýðir það að innflutningur verður ódýrari og jólin gætu orðið meiri neyslupakki en ráð er gert fyrir. Ég held því að veturinn verði tiltölulega viðburðaríkur, segir Ásgeir og ekki ólíklegt að þar verði hann sannspár.
Úttekt Viðskipti Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira