Alonso á sigurinn vísan 9. október 2006 06:30 Fernando Alonso fagnaði gríðarlega eftir að sigurinn í Japan var í höfn. Allar líkur eru á því að Spánverjinn Fernando Alonso muni verja heimsmeistaratitil ökumanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í Japans-kappakstrinum í fyrrinótt. Michael Schumacher féll úr keppni eftir vélin í Ferrari-bíl hans bræddi úr sér, en það er í fyrsta skipti í sex ár sem það gerist. Alonso er því með 10 stiga forystu á Scumacher í keppni ökumanna þegar aðeins eitt mót er eftir, í Brasilíu eftir tvær vikur. Eina von Þjóðverjans á heimsmeistaratitlinum felst í því að hann lendi í fyrsta sæti í Brasilíu og að Alonso annaðhvort komist ekki í mark eða lendi aftar en í áttunda sæti. "Alonso vantar eitt stig og hann er mjög góður ökumaður. Við munum gera okkar besta í Brasilíu en ég er hræddur um úrslitin séu ráðin," sagði Schumacher, en hann hafði leitt kappaksturinn nánast frá upphafi þegar vélin bilaði þegar aðeins 17 hringir voru eftir. Alonso fékk því forystusætið upp í hendurnar sem hann hélt örugglega allt til loka. "Ég er ekki hlynntur því að vinna titil á kostnað ófara annarra og því finnst mér mjög leiðinlegt að fara til Brasilíu vitandi það að nánast eina leiðin fyrir mig til að vinna heimsmeistaratitilinn er ef Alonso kemst ekki í mark," sagði Schumacher dapur í bragði, en hann þótti samt sem áður bera sig nokkuð vel miðað við áfallið. Alonso dansaði af gleði þegar hann steig upp úr bíl sínum eftir kappaksturinn en ítrekaði þó að titilbaráttunni væri ekki lokið. "Það er of snemmt að fagna sigri núna. Staðan er vissulega góð en ég verð að halda einbeitingunni til að ná í stig í Brasilíu," sagði Alonso en hann var gagnrýndur nokkuð eftir keppnina fyrir að hafa steytt hnefann og fagnað þegar hann sá Schumacher falla úr keppni. Formúla Íþróttir Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Allar líkur eru á því að Spánverjinn Fernando Alonso muni verja heimsmeistaratitil ökumanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í Japans-kappakstrinum í fyrrinótt. Michael Schumacher féll úr keppni eftir vélin í Ferrari-bíl hans bræddi úr sér, en það er í fyrsta skipti í sex ár sem það gerist. Alonso er því með 10 stiga forystu á Scumacher í keppni ökumanna þegar aðeins eitt mót er eftir, í Brasilíu eftir tvær vikur. Eina von Þjóðverjans á heimsmeistaratitlinum felst í því að hann lendi í fyrsta sæti í Brasilíu og að Alonso annaðhvort komist ekki í mark eða lendi aftar en í áttunda sæti. "Alonso vantar eitt stig og hann er mjög góður ökumaður. Við munum gera okkar besta í Brasilíu en ég er hræddur um úrslitin séu ráðin," sagði Schumacher, en hann hafði leitt kappaksturinn nánast frá upphafi þegar vélin bilaði þegar aðeins 17 hringir voru eftir. Alonso fékk því forystusætið upp í hendurnar sem hann hélt örugglega allt til loka. "Ég er ekki hlynntur því að vinna titil á kostnað ófara annarra og því finnst mér mjög leiðinlegt að fara til Brasilíu vitandi það að nánast eina leiðin fyrir mig til að vinna heimsmeistaratitilinn er ef Alonso kemst ekki í mark," sagði Schumacher dapur í bragði, en hann þótti samt sem áður bera sig nokkuð vel miðað við áfallið. Alonso dansaði af gleði þegar hann steig upp úr bíl sínum eftir kappaksturinn en ítrekaði þó að titilbaráttunni væri ekki lokið. "Það er of snemmt að fagna sigri núna. Staðan er vissulega góð en ég verð að halda einbeitingunni til að ná í stig í Brasilíu," sagði Alonso en hann var gagnrýndur nokkuð eftir keppnina fyrir að hafa steytt hnefann og fagnað þegar hann sá Schumacher falla úr keppni.
Formúla Íþróttir Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira