Alonso á sigurinn vísan 9. október 2006 06:30 Fernando Alonso fagnaði gríðarlega eftir að sigurinn í Japan var í höfn. Allar líkur eru á því að Spánverjinn Fernando Alonso muni verja heimsmeistaratitil ökumanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í Japans-kappakstrinum í fyrrinótt. Michael Schumacher féll úr keppni eftir vélin í Ferrari-bíl hans bræddi úr sér, en það er í fyrsta skipti í sex ár sem það gerist. Alonso er því með 10 stiga forystu á Scumacher í keppni ökumanna þegar aðeins eitt mót er eftir, í Brasilíu eftir tvær vikur. Eina von Þjóðverjans á heimsmeistaratitlinum felst í því að hann lendi í fyrsta sæti í Brasilíu og að Alonso annaðhvort komist ekki í mark eða lendi aftar en í áttunda sæti. "Alonso vantar eitt stig og hann er mjög góður ökumaður. Við munum gera okkar besta í Brasilíu en ég er hræddur um úrslitin séu ráðin," sagði Schumacher, en hann hafði leitt kappaksturinn nánast frá upphafi þegar vélin bilaði þegar aðeins 17 hringir voru eftir. Alonso fékk því forystusætið upp í hendurnar sem hann hélt örugglega allt til loka. "Ég er ekki hlynntur því að vinna titil á kostnað ófara annarra og því finnst mér mjög leiðinlegt að fara til Brasilíu vitandi það að nánast eina leiðin fyrir mig til að vinna heimsmeistaratitilinn er ef Alonso kemst ekki í mark," sagði Schumacher dapur í bragði, en hann þótti samt sem áður bera sig nokkuð vel miðað við áfallið. Alonso dansaði af gleði þegar hann steig upp úr bíl sínum eftir kappaksturinn en ítrekaði þó að titilbaráttunni væri ekki lokið. "Það er of snemmt að fagna sigri núna. Staðan er vissulega góð en ég verð að halda einbeitingunni til að ná í stig í Brasilíu," sagði Alonso en hann var gagnrýndur nokkuð eftir keppnina fyrir að hafa steytt hnefann og fagnað þegar hann sá Schumacher falla úr keppni. Formúla Íþróttir Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Allar líkur eru á því að Spánverjinn Fernando Alonso muni verja heimsmeistaratitil ökumanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í Japans-kappakstrinum í fyrrinótt. Michael Schumacher féll úr keppni eftir vélin í Ferrari-bíl hans bræddi úr sér, en það er í fyrsta skipti í sex ár sem það gerist. Alonso er því með 10 stiga forystu á Scumacher í keppni ökumanna þegar aðeins eitt mót er eftir, í Brasilíu eftir tvær vikur. Eina von Þjóðverjans á heimsmeistaratitlinum felst í því að hann lendi í fyrsta sæti í Brasilíu og að Alonso annaðhvort komist ekki í mark eða lendi aftar en í áttunda sæti. "Alonso vantar eitt stig og hann er mjög góður ökumaður. Við munum gera okkar besta í Brasilíu en ég er hræddur um úrslitin séu ráðin," sagði Schumacher, en hann hafði leitt kappaksturinn nánast frá upphafi þegar vélin bilaði þegar aðeins 17 hringir voru eftir. Alonso fékk því forystusætið upp í hendurnar sem hann hélt örugglega allt til loka. "Ég er ekki hlynntur því að vinna titil á kostnað ófara annarra og því finnst mér mjög leiðinlegt að fara til Brasilíu vitandi það að nánast eina leiðin fyrir mig til að vinna heimsmeistaratitilinn er ef Alonso kemst ekki í mark," sagði Schumacher dapur í bragði, en hann þótti samt sem áður bera sig nokkuð vel miðað við áfallið. Alonso dansaði af gleði þegar hann steig upp úr bíl sínum eftir kappaksturinn en ítrekaði þó að titilbaráttunni væri ekki lokið. "Það er of snemmt að fagna sigri núna. Staðan er vissulega góð en ég verð að halda einbeitingunni til að ná í stig í Brasilíu," sagði Alonso en hann var gagnrýndur nokkuð eftir keppnina fyrir að hafa steytt hnefann og fagnað þegar hann sá Schumacher falla úr keppni.
Formúla Íþróttir Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira