Krefjandi verkefni hjá Fram í Slóveníu 8. október 2006 11:45 Á flugi. Jóhann Gunnar Einarsson leikmaður ógnar hér marki Gummersbach í Evrópuleik liðanna á dögunum. Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni í Evrópukeppni karla í handbolta í dag. Tveir leikir fara fram hér á landi en Íslandsmeistarar Fram leika í Slóveníu gegn Celje í F-riðli Meistaradeildarinnar. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending 15.10. Fréttablaðið náði tali af Guðmundi Guðmundssyni, þjálfara Fram, þegar hann var á ferðalagi með liðinu í gær. „Þetta er ansi knappur tími og hefði verið betra ef við hefðum getað farið fyrr út. Þetta er náttúrulega mjög langt ferðalag,“ sagði Guðmundur en Fram var komið upp á hótel um klukkan tíu í gærkvöldi. „Við vitum að þetta er geysilega sterkt lið og við þurfum að spila mjög vel til að ná hagstæðum úrslitum. Þeir hafa um tíu landsliðsmenn í sínum röðum, eru mjög vel mannaðir og spila mjög hraðan handbolta.“ Celje vann öruggan sigur í fyrstu umferð keppninnar þegar liðið lagði norska liðið Sandefjord 37-26 og hefur Guðmundur kynnt sér liðið vel. „Þeir spila mjög skipulagðan og góðan handbolta þar sem allir leikmennirnir á vellinum taka virkan þátt í sóknarleiknum. Þeir hafa mjög góða skotmenn þannig að það verður erfitt við þá að eiga. Það er ekki hægt að spila aftarlega gegn þeim,“ sagði Guðmundur sem reiknar með mjög erfiðum leik. „Höllin hjá þeim er yfirleitt full og gríðarleg íþróttahefð í þessum bæ. Mörg lið sem hafa komið þarna í gegnum tíðina hafa oft átt erfitt með að höndla þessa miklu stemningu sem er þarna. Við reynum að undirbúa okkur undir það eins vel og við getum og þetta er náttúrulega bara gríðarleg reynsla sem strákarnir í liðinu öðlast,“ sagði Guðmundur. Klukkan fjögur í dag leikur Stjarnan á heimavelli sínum gegn Madvescak Zagreb en þetta er síðari leikur liðanna í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Stjarnan tapaði fyrri leiknum með sjö marka mun á útivelli. Klukkan átta í kvöld mætast síðan Haukar og ítölsku meistararnir í Conversano í 2. umferð EHF-keppninnar. Haukar eru í ágætis málum en þeir töpuðu útileiknum aðeins með eins marks mun og stefna á sigur á Ásvöllum í kvöld. Íslenski handboltinn Handbolti Íþróttir Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni í Evrópukeppni karla í handbolta í dag. Tveir leikir fara fram hér á landi en Íslandsmeistarar Fram leika í Slóveníu gegn Celje í F-riðli Meistaradeildarinnar. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending 15.10. Fréttablaðið náði tali af Guðmundi Guðmundssyni, þjálfara Fram, þegar hann var á ferðalagi með liðinu í gær. „Þetta er ansi knappur tími og hefði verið betra ef við hefðum getað farið fyrr út. Þetta er náttúrulega mjög langt ferðalag,“ sagði Guðmundur en Fram var komið upp á hótel um klukkan tíu í gærkvöldi. „Við vitum að þetta er geysilega sterkt lið og við þurfum að spila mjög vel til að ná hagstæðum úrslitum. Þeir hafa um tíu landsliðsmenn í sínum röðum, eru mjög vel mannaðir og spila mjög hraðan handbolta.“ Celje vann öruggan sigur í fyrstu umferð keppninnar þegar liðið lagði norska liðið Sandefjord 37-26 og hefur Guðmundur kynnt sér liðið vel. „Þeir spila mjög skipulagðan og góðan handbolta þar sem allir leikmennirnir á vellinum taka virkan þátt í sóknarleiknum. Þeir hafa mjög góða skotmenn þannig að það verður erfitt við þá að eiga. Það er ekki hægt að spila aftarlega gegn þeim,“ sagði Guðmundur sem reiknar með mjög erfiðum leik. „Höllin hjá þeim er yfirleitt full og gríðarleg íþróttahefð í þessum bæ. Mörg lið sem hafa komið þarna í gegnum tíðina hafa oft átt erfitt með að höndla þessa miklu stemningu sem er þarna. Við reynum að undirbúa okkur undir það eins vel og við getum og þetta er náttúrulega bara gríðarleg reynsla sem strákarnir í liðinu öðlast,“ sagði Guðmundur. Klukkan fjögur í dag leikur Stjarnan á heimavelli sínum gegn Madvescak Zagreb en þetta er síðari leikur liðanna í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Stjarnan tapaði fyrri leiknum með sjö marka mun á útivelli. Klukkan átta í kvöld mætast síðan Haukar og ítölsku meistararnir í Conversano í 2. umferð EHF-keppninnar. Haukar eru í ágætis málum en þeir töpuðu útileiknum aðeins með eins marks mun og stefna á sigur á Ásvöllum í kvöld.
Íslenski handboltinn Handbolti Íþróttir Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira