Viðskipti innlent

Halda aftur af verðbólgu

Ítalskir verkamenn á Íslandi
Útlendingar á Íslandi halda aftur af launaskriði og verðbólgu.
Ítalskir verkamenn á Íslandi Útlendingar á Íslandi halda aftur af launaskriði og verðbólgu.

Hlutfall útlendinga af heildarvinnuafli er nú 5,5 prósent og hefur það nær þrefaldast frá árinu 1998. Á morgunverðarfundi KB banka í gær, þar sem sýn bankans á þróun efnahagsmála á næstu misserum var kynnt, kom fram að innflutningur fólks hafi orðið til þess að breyta gríðar­legri aukningu í heildareftirspurn í hagkerfinu í hagvöxt sem líklega hefði ella sprungið út mun fyrr með verðbólgu. Þeir stuðli þar að auki að því að verðbólga muni ganga hratt niður á árinu 2007.

Í spá KB banka kemur fram að hætta er nú á að atvinnuleysi aukist töluvert á næstu tveimur árum. Ýmislegt hafi breyst frá síðustu niðursveiflu. Ísland sé nú til að mynda hluti af samevrópskum vinnumarkaði og margir erlendir starfsmenn hafi verið hér nógu lengi til að öðlast ýmis félagsleg réttindi. Stöðvun á aðflutningi eða jafnvel fráflutningur fólks muni nú hugsanlega ekki duga til þess að halda aftur af atvinnuleysi líkt og þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×