Atorka í mál við Kauphöll Íslands 3. október 2006 06:00 Magnús Jónsson forstjóri Atorku í tilkynningu sem Atorka Group sendi frá sér segir að ákvörðun stjórnenda Kauphallarinnar í gær lýsi alvarlegum skorti á heildarsýn á það sem eigi sér stað á markaði hér á landi. MYND/Hörður Kauphöll Íslands sektaði í gær Atorku Group um 2,5 milljónir króna fyrir villandi upplýsingagjöf í tilkynningu. Atorka mótmælir ákvörðuninni harðlega og kveðst standa vel að upplýsingagjöf og vera það félag Kauphallarinnar sem birti ítarlegust uppgjör um starfsemi sína. Kauphöll Íslands hefur áminnt Atorku Group opinberlega og sektað félagið um 2,5 milljónir króna fyrir brot á reglum Kauphallarinnar. Kauphöllin sendi frá sér tilkynningu þessa efnis eftir lokun markaða í gær. Atorka mótmælir ákvörðuninni harðlega og hefur falið lögmönnum sínum að höfða dómsmál til ógildingar henni. Þá lýsir Atorka Kauphöllina ábyrga fyrir öllu tjóni sem af málinu kann að hljótast. „Jafnframt verður Fjármálaeftirlitinu sent erindi vegna málsins á grundvelli eftirlitshlutverks þess samkvæmt XI. kafla laga um starfsemi kauphalla,“ segir í tilkynningu félagsins. Kauphöllin segir Atorku Group hafa gerst brotlega við reglur fyrir útgefendur verðbréfa þegar félagið sendi 30. ágúst Kauphöll Íslands fréttatilkynningu vegna birtingar á sex mánaða uppgjöri þess. „Fyrirsögn tilkynningarinnar var: „Hagnaður Atorku Group eftir skatta á fyrri helmingi ársins var tæplega 4,9 milljarðar króna.“ Við lestur uppgjörsins kom í ljós að hagnaður samstæðunnar var 187 milljónir króna. Þær lykiltölur sem fram komu í fréttatilkynningunni voru aðeins lykiltölur móðurfélagsins. Engar lykiltölur voru um samstæðuna,“ segir í tilkynningu Kauphallarinnar og tekið fram að óskað hafi verið leiðréttingar. Eftir fund 13. september sendi Atorka frá sér nýjar tilkynningar 14., 19. og 21. sama mánaðar, en Kauphöllin taldi þær ófullnægjandi „þar sem umfjöllun um móðurfélagið var enn þungamiðjan í tilkynningunum“. Þannig segir Kauphöllin að fréttatilkynning Atorku vegna uppgjörsins hefði átt að endurspegla uppgjör samstæðunnar og félaginu væri óheimilt að haga tilkynningunni með þeim hætti að veita nær eingöngu upplýsingar um niðurstöðu reikningsskila móðurfélagsins. Atorka segir að málið allt byggist á alvarlegum misskilningi á lögum og reglum sem gilda um Kauphöll Íslands og uppgjör fyrirtækja og kveðst hafa stundað bæði ítarlega og vandaða upplýsingagjöf umfram skyldur sínar. „Í fréttatilkynningu Kauphallar Íslands er því ranglega haldið fram að ekki hafi verið brugðist við tilmælum Kauphallarinnar. Þetta er rangt því Atorka óskaði eftir fundi með forsvarsmönnum Kauphallarinnar og gerði í kjölfarið margar tilraunir til að leysa málið, m.a. með fjórum tillögum um breytta uppsetningu fréttatilkynningarinnar. Þessum tillögum sinntu starfsmenn Kauphallarinnar lítt,“ segir Atorka sem kveður eðlilegt að leggja áherslu á uppgjör móðurfélagsins sem enda lýsi afkomunni best, um leið og fram hafi komið upplýsingar um rekstur samstæðunnar. Atorka fór fram á að fá birt mótsvör sín í upplýsingakerfi Kauphallarinnar en var neitað um þá birtingu. Segir talsmaður Atorku að fyrirtækið furði sig mjög á viðhorfi og viðbrögðum Kauphallarinnar. Viðskipti Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Kauphöll Íslands sektaði í gær Atorku Group um 2,5 milljónir króna fyrir villandi upplýsingagjöf í tilkynningu. Atorka mótmælir ákvörðuninni harðlega og kveðst standa vel að upplýsingagjöf og vera það félag Kauphallarinnar sem birti ítarlegust uppgjör um starfsemi sína. Kauphöll Íslands hefur áminnt Atorku Group opinberlega og sektað félagið um 2,5 milljónir króna fyrir brot á reglum Kauphallarinnar. Kauphöllin sendi frá sér tilkynningu þessa efnis eftir lokun markaða í gær. Atorka mótmælir ákvörðuninni harðlega og hefur falið lögmönnum sínum að höfða dómsmál til ógildingar henni. Þá lýsir Atorka Kauphöllina ábyrga fyrir öllu tjóni sem af málinu kann að hljótast. „Jafnframt verður Fjármálaeftirlitinu sent erindi vegna málsins á grundvelli eftirlitshlutverks þess samkvæmt XI. kafla laga um starfsemi kauphalla,“ segir í tilkynningu félagsins. Kauphöllin segir Atorku Group hafa gerst brotlega við reglur fyrir útgefendur verðbréfa þegar félagið sendi 30. ágúst Kauphöll Íslands fréttatilkynningu vegna birtingar á sex mánaða uppgjöri þess. „Fyrirsögn tilkynningarinnar var: „Hagnaður Atorku Group eftir skatta á fyrri helmingi ársins var tæplega 4,9 milljarðar króna.“ Við lestur uppgjörsins kom í ljós að hagnaður samstæðunnar var 187 milljónir króna. Þær lykiltölur sem fram komu í fréttatilkynningunni voru aðeins lykiltölur móðurfélagsins. Engar lykiltölur voru um samstæðuna,“ segir í tilkynningu Kauphallarinnar og tekið fram að óskað hafi verið leiðréttingar. Eftir fund 13. september sendi Atorka frá sér nýjar tilkynningar 14., 19. og 21. sama mánaðar, en Kauphöllin taldi þær ófullnægjandi „þar sem umfjöllun um móðurfélagið var enn þungamiðjan í tilkynningunum“. Þannig segir Kauphöllin að fréttatilkynning Atorku vegna uppgjörsins hefði átt að endurspegla uppgjör samstæðunnar og félaginu væri óheimilt að haga tilkynningunni með þeim hætti að veita nær eingöngu upplýsingar um niðurstöðu reikningsskila móðurfélagsins. Atorka segir að málið allt byggist á alvarlegum misskilningi á lögum og reglum sem gilda um Kauphöll Íslands og uppgjör fyrirtækja og kveðst hafa stundað bæði ítarlega og vandaða upplýsingagjöf umfram skyldur sínar. „Í fréttatilkynningu Kauphallar Íslands er því ranglega haldið fram að ekki hafi verið brugðist við tilmælum Kauphallarinnar. Þetta er rangt því Atorka óskaði eftir fundi með forsvarsmönnum Kauphallarinnar og gerði í kjölfarið margar tilraunir til að leysa málið, m.a. með fjórum tillögum um breytta uppsetningu fréttatilkynningarinnar. Þessum tillögum sinntu starfsmenn Kauphallarinnar lítt,“ segir Atorka sem kveður eðlilegt að leggja áherslu á uppgjör móðurfélagsins sem enda lýsi afkomunni best, um leið og fram hafi komið upplýsingar um rekstur samstæðunnar. Atorka fór fram á að fá birt mótsvör sín í upplýsingakerfi Kauphallarinnar en var neitað um þá birtingu. Segir talsmaður Atorku að fyrirtækið furði sig mjög á viðhorfi og viðbrögðum Kauphallarinnar.
Viðskipti Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira