Eimskip kaupir finnska félagið Containerships 29. september 2006 00:01 Baldur Guðnason forstjóri Eimskipa Baldur segir ekkert hafa verið ákveðið um hvort starfsemi skipafélaganna muni síðar meir verða sameinuð undir einu vörumerki, það verði tíminn að leiða í ljós. MYND/E.ÓL. Eimskip hefur gengið frá kaupum á meirihluta í finnska skipafélaginu Containerships. Félögin taka höndum saman um að mynda eitt stærsta flutningabandalag Evrópu í styttri siglingum. Eimskip, dótturfélag Avion Group, hefur gengið frá kaupum á 65 prósenta hlut í finnska skipafélaginu Containerships. Stofnað hefur verið til nýs félags, Containerships Group, þar sem einnig er innanborðs litháenska skipafélagið Kursiu Linija sem Eimskip keypti fyrr á árinu. Með samstarfinu mynda fyrirtækin eitt stærsta flutningabandalag Evrópu í styttri siglingum, með 41 skip og hafa yfir þrjátíu þúsund gámaeiningum að ráða. Að ósk seljenda finnska félagsins er kaupverðið ekki gefið upp, en kaupin eru fjármögnuð með eigin fé og lánsfé. Þau 35 prósent sem eftir eru í Containerships Group verða í eigu Container Finance Ltd. Oy og hefur Eimskip kauprétt að hlutnum innan tveggja til þriggja ára. Það sem í raun gerist er að við kaupum þennan 65 prósenta hlut í Containerships, sem á móti kaupir af okkur Kursiu Linija og það verður dótturfélag. Þannig samþættum við starfsemi þessara tveggja félaga sem bæði hafa mjög sterka stöðu á Eystrasaltssvæðinu, annað mjög sterkt í Finnlandi og í Sankti Pétursborg og hitt sunnan megin, segir Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips. Hann segir kaupin styrkja stöðu félagsins á ört vaxandi markaði þar sem spáð sé fimmtán til tuttugu prósenta vexti næstu árin. Baldur segir verða að koma í ljós hvort félagið nýti sér kaupréttinn á því sem eftir standi í Containerships. Ljóst er að mikil verðmæti eru í þessum partnerum okkar. Sama fjölskyldan hefur rekið þetta frá upphafi og fyrirtækið fagnar fjörutíu ára afmæli í desember. Síðan er þetta aðalgámaskipafélagið í Finnlandi, svona hálfgert Eimskip þeirra þar. Tveir lykilstarfsmenn Eimskipa hverfa til starfa hjá Containerships Group, Sigurjón Markússon sem um áramót tekur við starfi forstjóra félagsins og Hilmar Pétur Valgarðsson sem stýrt hefur bókhaldi og hagdeild Eimskipa. Við leggjum áherslu á að setja þarna inn öfluga menn til liðs við það góða fólk sem þar er fyrir, segir Baldur. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort til greina komi að sameina starfsemi skipafélaganna undir einu merki þegar fram líða stundir. En auðvitað kemur allt til greina í því, segir Baldur. Eitt skipa Containerships Kimmo Nordström, forstjóri Containerships sem verður stjórnarformaður nýja félagsins um áramót, segir ákvörðunina um þátttöku í samstarfinu ekki hafa verið léttvæga. En Eimskip hefur hins vegar sannfært okkur um virðisaukann sem af því hlýst. Hann bendir á að reksturinn gangi betur en nokkru sinni. Áherslur á heildarlausnir fyrir viðskiptavini okkar, ásamt miklum fjárfestingum í Rússlandi, hafa reynst réttar. Fjölskyldurekið fyrirtæki hefur hins vegar takmarkaðar auðlindir fjárhagslega. Með Eimskipum verður Containerships betur í stakk búið til að fjárfesta í vexti og viðhalda útrás okkar. Containerships Group koma til með að reka ellefu skip á Eystrasaltssvæðinu, með 200 milljón evra veltu, sex prósent í EBITDA og rúmlega 500 starfsmenn. Höfuðstöðvarnar verða í Helsinki í Finnlandi. Viðskipti Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Eimskip hefur gengið frá kaupum á meirihluta í finnska skipafélaginu Containerships. Félögin taka höndum saman um að mynda eitt stærsta flutningabandalag Evrópu í styttri siglingum. Eimskip, dótturfélag Avion Group, hefur gengið frá kaupum á 65 prósenta hlut í finnska skipafélaginu Containerships. Stofnað hefur verið til nýs félags, Containerships Group, þar sem einnig er innanborðs litháenska skipafélagið Kursiu Linija sem Eimskip keypti fyrr á árinu. Með samstarfinu mynda fyrirtækin eitt stærsta flutningabandalag Evrópu í styttri siglingum, með 41 skip og hafa yfir þrjátíu þúsund gámaeiningum að ráða. Að ósk seljenda finnska félagsins er kaupverðið ekki gefið upp, en kaupin eru fjármögnuð með eigin fé og lánsfé. Þau 35 prósent sem eftir eru í Containerships Group verða í eigu Container Finance Ltd. Oy og hefur Eimskip kauprétt að hlutnum innan tveggja til þriggja ára. Það sem í raun gerist er að við kaupum þennan 65 prósenta hlut í Containerships, sem á móti kaupir af okkur Kursiu Linija og það verður dótturfélag. Þannig samþættum við starfsemi þessara tveggja félaga sem bæði hafa mjög sterka stöðu á Eystrasaltssvæðinu, annað mjög sterkt í Finnlandi og í Sankti Pétursborg og hitt sunnan megin, segir Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips. Hann segir kaupin styrkja stöðu félagsins á ört vaxandi markaði þar sem spáð sé fimmtán til tuttugu prósenta vexti næstu árin. Baldur segir verða að koma í ljós hvort félagið nýti sér kaupréttinn á því sem eftir standi í Containerships. Ljóst er að mikil verðmæti eru í þessum partnerum okkar. Sama fjölskyldan hefur rekið þetta frá upphafi og fyrirtækið fagnar fjörutíu ára afmæli í desember. Síðan er þetta aðalgámaskipafélagið í Finnlandi, svona hálfgert Eimskip þeirra þar. Tveir lykilstarfsmenn Eimskipa hverfa til starfa hjá Containerships Group, Sigurjón Markússon sem um áramót tekur við starfi forstjóra félagsins og Hilmar Pétur Valgarðsson sem stýrt hefur bókhaldi og hagdeild Eimskipa. Við leggjum áherslu á að setja þarna inn öfluga menn til liðs við það góða fólk sem þar er fyrir, segir Baldur. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort til greina komi að sameina starfsemi skipafélaganna undir einu merki þegar fram líða stundir. En auðvitað kemur allt til greina í því, segir Baldur. Eitt skipa Containerships Kimmo Nordström, forstjóri Containerships sem verður stjórnarformaður nýja félagsins um áramót, segir ákvörðunina um þátttöku í samstarfinu ekki hafa verið léttvæga. En Eimskip hefur hins vegar sannfært okkur um virðisaukann sem af því hlýst. Hann bendir á að reksturinn gangi betur en nokkru sinni. Áherslur á heildarlausnir fyrir viðskiptavini okkar, ásamt miklum fjárfestingum í Rússlandi, hafa reynst réttar. Fjölskyldurekið fyrirtæki hefur hins vegar takmarkaðar auðlindir fjárhagslega. Með Eimskipum verður Containerships betur í stakk búið til að fjárfesta í vexti og viðhalda útrás okkar. Containerships Group koma til með að reka ellefu skip á Eystrasaltssvæðinu, með 200 milljón evra veltu, sex prósent í EBITDA og rúmlega 500 starfsmenn. Höfuðstöðvarnar verða í Helsinki í Finnlandi.
Viðskipti Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira