Efasemdir um enn víðtækari samruna 27. september 2006 00:01 Orðrómur var uppi um miðjan mánuðinn að NASDAQ-markaðurinn í Bandaríkjunum hygðist taka yfir OMX. Á þeim tíma sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, að sameining við báða markaðina væri góður kostur. NASDAQ á þegar fjórðungshlut í LSE, kauphöll Lundúna í Bretlandi. Síðustu vikur og misseri hafa verið nokkuð miklar vangaveltur um frekari samruna kauphalla eða yfirtökur og jafnvel ekki talið seinna vænna fyrir Kauphöll Íslands að ganga inn í samstarf, áður en kauphallir yrðu svo stórar að takmarkaður áhugi yrði fyrir því að taka inn dvergkauphöll á borð við markaðinn hér. Ekki eru þó allir á einu máli um vænleika þess fyrir smærri kauphallir að ganga inn í stærri. Þannig höfðu nýverið á ráðstefnu Sambands alþjóðafjárfesta í Varsjá í Póllandi forsvarsmenn bæði Kauphallarinnar í Varsjá og OMX uppi nokkur varnaðarorð um möguleikann á samruna markaða á heimsvísu. Þannig er mögulegur samruni risakauphalla á borð við NYSE (Kauphöllin í New York) og Euronext, eða Nasdaq og LSE, kauphallarinnar í Lundúnum, sagður valda smærri kauphöllum nokkrum áhyggjum. Í IR Magazine er haft eftir Henri Bergström, yfirmanni hjá OMX, að markaðir séu ekki nógu langt komnir til að geta starfað á hnattrænum skala, auk þess sem ólíkt regluverk og tæknimál standi í vegi fyrir svo víðtækum samruna. Ludwik Sobolewski, forstjóri Varsjárkauphallarinnar, sagðist einnig óttast að smærri kauphallir yrðu hornreka í samruna á heimsvísu og ekki væri séð fyrir endann á slíkri þróun. Viðskipti Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Orðrómur var uppi um miðjan mánuðinn að NASDAQ-markaðurinn í Bandaríkjunum hygðist taka yfir OMX. Á þeim tíma sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, að sameining við báða markaðina væri góður kostur. NASDAQ á þegar fjórðungshlut í LSE, kauphöll Lundúna í Bretlandi. Síðustu vikur og misseri hafa verið nokkuð miklar vangaveltur um frekari samruna kauphalla eða yfirtökur og jafnvel ekki talið seinna vænna fyrir Kauphöll Íslands að ganga inn í samstarf, áður en kauphallir yrðu svo stórar að takmarkaður áhugi yrði fyrir því að taka inn dvergkauphöll á borð við markaðinn hér. Ekki eru þó allir á einu máli um vænleika þess fyrir smærri kauphallir að ganga inn í stærri. Þannig höfðu nýverið á ráðstefnu Sambands alþjóðafjárfesta í Varsjá í Póllandi forsvarsmenn bæði Kauphallarinnar í Varsjá og OMX uppi nokkur varnaðarorð um möguleikann á samruna markaða á heimsvísu. Þannig er mögulegur samruni risakauphalla á borð við NYSE (Kauphöllin í New York) og Euronext, eða Nasdaq og LSE, kauphallarinnar í Lundúnum, sagður valda smærri kauphöllum nokkrum áhyggjum. Í IR Magazine er haft eftir Henri Bergström, yfirmanni hjá OMX, að markaðir séu ekki nógu langt komnir til að geta starfað á hnattrænum skala, auk þess sem ólíkt regluverk og tæknimál standi í vegi fyrir svo víðtækum samruna. Ludwik Sobolewski, forstjóri Varsjárkauphallarinnar, sagðist einnig óttast að smærri kauphallir yrðu hornreka í samruna á heimsvísu og ekki væri séð fyrir endann á slíkri þróun.
Viðskipti Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira