Menning og markaðshyggja 22. september 2006 08:27 Páll Skúlason, fyrrverandi háskólarektor, flutti erindi um menningu og markaðshyggju á 120 ára afmæli Sigurðar Nordals 14. september. Hann sagði, að Nordal hefði talið mest um vert, að fólk kæmist til þroska og fengi að njóta sín. Frjáls markaður væri nauðsynlegur, en mætti ekki hefta slíkan þroska. Ekki væri rétt að gera úr honum markaðshyggju fremur en þjóðernishyggju úr þjóðerni. Páll hafði eftir Nordal, að andleysi og fégirnd bæru þroskaleysi vitni, og bætti við frá eigin brjósti, að hvort tveggja þrifist á markaðnum. Páll nefndi enn fremur í erindi sínu landið og miðin, sem ættu að vera sameign þjóðarinnar, ekki einkaeign misviturra manna. Hann kvað einnig stofnanir eins og Ríkisútvarpið og Þjóðminjasafnið þurfa að vera óhultar fyrir markaðnum. Ég hef ýmislegt við erindi Páls að athuga. Í fyrsta lagi er markaðshyggja varla til. Fáir sem engir trúa því, að allt eigi að ganga kaupum og sölum. Menn hafa vitanlega tilfinningar og fórna sér stundum fyrir aðra. Adam Smith og aðrir frjálshyggjumenn töldu hins vegar, að í viðskiptum við ókunnugt fólk væri matarástin vænlegri til árangurs en náungakærleikurinn. Við getum ekki látið stjórnast af náungakærleika, nema þegar um náunga okkar er að ræða. Hvort tveggja á við, en hvort á sínu sviði. Í öðru lagi er það þroskaleysi, sem kalla má andleysi, ekkert sérkenni markaðarins. Í erindi sínu hafði Páll raunar eftir Sigurði Nordal, að eitt skýrasta dæmið um andleysi væri, þegar samtímamenn hans kváðu bestu minningar sínar vera úr stríðinu 1914-1918. Tilkomumeira var að sögn Nordals að þroskast af sjálfsdáðum en sakna samkenndar skotgrafanna. En frjálshyggjumenn telja einmitt, að tilhneiging fólks til að skjóta á aðra minnki, ef það sér í þeim væntanlega viðskiptavini. Friður er þroskanum nauðsynlegur, en frjáls viðskipti eru friðvænlegri en valdbeiting. Hvort skyldi vera betra að fá eitthvað frá öðrum með verði eða sverði? Enginn er heldur hrifinn af fégirnd. En hvort skyldi stoða betur gegn fégirndinni að prédika gegn henni eins og Páll Skúlason og þúsund aðrir spekingar eða veita henni í farveg, þar sem hún verður gagnleg öðrum? Kosturinn við frjálsa samkeppni á markaði er, að hún virkjar fégirndina í almannaþágu. Fégjarn maður verður ekki ríkur, nema hann bjóði fram betri vöru eða þjónustu en aðrir. Í þriðja lagi sýnir öll reynsla tuttugustu aldar, að miklu betur er farið með auðlindir eins og jarðir og fiskistofna, ef einhver á þær og gætir þeirra. Aristóteles benti raunar á þetta í gagnrýni sinni á Platón. Ein meginrökin fyrir einkaeignarrétti koma líka fram í íslenska spakmælinu: Garður er granna sættir. Í keppninni um knöpp gæði tilverunnar er friðvænlegast að leyfa fólki að eiga þau og skiptast á þeim. Þá lenda þau að lokum í höndum þeirra, sem meta þau mest (greiða hæst verð fyrir þau), ekki hinna, sem tala fjálglegast um þau. Í fjórða lagi telja frjálshyggjumenn, að þroskamöguleikar í skilningi Sigurðar Nordals séu mestir við frelsi. Ríkið hafi oftar heft þroska manna en stuðlað að honum. Frjálshyggjumenn tortryggja ríkisvaldið. Þeir telja óeðlilegt, þegar einhver hópur hrifsar það til sín og notar til að neyða smekk sínum upp á aðra (eða til að láta aðra kosta eigin smekk). Páll Skúlason nefndi Ríkisútvarpið (sem tók upp erindi hans og flutti í morgunútvarpi daginn eftir). Hvers vegna erum við öll skylduð til að greiða áskrift að Ríkisútvarpinu, en megum velja um áskrift að Stöð tvö og Skjá einum? Og hvort skyldi Ríkisútvarpið frekar vera rekið í þágu starfsmannanna eða almennings? Öðru máli gegnir um Þjóðminjasafnið og jafnvel Þjóðarbókhlöðuna. Þessar stofnanir eru til þess að varðveita menningararf okkar. Eðlilegt er, að ríkið geri það og friði ýmis menningarverðmæti, svo sem sjaldgæfar dýrategundir, sérkennilega staði og sögulegar minjar. Þar er ég sammála Páli. En dæmi hans á ekki við um Ríkisútvarpið, Sinfóníuhljómsveitina og Háskólann. Eiga þeir, sem njóta þjónustu þessara fyrirtækja, ekki að greiða fyrir hana sjálfir í stað þess að taka af sjálfsaflafé annarra? Frjálshyggjumenn afþakka forsjá spekinga, af því að þeir vilja eins og Sigurður Nordal, að fólk fái að njóta sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skoðanir Mest lesið Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Páll Skúlason, fyrrverandi háskólarektor, flutti erindi um menningu og markaðshyggju á 120 ára afmæli Sigurðar Nordals 14. september. Hann sagði, að Nordal hefði talið mest um vert, að fólk kæmist til þroska og fengi að njóta sín. Frjáls markaður væri nauðsynlegur, en mætti ekki hefta slíkan þroska. Ekki væri rétt að gera úr honum markaðshyggju fremur en þjóðernishyggju úr þjóðerni. Páll hafði eftir Nordal, að andleysi og fégirnd bæru þroskaleysi vitni, og bætti við frá eigin brjósti, að hvort tveggja þrifist á markaðnum. Páll nefndi enn fremur í erindi sínu landið og miðin, sem ættu að vera sameign þjóðarinnar, ekki einkaeign misviturra manna. Hann kvað einnig stofnanir eins og Ríkisútvarpið og Þjóðminjasafnið þurfa að vera óhultar fyrir markaðnum. Ég hef ýmislegt við erindi Páls að athuga. Í fyrsta lagi er markaðshyggja varla til. Fáir sem engir trúa því, að allt eigi að ganga kaupum og sölum. Menn hafa vitanlega tilfinningar og fórna sér stundum fyrir aðra. Adam Smith og aðrir frjálshyggjumenn töldu hins vegar, að í viðskiptum við ókunnugt fólk væri matarástin vænlegri til árangurs en náungakærleikurinn. Við getum ekki látið stjórnast af náungakærleika, nema þegar um náunga okkar er að ræða. Hvort tveggja á við, en hvort á sínu sviði. Í öðru lagi er það þroskaleysi, sem kalla má andleysi, ekkert sérkenni markaðarins. Í erindi sínu hafði Páll raunar eftir Sigurði Nordal, að eitt skýrasta dæmið um andleysi væri, þegar samtímamenn hans kváðu bestu minningar sínar vera úr stríðinu 1914-1918. Tilkomumeira var að sögn Nordals að þroskast af sjálfsdáðum en sakna samkenndar skotgrafanna. En frjálshyggjumenn telja einmitt, að tilhneiging fólks til að skjóta á aðra minnki, ef það sér í þeim væntanlega viðskiptavini. Friður er þroskanum nauðsynlegur, en frjáls viðskipti eru friðvænlegri en valdbeiting. Hvort skyldi vera betra að fá eitthvað frá öðrum með verði eða sverði? Enginn er heldur hrifinn af fégirnd. En hvort skyldi stoða betur gegn fégirndinni að prédika gegn henni eins og Páll Skúlason og þúsund aðrir spekingar eða veita henni í farveg, þar sem hún verður gagnleg öðrum? Kosturinn við frjálsa samkeppni á markaði er, að hún virkjar fégirndina í almannaþágu. Fégjarn maður verður ekki ríkur, nema hann bjóði fram betri vöru eða þjónustu en aðrir. Í þriðja lagi sýnir öll reynsla tuttugustu aldar, að miklu betur er farið með auðlindir eins og jarðir og fiskistofna, ef einhver á þær og gætir þeirra. Aristóteles benti raunar á þetta í gagnrýni sinni á Platón. Ein meginrökin fyrir einkaeignarrétti koma líka fram í íslenska spakmælinu: Garður er granna sættir. Í keppninni um knöpp gæði tilverunnar er friðvænlegast að leyfa fólki að eiga þau og skiptast á þeim. Þá lenda þau að lokum í höndum þeirra, sem meta þau mest (greiða hæst verð fyrir þau), ekki hinna, sem tala fjálglegast um þau. Í fjórða lagi telja frjálshyggjumenn, að þroskamöguleikar í skilningi Sigurðar Nordals séu mestir við frelsi. Ríkið hafi oftar heft þroska manna en stuðlað að honum. Frjálshyggjumenn tortryggja ríkisvaldið. Þeir telja óeðlilegt, þegar einhver hópur hrifsar það til sín og notar til að neyða smekk sínum upp á aðra (eða til að láta aðra kosta eigin smekk). Páll Skúlason nefndi Ríkisútvarpið (sem tók upp erindi hans og flutti í morgunútvarpi daginn eftir). Hvers vegna erum við öll skylduð til að greiða áskrift að Ríkisútvarpinu, en megum velja um áskrift að Stöð tvö og Skjá einum? Og hvort skyldi Ríkisútvarpið frekar vera rekið í þágu starfsmannanna eða almennings? Öðru máli gegnir um Þjóðminjasafnið og jafnvel Þjóðarbókhlöðuna. Þessar stofnanir eru til þess að varðveita menningararf okkar. Eðlilegt er, að ríkið geri það og friði ýmis menningarverðmæti, svo sem sjaldgæfar dýrategundir, sérkennilega staði og sögulegar minjar. Þar er ég sammála Páli. En dæmi hans á ekki við um Ríkisútvarpið, Sinfóníuhljómsveitina og Háskólann. Eiga þeir, sem njóta þjónustu þessara fyrirtækja, ekki að greiða fyrir hana sjálfir í stað þess að taka af sjálfsaflafé annarra? Frjálshyggjumenn afþakka forsjá spekinga, af því að þeir vilja eins og Sigurður Nordal, að fólk fái að njóta sín.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun