Erum á góðum stað í samrunaferli kauphalla 20. september 2006 00:01 Kauphöll Íslands Forsvarsmenn stærstu fyrirtækja í Kauphöll Íslands fagna mjög fyrirhuguðum samruna við OMX kauphallirnar en stærri fyrirtæki Kauphallarinnar hafa lengi haft áhuga á auknu alþjóðasamstarfi. Friðrik Jóhannsson, stjórnarformaður Kauphallar Íslands og forstjóri Straums Burðaráss fjárfestingabanka, segir ljóst að með sameiningunni aukist sýnileiki fyrirtækja og möguleikar á að fá til liðs við sig erlenda fjárfesta. Sömuleiðis segir hann hugsanlegt að ákveðin tækifæri felist í því fyrir stærstu fyrirtækin að komast inn í vísitölur OMX, því þar fjárfesti gjarnan stórir sjóðir sem ella hefðu ekki keypt í þessum fyrirtækjum. "Ég lít á þetta sem mikið framfaramál fyrir skráð félög," segir hann, en uppi hafa verið vangaveltur um að stærstu félögin myndu jafnvel færa skráningu sína annað verði ekki af auknu samstarfi. "Þetta styrkir félögin og viðskipti með hlutabréfin." Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings banka á Íslandi, stærsta fyrirtækis Kauphallar Íslands, segir samrunann við OMX afar jákvæða frétt fyrir innlendan fjármálamarkað í heild sem haft geti víðtæk áhrif til hins betra. "Ef við hugsum um skráð félög og ekki síður fjárfestana, þá eru menn allt í einu orðnir hluti af mjög stórum norrænum fjármálamarkaði í kauphöll sem orðin er nafn í þessum kauphallarheimi með stór nöfn innanborðs. Allt í einu, með þessari einu aðgerð, er því kominn bæði aukinn sýnileiki og seljanleiki, nokkuð sem menn hafa árum saman verið að reyna að koma á." Ingólfur segir að til viðbótar hafi fyrirtækin, eftir því hvar þau lendi í atvinnugreina- og stærðarflokkun, möguleika á að komast inn í vísitölur sem OMX stendur að án þess að missa sérkenni heimamarkaðarins. Þá gerist einnig um leið og fyrirtæki lenda inni í þessum vísitölum að erlendir greiningaraðilar taka að fjalla um þau, nokkuð sem sáralítið hefur verið um til þessa. Sömuleiðis ýtir samræming sem í samstarfi felst undir fjárfestingar milli landa, enda er rutt úr vegi tæknihindrunum sem annars geta byggst upp milli landa í ólíkum viðskiptakerfum. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir bankann hafa litið svo á að sameiningin við OMX geti falið í sér tækifæri með auknum sýnileika á stórum markaði og það eigi í raun við um öll fyrirtækin sem skráð séu í Kauphöllina hér. "Svo virðist líka tilhneigingin í þá átt að við förum ekki bara þarna inn heldur gæti OMX jafnvel orðið hluti af stærri heild. Þá er betra að vera kominn inn í þetta fremur en ætla að koma eftir á," segir hann og telur jafnvel að stærri kauphöll, með OMX innanborðs, hefði haft takmarkaðan áhuga á að taka inn Kauphöll Íslands. "Við lítum því á að þetta sé mjög jákvætt." Orðrómur var uppi um miðjan mánuðinn að NASDAQ-markaðurinn í Bandaríkjunum hygðist taka yfir OMX. Á þeim tíma sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, að sameining við báða markaðina væri góður kostur. NASDAQ á þegar fjórðungshlut í LSE, kauphöll Lundúna í Bretlandi. Viðskipti Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Forsvarsmenn stærstu fyrirtækja í Kauphöll Íslands fagna mjög fyrirhuguðum samruna við OMX kauphallirnar en stærri fyrirtæki Kauphallarinnar hafa lengi haft áhuga á auknu alþjóðasamstarfi. Friðrik Jóhannsson, stjórnarformaður Kauphallar Íslands og forstjóri Straums Burðaráss fjárfestingabanka, segir ljóst að með sameiningunni aukist sýnileiki fyrirtækja og möguleikar á að fá til liðs við sig erlenda fjárfesta. Sömuleiðis segir hann hugsanlegt að ákveðin tækifæri felist í því fyrir stærstu fyrirtækin að komast inn í vísitölur OMX, því þar fjárfesti gjarnan stórir sjóðir sem ella hefðu ekki keypt í þessum fyrirtækjum. "Ég lít á þetta sem mikið framfaramál fyrir skráð félög," segir hann, en uppi hafa verið vangaveltur um að stærstu félögin myndu jafnvel færa skráningu sína annað verði ekki af auknu samstarfi. "Þetta styrkir félögin og viðskipti með hlutabréfin." Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings banka á Íslandi, stærsta fyrirtækis Kauphallar Íslands, segir samrunann við OMX afar jákvæða frétt fyrir innlendan fjármálamarkað í heild sem haft geti víðtæk áhrif til hins betra. "Ef við hugsum um skráð félög og ekki síður fjárfestana, þá eru menn allt í einu orðnir hluti af mjög stórum norrænum fjármálamarkaði í kauphöll sem orðin er nafn í þessum kauphallarheimi með stór nöfn innanborðs. Allt í einu, með þessari einu aðgerð, er því kominn bæði aukinn sýnileiki og seljanleiki, nokkuð sem menn hafa árum saman verið að reyna að koma á." Ingólfur segir að til viðbótar hafi fyrirtækin, eftir því hvar þau lendi í atvinnugreina- og stærðarflokkun, möguleika á að komast inn í vísitölur sem OMX stendur að án þess að missa sérkenni heimamarkaðarins. Þá gerist einnig um leið og fyrirtæki lenda inni í þessum vísitölum að erlendir greiningaraðilar taka að fjalla um þau, nokkuð sem sáralítið hefur verið um til þessa. Sömuleiðis ýtir samræming sem í samstarfi felst undir fjárfestingar milli landa, enda er rutt úr vegi tæknihindrunum sem annars geta byggst upp milli landa í ólíkum viðskiptakerfum. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir bankann hafa litið svo á að sameiningin við OMX geti falið í sér tækifæri með auknum sýnileika á stórum markaði og það eigi í raun við um öll fyrirtækin sem skráð séu í Kauphöllina hér. "Svo virðist líka tilhneigingin í þá átt að við förum ekki bara þarna inn heldur gæti OMX jafnvel orðið hluti af stærri heild. Þá er betra að vera kominn inn í þetta fremur en ætla að koma eftir á," segir hann og telur jafnvel að stærri kauphöll, með OMX innanborðs, hefði haft takmarkaðan áhuga á að taka inn Kauphöll Íslands. "Við lítum því á að þetta sé mjög jákvætt." Orðrómur var uppi um miðjan mánuðinn að NASDAQ-markaðurinn í Bandaríkjunum hygðist taka yfir OMX. Á þeim tíma sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, að sameining við báða markaðina væri góður kostur. NASDAQ á þegar fjórðungshlut í LSE, kauphöll Lundúna í Bretlandi.
Viðskipti Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira