Málstaður Hjálmars Árnasonar Ögmundur jónasson skrifar 16. september 2006 00:01 Þingflokksformanni Framsóknarflokksins svarað Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, skrifar nokkuð óvenjulega grein í Fréttablaðið sl. miðvikudag. Greininni er bersýnilega ætlað að vera eins konar vörn fyrir málstað Framsóknarflokksins. Í yfirskrift hennar er vísað í pólitísk hryðjuverk. Við lestur greinarinnar kemur í ljós að hryðjuverkamennirnir eru undirritaður og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Steingrímur J. Sigfússon. Við erum kallaðir lygarar, menn sem sannleikurinn virðist engu skipta því tilgangurinn helgi meðalið. Hjálmar telur að jafnharðan og flett sé ofan af lygum okkar séum við komnir fram með ný ósannindi. Í stað þess að skammast sín fyrir lygarnar og ásakanirnar búa þeir til nýtt leikrit sem hefst á því að Ögmundur gengur af fundi iðnaðarnefndar og baðar út öllum öngum í fjölmiðlum. Nú er það leynd Landsvirkjunar sem er glæpurinn... Ekki ætla ég mér að reyna að hafa áhrif á hvernig formaður þingflokks Framsóknarflokksins hagar málflutningi sínum, hvaða orð hann notar og hvernig. Það er hans mál. Lesendum til glöggvunar vil ég hins vegar fara örfáum orðum um tilefni skrifa Hjálmars Árnasonar. Nýlega kom fram í fjölmiðlum Grímur Björnsson, virtur vísindamaður á sviði jarðvísinda. Í fréttaviðtölum við hann var til umfjöllunar greinargerð sem hann sendi stjórnvöldum í febrúar árið 2002. Þessi greinargerð hefur öðlast aukna þýðingu í ljósi þess að stöðugt eru að koma fram nýjar upplýsingar jarðfræðilegs eðlis um Kárahnjúkasvæðið sem orðið hafa þess valdandi að Landsvirkjun hefur þurft að breyta framkvæmdum á ýmsa lund. Varnaðarorð Gríms lúta að því sem síðar hefur komið í ljós og þá ekki síður hinu að hann telur rannsóknum mjög ábótavant. Í bréfi sínu til stjórnvalda segir Grímur Björnsson í upphafsorðum: Nú í dag, 14. febrúar 2002, stendur svo til að leggja fyrir Alþingi frumvarp um virkjunina og fá leyfi þingsins til að mannvirkið verði reist. Sökum þess hve undirrituðum finnst þetta verkefni illa undirbúið og alls ekki tækt til ákvarðanatöku, er þessi greinargerð sett saman…. Hér er engum blöðum um það að fletta að vísindamaðurinn er að leitast við að koma á framfæri upplýsingum til þeirra sem taka ákvörðun um virkjunarframkvæmdina. Valgerður Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðarráðherra, hefur hins vegar sagt í umæðu um þetta mál að Alþingi hafi fengið allar þær upplýsingar sem skiptu máli! Það eru þá væntanlega Valgerður sjálf, orkumálastjóri og Landsvirkjunarmenn sem eiga að ákveða hvað skiptir Alþingi máli. Hjálmar nefnir að vísað hafi verið í þessa skýrslu á Alþingi á árinu 2003. Það sem máli skiptir í mínum huga er hvað með greinargerðina var gert þegar hún kom fram, á þeim tíma sem ákvörðun var tekin. Það er á þessari forsendu sem við höfum kallað eftir pólitískri ábyrgð í þessu máli, nokkuð sem fyrrverandi iðnaðarráðherra hefur neitað að ræða. Nú vill svo til að á Alþingi voru þingmenn sem sjálfir vildu fara í saumana á málum og einnig bera álitamál undir sérfróða aðila sem þeir treystu. Í mínum huga er það algerlega óásættanlegt að upplýsingum af þessu tagi skuli hafa verið haldið frá þingmönnum og skrifast ábyrgðin að sjálfsögðu á þann ráðherra sem fór með málaflokkinn og ríkisstjórnina í heild sinni. Þá er komið að leikritinu sem Hjálmar nefnir svo. Það var þegar undirritaður mótmælti því að þingmenn væru krafnir um að þegja yfir upplýsingum um efnahagsforsendur virkjunarinnar. Formaður iðnaðarnefndar Alþingis, Birkir J. Jónsson, tók undir þessa kröfu Landsvirkjunarmanna og sagði að fráleitt væri að gera slíkar upplýsingakröfur á hendur fyrirtæki úti í bæ og vísaði hann þar til Landsvirkjunar. Enda þótt Framsóknarflokkurinn vilji einkavæða raforkukerfið er formaður iðnaðarnefndar eitthvað kominn fram úr sjálfum sér með þessum yfirlýsingum því enn er Landsvirkjun í almannaeign. Það er líka staðreynd að allar framkvæmdir Landsvirkjunar eru á ábyrgð skattborgaranna og þar með þjóðarinnar. Er virkilega svo illa komið fyrir Framsóknarflokknum að honum finnist það til marks um sýndarmennsku að krefjast þess að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar fái óheftan aðgang að öllum upplýsingum um þessa stærstu framkvæmd Íslandssögunnar og að umræða um hana eigi að vera opin og lýðræðisleg? Hvað gæti réttlætt þetta leynimakk með álrisanum? Telur Framsóknarflokkurinn sig hafa ríkari skuldbindingum að gegna gagnvart Alcoa en gagnvart íslensku þjóðinni? Það verður fróðlegt að sjá hvort þjóðin veitir Framsóknarflokknum áfram brautargengi til þess að gæta hagsmuna sinna. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri-grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Þingflokksformanni Framsóknarflokksins svarað Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, skrifar nokkuð óvenjulega grein í Fréttablaðið sl. miðvikudag. Greininni er bersýnilega ætlað að vera eins konar vörn fyrir málstað Framsóknarflokksins. Í yfirskrift hennar er vísað í pólitísk hryðjuverk. Við lestur greinarinnar kemur í ljós að hryðjuverkamennirnir eru undirritaður og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Steingrímur J. Sigfússon. Við erum kallaðir lygarar, menn sem sannleikurinn virðist engu skipta því tilgangurinn helgi meðalið. Hjálmar telur að jafnharðan og flett sé ofan af lygum okkar séum við komnir fram með ný ósannindi. Í stað þess að skammast sín fyrir lygarnar og ásakanirnar búa þeir til nýtt leikrit sem hefst á því að Ögmundur gengur af fundi iðnaðarnefndar og baðar út öllum öngum í fjölmiðlum. Nú er það leynd Landsvirkjunar sem er glæpurinn... Ekki ætla ég mér að reyna að hafa áhrif á hvernig formaður þingflokks Framsóknarflokksins hagar málflutningi sínum, hvaða orð hann notar og hvernig. Það er hans mál. Lesendum til glöggvunar vil ég hins vegar fara örfáum orðum um tilefni skrifa Hjálmars Árnasonar. Nýlega kom fram í fjölmiðlum Grímur Björnsson, virtur vísindamaður á sviði jarðvísinda. Í fréttaviðtölum við hann var til umfjöllunar greinargerð sem hann sendi stjórnvöldum í febrúar árið 2002. Þessi greinargerð hefur öðlast aukna þýðingu í ljósi þess að stöðugt eru að koma fram nýjar upplýsingar jarðfræðilegs eðlis um Kárahnjúkasvæðið sem orðið hafa þess valdandi að Landsvirkjun hefur þurft að breyta framkvæmdum á ýmsa lund. Varnaðarorð Gríms lúta að því sem síðar hefur komið í ljós og þá ekki síður hinu að hann telur rannsóknum mjög ábótavant. Í bréfi sínu til stjórnvalda segir Grímur Björnsson í upphafsorðum: Nú í dag, 14. febrúar 2002, stendur svo til að leggja fyrir Alþingi frumvarp um virkjunina og fá leyfi þingsins til að mannvirkið verði reist. Sökum þess hve undirrituðum finnst þetta verkefni illa undirbúið og alls ekki tækt til ákvarðanatöku, er þessi greinargerð sett saman…. Hér er engum blöðum um það að fletta að vísindamaðurinn er að leitast við að koma á framfæri upplýsingum til þeirra sem taka ákvörðun um virkjunarframkvæmdina. Valgerður Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðarráðherra, hefur hins vegar sagt í umæðu um þetta mál að Alþingi hafi fengið allar þær upplýsingar sem skiptu máli! Það eru þá væntanlega Valgerður sjálf, orkumálastjóri og Landsvirkjunarmenn sem eiga að ákveða hvað skiptir Alþingi máli. Hjálmar nefnir að vísað hafi verið í þessa skýrslu á Alþingi á árinu 2003. Það sem máli skiptir í mínum huga er hvað með greinargerðina var gert þegar hún kom fram, á þeim tíma sem ákvörðun var tekin. Það er á þessari forsendu sem við höfum kallað eftir pólitískri ábyrgð í þessu máli, nokkuð sem fyrrverandi iðnaðarráðherra hefur neitað að ræða. Nú vill svo til að á Alþingi voru þingmenn sem sjálfir vildu fara í saumana á málum og einnig bera álitamál undir sérfróða aðila sem þeir treystu. Í mínum huga er það algerlega óásættanlegt að upplýsingum af þessu tagi skuli hafa verið haldið frá þingmönnum og skrifast ábyrgðin að sjálfsögðu á þann ráðherra sem fór með málaflokkinn og ríkisstjórnina í heild sinni. Þá er komið að leikritinu sem Hjálmar nefnir svo. Það var þegar undirritaður mótmælti því að þingmenn væru krafnir um að þegja yfir upplýsingum um efnahagsforsendur virkjunarinnar. Formaður iðnaðarnefndar Alþingis, Birkir J. Jónsson, tók undir þessa kröfu Landsvirkjunarmanna og sagði að fráleitt væri að gera slíkar upplýsingakröfur á hendur fyrirtæki úti í bæ og vísaði hann þar til Landsvirkjunar. Enda þótt Framsóknarflokkurinn vilji einkavæða raforkukerfið er formaður iðnaðarnefndar eitthvað kominn fram úr sjálfum sér með þessum yfirlýsingum því enn er Landsvirkjun í almannaeign. Það er líka staðreynd að allar framkvæmdir Landsvirkjunar eru á ábyrgð skattborgaranna og þar með þjóðarinnar. Er virkilega svo illa komið fyrir Framsóknarflokknum að honum finnist það til marks um sýndarmennsku að krefjast þess að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar fái óheftan aðgang að öllum upplýsingum um þessa stærstu framkvæmd Íslandssögunnar og að umræða um hana eigi að vera opin og lýðræðisleg? Hvað gæti réttlætt þetta leynimakk með álrisanum? Telur Framsóknarflokkurinn sig hafa ríkari skuldbindingum að gegna gagnvart Alcoa en gagnvart íslensku þjóðinni? Það verður fróðlegt að sjá hvort þjóðin veitir Framsóknarflokknum áfram brautargengi til þess að gæta hagsmuna sinna. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri-grænna.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun