Háir vextir ekki markmið 15. september 2006 00:01 Tilkynnt um hækkun stýrivaxta. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir hávaxtastefnuna og segir Seðlabankann hætta á að standa uppi skotfæralaus í næstu uppsveiflu. MYND/gva Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í fjórtán prósent í gær. Seðlabankastjóri gaf ekkert upp um hvort hækkunin væri sú síðasta í bili. Framkvæmdastjóri SA segir bankann hætta á að standa skotfæralaus í næstu uppsveiflu. Stýrivextir Seðlabankans voru í gær hækkaðir um 0,5 prósent og standa nú í fjórtán prósentum. Þetta er sautjánda stýrivaxtahækkun bankans í röð. Hækkunin er í samræmi við spár. Greiningardeildir viðskiptabankanna hafa spáð því að hækkunin verði sú síðasta í bili. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, gaf þó ekkert upp um það á fundi með blaðamönnum "Stýrivextir lækka þegar við sjáum örugg merki þess að úr verðbólgu dragi yfir lengra tímabil. Það er ekki okkar markmið að vextir séu háir, heldur að draga úr verðbólgu. Verði vextir að vera háir til að það markmið náist verður svo að vera." Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Íslands er 2. nóvember næstkomandi. Fram kom í ræðu Davíðs að framvinda efnahagsmála frá júlíbyrjun hafi í meginatriðum verið í samræmi við þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankans, að öðru leyti en því að verðbólga verði nokkru minni en talið var. Á móti komi hins vegar meiri viðskiptahalli á fyrri hluta ársins sem bendi til hraðari eftirspurnar en spáð var og að verðbólguhorfur verði lakari er frá líður. Viðskiptahallinn feli í sér að mikillar aðlögunar sé þörf í þjóðarbúskapnum á næstu árum. Við þær aðstæður verði peningalegt aðhald að vera nægilegt svo verðbólga nái ekki að festast í sessi. Hagstjórn Seðlabankans hefur nokkuð verið gagnrýnd að undanförnu og skrifaði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, meðal annars í pistli á dögunum þar sem hann lýsti þeirri skoðun að Seðlabankinn væri að segja sig frá hagstjórninni með hávaxtastefnu sinni. Bankinn væri á öfugu róli í hagsveiflunni og myndi frekar magna sveiflurnar en draga úr þeim. Seðlabankastjóri sagði mjög mikilvægt að hlusta á alla gagnrýni sem kæmi frá talsmönnum atvinnulífsins. Hins vegar væri enn undirliggjandi spenna í hagkerfinu og því nauðsynlegt að bregðast við "Ég tók nú eftir því að aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins viðurkenndi í fjölmiðlum að mikil eftirspurn á vinnumarkaði sýni að enn er mjög mikil undirliggjandi verðbólguspenna í þjóðfélaginu," sagði Davíð. Vilhjálmur Egilsson kvaðst afar óánægður með ákvörðun Seðlabankans. Hann sagði verðbólguna hafa lækkað mun meira en spár höfðu gert ráð fyrir, auk þess sem sæi fyrir endann á stóriðjuframkvæmdum og verulega hefði dregist saman á íbúðamarkaði. "Við teljum að ótvírætt stefni í samdrátt á næsta ári og það verði ekki sama villta einkaneysla og áður. Hagkerfið er að snúast í jafnvægisátt og það er nauðsynlegt að fylgja því eftir með vaxtalækkunum. Hættan er líka sú að Seðlabankinn eigi engin skotfæri í byssunum þegar uppsveiflan byrjar að nýju 2008." Viðskipti Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í fjórtán prósent í gær. Seðlabankastjóri gaf ekkert upp um hvort hækkunin væri sú síðasta í bili. Framkvæmdastjóri SA segir bankann hætta á að standa skotfæralaus í næstu uppsveiflu. Stýrivextir Seðlabankans voru í gær hækkaðir um 0,5 prósent og standa nú í fjórtán prósentum. Þetta er sautjánda stýrivaxtahækkun bankans í röð. Hækkunin er í samræmi við spár. Greiningardeildir viðskiptabankanna hafa spáð því að hækkunin verði sú síðasta í bili. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, gaf þó ekkert upp um það á fundi með blaðamönnum "Stýrivextir lækka þegar við sjáum örugg merki þess að úr verðbólgu dragi yfir lengra tímabil. Það er ekki okkar markmið að vextir séu háir, heldur að draga úr verðbólgu. Verði vextir að vera háir til að það markmið náist verður svo að vera." Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Íslands er 2. nóvember næstkomandi. Fram kom í ræðu Davíðs að framvinda efnahagsmála frá júlíbyrjun hafi í meginatriðum verið í samræmi við þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankans, að öðru leyti en því að verðbólga verði nokkru minni en talið var. Á móti komi hins vegar meiri viðskiptahalli á fyrri hluta ársins sem bendi til hraðari eftirspurnar en spáð var og að verðbólguhorfur verði lakari er frá líður. Viðskiptahallinn feli í sér að mikillar aðlögunar sé þörf í þjóðarbúskapnum á næstu árum. Við þær aðstæður verði peningalegt aðhald að vera nægilegt svo verðbólga nái ekki að festast í sessi. Hagstjórn Seðlabankans hefur nokkuð verið gagnrýnd að undanförnu og skrifaði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, meðal annars í pistli á dögunum þar sem hann lýsti þeirri skoðun að Seðlabankinn væri að segja sig frá hagstjórninni með hávaxtastefnu sinni. Bankinn væri á öfugu róli í hagsveiflunni og myndi frekar magna sveiflurnar en draga úr þeim. Seðlabankastjóri sagði mjög mikilvægt að hlusta á alla gagnrýni sem kæmi frá talsmönnum atvinnulífsins. Hins vegar væri enn undirliggjandi spenna í hagkerfinu og því nauðsynlegt að bregðast við "Ég tók nú eftir því að aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins viðurkenndi í fjölmiðlum að mikil eftirspurn á vinnumarkaði sýni að enn er mjög mikil undirliggjandi verðbólguspenna í þjóðfélaginu," sagði Davíð. Vilhjálmur Egilsson kvaðst afar óánægður með ákvörðun Seðlabankans. Hann sagði verðbólguna hafa lækkað mun meira en spár höfðu gert ráð fyrir, auk þess sem sæi fyrir endann á stóriðjuframkvæmdum og verulega hefði dregist saman á íbúðamarkaði. "Við teljum að ótvírætt stefni í samdrátt á næsta ári og það verði ekki sama villta einkaneysla og áður. Hagkerfið er að snúast í jafnvægisátt og það er nauðsynlegt að fylgja því eftir með vaxtalækkunum. Hættan er líka sú að Seðlabankinn eigi engin skotfæri í byssunum þegar uppsveiflan byrjar að nýju 2008."
Viðskipti Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira